FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Litlanefndarferð – 17. nóbember

by Litlanefnd F4x4

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Litlanefndarferð – 17. nóbember

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Litlanefnd F4x4 Litlanefnd F4x4 12 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.11.2012 at 14:23 #224870
    Profile photo of Litlanefnd F4x4
    Litlanefnd F4x4
    Member

    Jæja, þá er loksins kominn upp skráningarsíða fyrir almenna skráningu í Litlunefndarferðina á laugardaginn kemur. Það er kominn snjór á svæðið og því allt útlit fyrir góða ferð.

    Okkur vantar enn nokkra reyndar hópstjóra í ferðina og því hvetjum við þá hópstjóra sem hafa áhuga á að koma með okkur að skrá sig í hópstjóraskráningunni.

    Skráningu í ferðina má nálgast hér https://old.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285

    Bestu kveðjur, Litlanefndin

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 13.11.2012 at 20:35 #760501
    Profile photo of Pétur Hans Pétursson
    Pétur Hans Pétursson
    Participant
    • Umræður: 25
    • Svör: 228

    Muna að skrá sig í ferðina fyrir annað kvöld. Kominn snjór á svæðið sem við ætlum um. Verður bara gaman.

    kv

    Litlanefnd





    14.11.2012 at 23:31 #760503
    Profile photo of Pétur Hans Pétursson
    Pétur Hans Pétursson
    Participant
    • Umræður: 25
    • Svör: 228

    Góð skráning í ferðina á laugardag 28 bílar skráðir og 10 -11 hópstjórar. En möguleiki að skrá sig ef menn vilja slást í hópinn.

    kv

    Litlanefnd





    17.11.2012 at 23:44 #760505
    Profile photo of Litlanefnd F4x4
    Litlanefnd F4x4
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 27

    Litlanefndin þakkar þátttakendum fyrir skemmtilega og vel heppnaða ferð í dag.

    Við fengum allan pakkann, hvort sem það snýr að veðri, færð eða skyggni. Við náðum góðum hring þar sem við fórum upp hjá Gullkistu í þungri færð og hífandi roki, héldum áfram og það birti til og lægði. Náðum niður á sléttuna við Högnhöfða og upptök Brúarár þar sem við stoppuðum í frábæru veðri og lékum okkur og nutum blíðunnar og umhverfisins. Héldum síðan inn í élið á ný við Hlöðufell og börðumst áfram í þungu færi og litlu skyggni uns við komumst inn á Línuveginn og aðstæður fóru batnandi á ný. Héldum síðan í vesturátt og sóttist nokkuð vel þrátt fyrir nokkuð erfiðar snjóhindranir á köflum. Náðum inn á Uxahryggjaleið og um Meyjarsæti til Þingvalla þar sem ferðinni var slitið um hálfsjöleytið í kvöld.

    Það er okkar mat að ferðin hafi verið vel heppnuð í alla staði og leiðin um Gullkistu að Hlöðufelli hafi verið vel fararinnar virði. Allir þátttakendur stóðu sig með mikilli prýði og engin teljandi vandamál komu upp. Við vonum að þið hafið skemmt ykkur vel í dag og þökkum fyrir samfylgdina og hlökkum til að sjá ykkur aftur í janúar á nýju ári.

    Bestu kveðjur að sinni, f.h. Litlunefndar, Gnýr Guðmundsson





    18.11.2012 at 09:48 #760507
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    Takk fyrir mig.
    Myndir [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=323091:1nma86nx]hér[/url:1nma86nx]

    Hörður E-2





    18.11.2012 at 13:19 #760509
    Profile photo of Sigurður
    Sigurður
    Participant
    • Umræður: 102
    • Svör: 373

    Frábær ferð í alla staði.
    Kveðja.
    Siggi Pálma.





    18.11.2012 at 14:14 #760511
    Profile photo of Markús Hallgrímsson
    Markús Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 12

    Takk fyrir skemtilega ferð

    Proud Cherokee owner





    18.11.2012 at 18:04 #760513
    Profile photo of Eggert Bjarnason
    Eggert Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 8

    Takk fyrir frábæra ferð :-)
    Ég mun koma með aftur. Frábær félagsskapur og frábær skemmtun :-)





    18.11.2012 at 20:22 #760515
    Profile photo of Pétur Hans Pétursson
    Pétur Hans Pétursson
    Participant
    • Umræður: 25
    • Svör: 228

    Minni á að við í Litlunefnd verðum með myndakvöld á fimmtudaginn kemur kl 20.00 í félagsheimili okkar að Eirhöfða. Allir geta komið með myndir sýnar eða myndbönd ( á minniskúbb) og við kostum þeim upp á vegg og spjöllum um ferðina og þær næstu. Heit kaffi á könunni. Allir velkomnir.

    Litlanefnd.





    18.11.2012 at 21:59 #760517
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir Litlunefndarmenn.
    Þið þurfið að tala við formann húsnefndar í sambandi við myndakvöldið. Það á að vera kynning frá Heklu á næsta opna húsi 22.11.12.
    Kv. SBS.





    19.11.2012 at 10:02 #760519
    Profile photo of Viðar Þorgeirsson
    Viðar Þorgeirsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 44

    Þakka fyrir frábæra ferð. Veðrið/óveðrið og sérstaklega að leika sér á sandinum.





    20.11.2012 at 14:42 #760521
    Profile photo of Litlanefnd F4x4
    Litlanefnd F4x4
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 27

    Komið þið sæl.

    Myndakvöldið mun hefjast að lokinni kynningu þeirra Heklumanna klukkan 21:00 fimmtudagskvöldið 22. nóvember. Við hvetjum alla til að mæta klukkan 20:00 og fylgjast með mjög svo áhugaverðri kynningu frá Heklu og taka svo myndakvöldið eftir það.

    Til að gera myndasýningarnar markverðari, þá mælum við með því að þið farið yfir myndirnar, flokkið og takið frá þær sem eru lélegar, tvíteknar eða þið teljið af öðrum ástæðum eigi ekki erindi á myndakvöld.

    Bestu kveðjur í bili, Litlanefndin





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.