This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Víðir Lundi 18 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur í þessari fyrstu ferð okkar upp á jökul, og þá vill þakka sérstaklega öllum þeim sem hjálpuðu okkur í öll þau skipti sem græna músin vildi festa sig.
Þessi ferð var mér mikil reinsla og komumst við á grænu músinni nokkuð heil út úr þessu.
Ferðin gekk annars mjög vel og varð fyrsta festan hjá okkur rétt áður en við komum að Slunkaríki og svo urðu þær nokkrar þegar komið var upp á jökul, á leiðini til til baka í karlaríki festium við tvisvar en að öðru leiti gekk ferðin vel á leiðinni heim fyrir utan að vera með 2 ónýta dempara eftir að hafa sprautað niður af jökli(sem vor frekar slappir fyrir ferðina).
Það kom mér mjög á óvart hvað tveggja tonna Músin komst á 32″ og ótrúlegt hvað dekkin lögðust vel þegar að þau voru komin niður í 4 pund, það skal líka tekið fram að músin vil bara ennþá spyrna í lausar fætur og háði það hana virkilega einu sinni þegar að við vorum komin niður á línuveg, því þar vildi hún allt í einu bara standa í tvær fætur, þ.e.a.s. bara í vinstri fram fót og þann hægri aftur og var þar með stop.
Núna þarf ég bara að henda Músinni inn í skúr og byrja að skera og klippa og gera smá endurbætur að aftan á henni svo að 32″ passi betur undir án þess að vera að rekast í.
Kveðja Addi Ö-1435
Músin föst rétt við Slunkaríki
You must be logged in to reply to this topic.