This topic contains 61 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 18 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.03.2006 at 23:01 #197553
Ég var að velta því fyrir mér hvort að það verði einhver Litludeildarferð í mars, þ.e.a.s. ef að það verður einhver smá snjór á fjöllum fyrir okkur ?
Ég fór ásamt félaga mínum inn að Karlaríki á sunnudaginn og það var frekar lítill snjór á okkar leið, fórum svo til baka og ókum nesjavallaleiðina heim, þar var eiginlega mesti snjórinn, kom mér svolítið á óvart:)kv. Pirate
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.03.2006 at 19:51 #546574
Það er borað gat fyrir venjulegann ventil og við hliðina fyrir slöngu á tappann og svo er loftdælan bara látinn um verkið,verður að vera varatappi.
Ég hleypti úr niður í 3p á 33" undir Cerokee og þá virkaði hann best ef ég fór út úr förunum og var á ótroðnum snjó,þetta virtist ekki vera fara illa með dekkin,var ekki að affelga eða gata.
Klakinn
23.03.2006 at 19:56 #546576Að ég komi ef allt gengur eftir áætlun þ,a,e,s, fái ég bílinn á morgun og verði ég kominn með stöðina í bílinn.
JÞJ
23.03.2006 at 19:58 #546578Ætli ég og Toppurinn látum ekki sjá okkur á laugardaginn. Þarf líka hvoer eð er að prufu keyra cb-stöðina sem ég var að setja í bílinn. Sjáumst bara.
Kv. Haffi og Toppurinn.
23.03.2006 at 20:21 #546580Benni og Kjartan hafa mixað sér svona tappa og snarvirkar hjá þeim og þá þarf ekkert að sjúga eða hella,bara setja loftslönguna á ventilinn og tengja slönguna við stútinn og dæla,hef ekki séð þessar tunnudælur sem Þórir talar um nema ef hann er að tala um plastdælurnar ágætis græjur en seinvirkar.
Klakinn
23.03.2006 at 20:35 #546582Af þessum systemi Laugi,endilega hentu henni þá inn.
Væri til í apa eftir þessu.
Kv JÞJ
23.03.2006 at 20:49 #546584Ekki svo ég viti en ég hef séð Kjartan nota þessa græju og bara flott setti bara tappann með ventlinum á brúsann og slönguna í bílinn og fékk sér kaffi á meðan dælan kláraði dæmið,ég var lengur að hella úr stálbrúsa með gormastút en Kjartan að dæla með loftinu.
Klakinn
23.03.2006 at 20:53 #546586Þá verður maður að fá að skoða þetta hjá Kjartani
eða Benna.
Mér líst vel á þetta system miðað við lýsingu.
Mér þykir nefnilega kaffisopinn góður og því best að nýta tímann í kaffið en að hella á bílinn og fá jafnvel smá slurk yfir sig.
Kv-JÞJ
23.03.2006 at 21:46 #546588Fyrir ferðina á laugardaginn hvernig fjarskipti þarf ég er nóg að vera með handstöð ?
23.03.2006 at 22:00 #546590Það stóð hér aðeins ofar minnir mig að það verði bæði cb og vhf stöðvar, þannig að ef þú ert með vhf handstöð þá ætti það að vera feiki nóg milli bíla, það var talað um að nota rás 45 á vhf-inu og rás 19 á cb. Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
kv. Andri
23.03.2006 at 23:00 #546592
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
veit einhver um dekkið sem að ég var að spyrja um aðan , er að spá í svona dekkjum og hvort að maður slyppi með að skera úr..
23.03.2006 at 23:30 #546594Varðandi dekkin þín..
þá er þetta minstur allt í lagi fyrir dagstúr. Taktu með þér tjöruhreinsi og sprautaðu á barðanna þegar þú kemur í snjóinn. og hleyptu vel úr þegar að því kemur. Sýnist verða nóg að trukkum til að kippa í þig ef á því þarf að halda.
ef dekkin eru með nokkrum skurðum í tökkum er ekki mikil tilgangur að vera að micro skera.
Micro skurður er fínn í dekk sem eru óskorinn, minka þá slit og þau grípa betur..
kv
subbi sóði..
24.03.2006 at 09:32 #546596Til að kom vökva af brúsa yfir á annan brúsa sem stendur neðar þarf ekki dælu eða tekt, þetta var kallað að híverta í minni sveit og fer þannig fram að maður tekur mjaltavélaslöngu sem er 15-20 mm og 1,5m löng, stingur öðrum endanum ofaní anna brúsann og hinum í hinn, síðan leggur maður höndina yfir opið á hærri brúsanum þannig að hún þétti með slöngunni og svo er blásið með munninum milli fingranna uns vökvinn fer að renna á milli brúsanna, nú er smá bið á meðan brúsinn er að tæmast kannski 1 til 3 mínútur fer eftir hæðarmuninum og sverleikanum á slöngunni. Þegar búið er að ganga frá brúsanum er gott að taka slönguna og sveifla henni einn tvo hringi í kringum sig til að hreinsa hana og losna við mestu lyktina af vökvanum úr henni.[b:1xk0zkyl] Varúð [/b:1xk0zkyl]Þetta er líka hægt að gera með því að sjúga í hinn enda slöngunnar en það er ekki ráðlagt nema um vín eða vatn sé að ræða því oftast taka menn gúlsopa af mjöðnum við slíka iðju og því fylgir því líka helvítis sóðaskapur.
Guðmundur brúsakall.
24.03.2006 at 14:26 #546598Ég hef ekki komist með áður í ferð með litludeild, en nú er loksins komið að því… og mikil tilhlökkun. Er á LC90 33" og spennandi að sjá hvað hann fer langt… Sjáumst.
Kv. Hannes Jón.
24.03.2006 at 15:07 #546600er þá ekki bara allt klárt? Já og kannski eins og einn spotta 😉
Sjáumst í fyrramálið.
24.03.2006 at 15:19 #546602
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig er það er ef maður kæmi með á morgun er ekki einhver sem myndi vera svo góður að redda manni lofti eða á myndi reyna?
24.03.2006 at 15:26 #546604Það má örugglega troða lofti í dekk, ef menn eru með opna ventla og/eða píluskrúfjárnin sín með. Hlutunum verður bara reddað, er það ekki vaninn ;)?
24.03.2006 at 15:39 #546606Ég var að spá í þegar við mætum í fyrramálið, er þá einhver fararstjóri sem skráir niður bílana og svoleiðis, eða hvernig gengur þetta annars fyrir sig ? Mér sínist á öllu að það sé þokkalegasta þátttaka:)
kv. Andri
24.03.2006 at 16:54 #546608Er á Select og brottför er kl 9.Kjartan verður fararstjóri á hvítum Patta en við verðum báðir með 4×4 flagg á bílunum og það verða 4 Litlunefndarmenn,Stefán Hrafnhildur,Kjartan,og ég.
Það væri gott ef menn láta eitthvert okkar vita af sér þannig að við vitum hverjir eru með okkur og hverjir eru á eigin vegum,svona til að halda utan um hópinn.
Við verðum á rás 45 á vhf og rás 19 á cb am.nmt sími hjá mér er 8530555 og gsm 8930555.
Við erum með loftdælur og dráttarspotta og ef vantar er ég með gormastút á stálbrúsa.Kv Klakinn
24.03.2006 at 19:26 #546610ekki örugglega með brúsann góða, svo við getum skoðað hvernig á að koma olíu á tankinn, án þess að drekka helminginn sjálfur.
Við verðum mætt kl 09 á Select.
Gísli
24.03.2006 at 19:40 #546612Jú það er 100% öruggt að svo verður,og ég þykist vera að búa mér til einn núna í kvöld.
Er að fá fréttir frá ‘Ola sem er inni á Kaldadal sem fór stuttan spöl suður fyrir hádegisfell og sagði færið bara gott og jörð vel frosin og skán ofan á en púður snjó undir þar sem hann datt í gegn en vel fært og bara gaman.
Og ef eitthverjir ættla úr Borgarfirðinum þá leggur Óli frá þjónustumiðstöð Húsafelli kl 10.Kv Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.