This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Jæja þá er vorið komið og tími til að taka jeppann út úr skúrnum
og fara prufutúr á fjöll og keyra yfir nokkrar sprænur og dáðst að hvað billinn kemur vel út og reynist vel. þá er bara að keyra út á bensínstöð setja bensín á bílinn, þegar þangað er komið eru þar nokkrir jeppar fyrir sem voru að gera sig klára á fjöll og 1 stór á 49 eða 52 t ég fékk smá minnimáttarkennd að vera þarna á planinu á mínum litla 33t þriggjadyra súkku me bensíntank sem tekur bara 70 L á meðan sá stóri tók svona um 370 L af olíu . Svo að ég dreif mig í burtu og tók stefnuna í Setur og fara klakksleið það voru fleiri sem voru á þessari leið en ég, þegar inn á hálendið var komið var komið tími á kaffipásu og anda að sér fjallaloftinu og hlusta á kyrrðina, en hvaða nið heyrði ég eins og peiloter væri að koma, nei það var sá stóri á 52 t að koma upp brekkuna, þegar hann sá mig stoppaði hann og drap á bílnum og steig út. Mér til mikillar undrunar kom útúr bílnum þar lítill og pervisinn náungi ekki mikið hærri en dekkið undir bílnum hjá honum, svo að ég missti það útúr mér er hvort bíllinn ekki of stór. En hann svaraði maður verður að bæta sér stærðina og brosti og spurði hvort að ég kæmist fyrir inni í mínum. Ég spurði hvort hann vildi ekki vera á undan mér, því að ég væri svo hræddur að hann mundi keyra yfir mig. Alveg eins svo að ég setti bílinn í gang en þegar hann setti sína grjótmulningsvél í gang hætti ég að heyra í saumavélinni sem var í mínum bíl. þegar komið var að fyrstu ánni, keyrði hann óhikað yfir en þegar ég kom sá ég enga á því hann ók það greitt yfir að hún hvarf. Ég bað um fá að vera á undan svo ég gæti fengið að keyra yfir einhverjar ár þennan túrinn og veitti hann mér það leyfi góðfúslega. þegar við keyrðum framhjá gróðri og hann gaf honum aðeins inn þá lagðist allur gróður í dvala vegna mengunar sem betur fer var lítið um gróður á leiðinni. þegar færðin fór að vera verri og meira um grjót þurfti ég að sæta lagi innan um grjótið en hann keyrði yfir eins og hann væri á loftpúðum og virtist ekki finna fyrir þessu grjóti sem ég var að puða við að sniðganga.Eftir að hafa keyrt í smá stund stoppaði ég og steig útúr bílnum hann stoppaði líka og spurði hvort eitthvað væri að, ég sagði nei og sagðist vilja tjalda hér yfir nóttina þar sem það væri áliðið. Honum þótti þetta bara sniðugt þar sem þetta væri líka hans fyrsti bíltúr á þessum bíl og vildi prófa að sofa í bílnum. Ég tjaldaði mínu litla tjaldi og tróð mér í svefnpoka tók fram vasaútvarp og hlustaði á það en hann lagðist á dýnu og breiddi yfir sig sæng og kveikti á sjónvarpinu, setti DVD mynd í diskspilara og horfði fram á nótt á hana. Morguninn eftir vaknaði maður skakkur og skældur stirður eftir nóttina, og helti ég uppá kaffi á gamla mátann en hann úthvíldur og ferskur og tengdi kaffibrúsann sinn við bílinn og hellti þannig uppá kaffi. En þegar upp er staðið getur hver og einn ferðast á sinn máta á sínum bíl hvort sem hann er lítill eða stór og það sem skifti öllu máli hafa gaman af þessu sporti…..
( Hugurinn ber mig hálfa leið en bíllinn ber mig alla leið. )
KV,,, MHN
You must be logged in to reply to this topic.