This topic contains 61 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.03.2006 at 23:01 #197553
Ég var að velta því fyrir mér hvort að það verði einhver Litludeildarferð í mars, þ.e.a.s. ef að það verður einhver smá snjór á fjöllum fyrir okkur
?
Ég fór ásamt félaga mínum inn að Karlaríki á sunnudaginn og það var frekar lítill snjór á okkar leið, fórum svo til baka og ókum nesjavallaleiðina heim, þar var eiginlega mesti snjórinn, kom mér svolítið á óvart:)kv. Pirate
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.03.2006 at 23:35 #546494
Já það verður dagsferð í mars ( nánar tiltekið laugardaginn 25) . Hugmyndin er að fara kaldadalinn, kíkja upp á langjökul og leika sér eitthvað þar.
nánari auglising kemur síðar.
kveðja Kristinn.
16.03.2006 at 21:08 #546496Þá bíður maður spenntur.
16.03.2006 at 21:12 #546498Er ekki subaru færi á langa bara

16.03.2006 at 21:56 #546500Jú það er meiningin að fara á Langjökul,upp hjá Jaka og skoða færið og ef vel gengur að fara í Skálpa eða Slunka, annars bara leika sér og hafa gaman af hlutunum.
Klakinn
17.03.2006 at 01:25 #546502Verst ef það er lítill snjór til að skera á skurðarskífunum, en ætla nú að gera gamla Brekkulata klárann
17.03.2006 at 12:19 #546504Lítur allt út fyrir að ég verði í fríi þessa helgi. Bíð spenntur eftir að fara.
Kveðja
Óskar
http://www.oskarasta.com
19.03.2006 at 07:39 #546506Maður reini að fara með eða fara einkvað á leiðis
kv,,,, mhn
19.03.2006 at 12:04 #546508Ég verð í Húsafelli og ætla að fara Kaldadalinn á móti hópnum sem kemur úr bænum. Hugmyndin er að leggja í hann um 9.30 – 10.00. Þeir sem vilja slást í för geta sent mér e-mail á topas@topasnet.com eða látið vita hér á spjallinu. Sjáumst hress á laugardaginn.
Kv, Hjólbarðinn
19.03.2006 at 18:46 #546510reikna með að við komum nokkrir með á 3-4 bílum.
kv.Svavar.
19.03.2006 at 19:50 #546512Hvernig er það, er einhver formleg skráning eða hittast menn bara á select uppá höfða á laugard. ??
Kv. Andri
19.03.2006 at 21:31 #546514
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
fórum þessa leið í gær á nokkrum jeppum..
Kaldidalurinn er ein allsherjar drulla, varla á færi óbreyttra bíla myndi ég segja, ef maður steig út úr bílnum steig maður niður í ca 20-30 cm í ekta íslenskri leðju alveg sama hvar maður steig niður.. takið stígvél með :), jökullinn var blautur, soldið þungt færi en ekkert alvarlegt samt, bara gaman.. skyggnið var bara allt of lítið,,
19.03.2006 at 21:49 #546516Það á nú eitthvað að frista í vikunni, jafnvel að maður sjái nokkur korn falla, maður vonar bara það besta;)
20.03.2006 at 08:28 #546518Það verður farið um kl 9 frá Select Vesturlandsveg,
og það er bara að mæta en helst láta vita af sér svo að við vitum hverjir eru í hópnum, eins þeir sem vilja geta sett sig í samband við Óla og Hrafnhildi sem verða í Húsafelli (emailið þeirra er hérna ofar á þræðinum,((hjólbarðinn) en Hrafnhildur er nýjasti meðlimur Litlunefndar kemur í staðin fyrir Siggu.Vonandi verður eitthvað farið að stirðna á Kaldadal um helgina.
Kv Klakinn
20.03.2006 at 09:59 #546520Það virðist ætla að verða kalt út vikuna. En enginn er verri þó hann verði drullugur.
Ég er að spá í að skella mér með ykkur.
20.03.2006 at 23:41 #546522hvað eru menn að taka með sér mikið eldsneiti í svona dagsferð? Ég er á hilux bensín með 60L tank,, þarf ég ekki að hafa nokkra dropa til öryggis ?
kv. Andri
21.03.2006 at 01:02 #546524við komum sennilega á 3 bílum en í okkar hóp er einmitt hilux með 60 ltr tank þetta er v6 bíll svo við verðum með 2 brúsa fyrir hann svo verður l200 einnig með 2 brúsa af olíu og sjálfur er ég með aukatank svo ég mæli með að þú takir eitthvað met á brúsum (better safe then sorry)
Kv Davíð
21.03.2006 at 19:33 #546526Samkvæmt mbl.is á að vera frost og meira að segja snjókoma föstudag en svo á að birta til á laugardag.
Spurning hvort það verði kominn snjór í staðinn fyrir drulluna?
21.03.2006 at 19:43 #546528Já það er góður möguleiki á því, held að það eigi eitthvað að hlína aðeins á laugardaginn og færast í austanátt, allavega var það síðasta spá sem ég sá. en þetta ætti alveg að geta litið vel út;) set hérna inn link inná vefmyndavélar vegagerðarinnar [url=http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/pages/fu_umf_myndavelar.html:3lxggx3t][b:3lxggx3t]vefmyndavélar vegagerðarinnar[/b:3lxggx3t][/url:3lxggx3t]
Þá er hægt að fylgjast með snjó á heiðum ofl.
kv. Andri
21.03.2006 at 21:56 #546530‘eg var bara að fá aðgang á síðu 4×4. En ég heiti Ragnar kallaður Raggi. ‘eg kem með á laugardaginn er á 90 cruser á 35" dugar olían eða á maður að taka auka olíu með?
Kv. Raggi
22.03.2006 at 01:31 #546532sæll raggi velkominn i klúbbinn en já ég tek með mér báða tanka fulla 180ltr er á v6 runner 38" félagi minn á diesel l200 nýjum 35" verður með fullann tank og 2 stálbrúsa af olíu og svo verður 3ji bíllinn v6 hilux 38" með fullann tank 60ltr plús 2 brúsa en við líka stefnum á að fara á jökul og gera góða dagsferð úr þessu
og muna eftir myndavélunum!!!!!!!!!!!
margur er knár þótt hann sé smár
(á kannski ekki við um minn bíl en skiptir ekki)
Kv Davíð Arcticpirate R2856
skyldumæting á góða skapið
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
