Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Litli Pajeroinn minn, spurning?
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
18.09.2005 at 22:36 #196273
AnonymousÉg er búinn að vera pæla hvað „98 2.5 stuttur á að vera eyða svona sirka á 100km. Hann er að fara á 60 l. á um 350 km. sem þýðir um 17 l. á 100 km. lét ekki fyrir löngu taka spíssana hjá mér, þeir skiptu um dísur í þeim, hélt að það myndi aðeins minka eyðsluna, en svo var ekki.
Þannig er þetta alveg eðlileg eyðsla á honum? fynnst þetta frekar mikið fyrir svona litla vél.
Og ef ekki, hvað gæti þá verið að sé að gera hann svona olíu þyrstan?
Takk Ottó
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.09.2005 at 23:17 #527112
Hvað er hann á stórum dekkjum?
-haffi
19.09.2005 at 20:08 #527114
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hann er á 32"
Svo Er eitt annað, hann missir stundum kraft í kringum 3500 snúningum, er ekki búinn að keyra á hráolíusíunni nema um 1500 km þannig getur varla verið hún. Einhver hugmynd?
19.09.2005 at 20:12 #5271161990 árgerð af langa Pajeró / háþekja / 2,5 lítra turbo Intercooler / sjálfskiptur eyddi hjá mér 14 – 15 í langkeyrslu og 16-17 í bæjarsnatti.
Hann var á 33 tommu dekkjum, en tölurnar eru leiðréttar í raunverulega km.Kv.
Ágúst
19.09.2005 at 20:36 #527118
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já ég myndi halda að hann ætti að vera eyða einhverju meira en minn, held að minn sé um 1 tonni léttari en löngu.
19.09.2005 at 21:36 #527120Hvar léstu skipta um dísurnar? Spurning hvort þær eru rétt stilltar. Það er ekki nóg að þær séu nýjar ef þær opna ekki við réttan þrýsting. Er eðlileg vinnsla í bílnum eða reykir hann? Gæti kannski verið vitlaus tími á olíuverkinu.
Kv. HarSv.
19.09.2005 at 21:59 #527122’96 langur 2.5 Turbo intercooler hjá mér er að eyða ca. 13-14 í blönduðum akstri. Alveg sama hvort hann er á 31", 32", 35" eða 36". Nýuppteknir spíssar breyttu engu fyrir eyðsluna hjá mér.
P.s
Stutti bíllinn er ekki nema 200-300 kílóum léttari en sá langi. Langur er skráður 2020 kíló óbreyttur og mig minnir að sá stutti sé um 1800kg.
19.09.2005 at 23:44 #527124
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Úps, ég veit þá ekki hvar ég hef fengið þetta tonn hehe :$ en það segjir mér samt að minn er að eyða of miklu, fyrst að þinn er í 13-14 (væri mjög til í að minn gerði svo).
Ég lét Framtak taka spíssana hjá mér, þeir eru stiltir á 150 bar. veit ekki meir. Veistu hvað þeir eiga vera á?
Hann reykjir nánast til ekki neitt (kemur smá sót efa ég botna hann), en hann á það til að vilja ekki í gang strax á morgnana, höktir nokkuð áður en hann fer í gang og svo hrækjir hann hvítgráum reyk úr sér (ég fór í vatnskassan til að athuga hvort að pakkningin væri rifinn inn, en það var enginn brák í vatninu), er eflaust bara að það nái alltaf að myndast vatn í honum í kuldanum, er það ekki? 😛
Annars er gangurinn voða fínn í honum, voða ljúfur og góður nema þetta að hann á það til að missa smá kraft í 1/2 sek. í um 3500 snúningum (er með nýja hráolíusíu)Svo eitt, hvað er ykkar að ganga í lausagangi? Minn var í 900 en þeir í Framtak sögðu mér að skrúfa hann niður í 750 sirka, sem ég og gerði.
Er reyndar að prufa einhverja meðferð á bílnum 😛 grænar töflur sem maður setur í tanginn, þeir lofa manni 10% sparnaði eftir meðferðina, verður gaman að sjá
P.S.
Vill þakka ykkur svörin og hjálpsemina 😀
20.09.2005 at 07:54 #527126Reykurinn bendir til að heddpakningin sé farin eða sprunga í heddinu.
Að missa afl í 3500 snúningum gæti verið túrbínan,
að hún slái út ef þrístingur inn á vélina verður of mikill.
Kveðja Þorgeir
20.09.2005 at 08:27 #527128sælir
Gamli Patrolinn minn hann missti svona afl og var máttlaus um mitt snúningssviðið (3000 snún) en eftir að ég lét skipta um spíssa og dísur þá varð hann allt annar. Eyðslan batnaði líka.
Ágætis aðferð til að athuga heddpakkningu er að hafa bílinn í lausagangi og fylla vatnskassann "mjög rólega" upp í stút og bíða síðan og fylgjast með hvort hann hann æli út úr sér lofti (loftbólur koma á yfirborðið vatnsins). Ef svo er er loft að komast í vatnsganginn sem gæti stafað að óþéttri pakkningu/heddi.
Gangi þér vel
kv
Agnar
20.09.2005 at 19:02 #527130
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þakka ykkur kærlega fyrir þetta. Pakkningin verður þá næsta mission

Verð þá bara að halda áfram að reyna finna útaf hverju hann er að eyða svona, eða sætta mig við það :s
Hvert á ég þá að fara og láta plana hann ef hún er farin? Eru menn ekki með einhvern svona góðan og sanngjarnan í verði
20.09.2005 at 19:07 #527132Það að bíllinn höktir í gang er vísbending um ónýta heddpakkningu.
20.09.2005 at 21:54 #527134
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er alltaf þörf að plana heddið, eða er það einhvað sem er hægt að meta eftir hversu pakkning er illa farin?
Og segjir það einhvað til um hversu illa hún er farin að hann gerir þetta bara þegar hann er búinn að sitja í um 9-10 tíma eða meira?
20.09.2005 at 23:04 #527136Það að hann sé leiðinlegur í gang er ekki endilega heddpakkning. Ég myndi fyrst athuga hvort að glóðarkertin séu að virka eins og skildi og svo skaltu skoða kaldstartselementið sem er skrúfað utan á olíuverkið og tengist kælivatninu aftast á blokkini og við miðstöðina. Þetta apparat bætir við olíugjöfina og flýtir tímanum á olíuverkinu þegar vélin er köld og þegar það bilar þá er það eins og að starta bensínbíl með ekkert innsog, truntar soldið fyrst og gefur frá sér ljósan reyk.
Þetta er vax-element sem stýrist af hita kælivatnsins og kostar rétt um 20 þús kall hjá Framtak.
Þetta með að hann missi kraft í 3000 snúningum getur verið hin dularfulla netasía í olíuverkinu sem á að vera hægt að taka úr og hreinsa. Bíllin hjá mér gerir það stundum að þegar hann er á snúning og í átaki þá hóstar hann aðeins og ekki er farin heddpakkning eða túrbína hjá mér.Skoðaðu alla möguleika áður en þú rífur vélina í sundur. Og ef að þú finnur ekkert sjálfur þá er ekkert að því að fá fagmann til að skoða málið fyrir þig. Einhverjir þúsundkallar á verkstæði geta sparað þér hundraðþúsundkalla í ástæðulausri uppgerð á vélini.
21.09.2005 at 18:29 #527138
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já það er uðvita rétta hjá þér að athuga allt áður, en ég vissi bara ekkert hvað ég átti að athuga
þakka þér kærlega fyrir þetta
Hvernig sé ég efa kaldstartselementið sé farið? Fer ég bara með hann upp í framtak og læt þá athuga/mæla það eða get ég séð það sjálfur, veit að þeir mæla glóðakertin fyrir mann (frítt eða ódýrt).
Heyrist þú vera nokkuð fróður um díselinn, þannig langar að henda þessari spurningu aftur.
Veistu hvað gæti ollið því að hann eyði svona?
21.09.2005 at 22:44 #527140ég lenti í því í sumar að Galloperin varð vita kraftlaus og eyddi 20 á hundraði á 33" dekkjum það eina sem var að var þessi netasíja á olíuverkinu virkaði fínt eftir hreinsun á henni.
Kveðja
Pétur Freyr Ragnarsson
21.09.2005 at 23:28 #527142
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Snild, þá verður þetta vonandi 2 flugur í einu

-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
