Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Litlanefnd – nýliðanefnd
This topic contains 59 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.10.2007 at 15:45 #200954
Ég verð að viðurkenna að það fauk svol¡tið ¡ mig þegar ég las fréttatilkynninguna frá nýskipaðri litlunefnd. Í lögum klúbbsins er hlutverk litlunefndar skilgreint til að sinna ferðalögum og kynningarstarfi fyrir eigendur minna breyttra jeppa og skipuleggja ferðir sem henta þeim sem og öðrum félagsmönnum.
Það er mitt mat að hvorki nefndarmenn eða stjórn klúbbsins, upp á sitt einsdæmi, geti breytt hlutverki nefndarinnar heldur þurfi aðalfundur klúbbsins að samþykkja áður breytingar á lögum hans þar að lútandi.
Hins vegar eru hugmyndir nefndarmanna um nýliðanefnd athyglisverðar og ég styð að stjórn klúbbsins hugi að stofnun nýrra nefndar með þær að leiðarljósi.
Kristján Kristjánsson. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.10.2007 at 23:11 #599762
Þá langar mig að spyrja þig Dabbi… finnst þér í lagi yfir höfuð að nefndarmenn geti sjálfir ákveðið að reka samnefndarmann sinn (nefni ekki nefndina) Því að ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að það hafi staðið til ef að nefndarmaðurinn hefði ekki sjálfviljugur hætt. Hver má hvað?
Spurningin hvort að stjórnin hafi heimild til að fara fram á að einhverjum sé vísað úr nefndinni þá fyndist mér eðlilegra að ef að stjórnin meti það sem svo að það eigi vegna einhvers alvarlegs hlutar að vísa einhverjum úr nefndum… þá á hún sjálf að sjá um það en ekki koma því yfir á aðra.Ég vona að þetta svari forvitni þinni.
Kv. stef.
15.10.2007 at 23:51 #599764Einhvernvegin finnst mér gleymast í þessari umræðu að það er fullt af fólki sem ekur um á óbreyttum eða lítið breittum bílum án þess að vera einhverjir nýliðar í fjallamennsku.
Mér finnst oft í gangi einhver hroki gagnvart þeim sem sem kjósa af ýmsum ástæðum að aka um á svona "ómerkilegum" bílum en vilja samt gjarnan ferðast á fjöllum. Það voru í gangi hérna ekki fyrir löngu umræður þar sem menn töluðu um í að því að virtist fullri alvöru um að það ætti að setja reglur um hvað stórum dekkjum menn þyrftu að vera til að fá að fara á fjöll að sumri til !!!
Var það ekki einmitt svona sjónarmið sem voru ein af ástæðunum fyrir því að Litlanefndin var stofnu ekkert síður en að vera vettfangur fyrir nýliða?
16.10.2007 at 00:01 #599766þetta verð ég að segja að var mjög góður punktur hjá þér , það er auðvitað rétt að jú Stjórn er Stjórn as in æðsta ráð viðkomandi samtaka kosið af félugum samtakanna.
En með að nefndarmenn reki samnefndarmenn finnst mér í raun ekki í lagi nema viðkomandi hafi brotið þeim mun verra af sér! og fyndist mér þá að stjórn yrði látin vita af viðkomandi broti og ákvörðun tekin í samráði þar.
En hver er mælikvarðinn á brotinu??
nú var talað um ummæli nefndarmanns á netinu sem orsök fyrir brottrekstri, er það nóg að segja einhverja vitleysu á vefnum til að gerast brottrækur úr nefnd???
ég hef aldrei vitað af neinum mörkum félagsmanna um skrif á vefnum, þó veit ég vel að þegar maður er í nefnd (og bara yfir höfuð) á að koma almennilega framm á vefnum sem og öðrum stöðum enda annað bara rugl.Tek það framm að ég er hvorki að taka stöðu stjórnar né fyrrum nefndar né neins heldur bara að forvitnast fyrir sjálfann mig!. Einnig veit ég ekki hvaða ummæli þetta eru sem urðu fyrir þessum brottrekstri (enda tíma sem ég hef eytt á síðunni minnkað á umræddu tímabili)
Kv Dabbi með spekúleringarnar
16.10.2007 at 01:03 #599768Ég vil nú þakka Addakr. Fyrir það að útskýra fyrir okkur hvernig málin horfa frá hans bæjardyrum, takk. Ég hef jafnframt furðað mig á viðbrögðum stjórnar… eða skort á þeim.
Einar ég get ekki verið meira sammála þér með þennan punkt að þó að fólk eigi óbreytta jeppa að það sé ekki þar með sagt að þeir hafi þá aldrei ferðast. Því kom það mér á óvart hversu niðrandi (að mér fannst) litlunefndarmaður gat talað um væntanlega þátttakendur í ferð sem að þeir voru að standa fyrir sjálfir. Þarna er gefið í skyn að hinn almenni jeppaeigandi sé með öllu ósjálfbjarga á þjóðvegi 1.
,,Hvað varðar að láta nefndarmanneskju fylgja hópnum austur fyrir Selfoss er nauðsynlegt því hvað sem er gæti komið upp á leiðinni, bílar bilað og svo framvegis. Hvað á þá að gera, sérstaklega í ljósi þess að margir hverjir sem ferðast með Litlunefndinni eru að ferðast sínar fyrstu jeppaferðir og kunna lítið sem ekkert til verka á bilaða jeppa. Og jeppar geta líka bilað á þjóðvegi 1.,, https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … erdir/9885Hvað varðar útkomuna úr þessari ferð þá endaði það þannig að einn nefndarmeðlimurinn leiddi annan nefndarmeðlim yfir Krossá upp á móti straumi og þar með fór vélin hjá honum. Það var lán í óláni að þetta voru nefndarmennirnir sjálfir sem að sáu alfarið um þetta sjálfir. Get ég því miður ekki skrifað þetta á neitt annað en reynsluleysi þeirra. Sem að voru jú ein rökin fyrir vantrausti. Ég er þó ekki að segja að það eigi allir að vera hnoknir af reynslu heldur að átta sig frekar á takmörkum sínum, því við höfum þau öll, og sækja þá í reynslu reyndari manna og fá þá til að aðstoða sig og læra af þeim.
Hvað varðar ummæli á netinu sem varðar ástæðu til vísunar úr nefnd þá hef ég alla vega ekki komið auga á þau og tel þær forsendur á ákaflega gráu svæði.Kv. Stef..
16.10.2007 at 02:20 #599770Sú ferð sem þú ert að vitna í eru fyrir nokkrum breytingum síðan en með hópleiðun á áfangastað var aðalmálið að ef að menn vildu fara saman í hóp á leiðarenda þ,a,s þeir á laugardeginum og viðkomandi sem fór á föstudegi gaf uppl ef einhver vildi fara í samflot sem og til apð tilkynna hvenar nefndarmaður kæmi á staðinn svo fólk vissi hvar á svæðinu slúttið væri, en svo nefniru krossáarævintýrið en það er alveg rétt það var tómt klúður en það sem verið er að tala um í þessum þræði er síðasta stjórn litlunefndar sem fékk að heyra það á fundinum eftir setursferð og þá var talað um vanhæfni og reynsluleysi, en nú er það þannig að ég drekkjandi í krossá kom hvergi nálægt setursferðinni enda búinn að segja mig frá störfum hennar vegna anna og annara hluta og nýr maður tekinn við í minn stað í nefndinni, því er ekki alveg hægt að tengja reynsluleysi mitt við (ef það er það sem þú átt við) við það sem gekk á í kringum setursferð s,l þar sem ég var þar fjarri góðu gamni.
einnig að þrátt fyrir að ég hafi elt viðkomandi nefndarmann í ánna á móti straum er hart að segja að þar komi vanhæfni eða reynsluleysi endilega við því öllum verður á og kannski er gaman að taka framm að sá sem ég elti á móti straum hann elti annan á jafn stórum dekkjum sömu leið á móti straum, Það er kannski hægt að líkja þessu við beljurnar að þegar ein mígur míga þær allar:D
þó vill ég taka framm að ég er ekki endilega að segja að ég sé neitt reyndari en ég er en hins vegar má greina muninn á vanhæfni/reynsluleysi og plain óhappi.
(ekki það að musso drukknaði líklegast bara vegna heimskulegra staðsetningar loftinntaks enda ekki áin nema rétt ökkladjúp:D)
en hvað um það, reynslulaus verður ekkert nema reynslunni ríkari:D
Kv Dabbi
16.10.2007 at 06:29 #599772Það er rétt hjá þér Einar,það var eitt höfuðmarkmið Litlunefndar að vera vettvangur fyrir eigendur lítið og óbreytta bíla til að skipuleggja og fara í ferðir allt árið um kring,það var eins og þeir muna sem þátt tóku í stofnfundinum(þar varst þú á meðal) sá vettvangur sem henni var ættluð.og aftur er það mál komið á byrjunarreit,ættli það verði ekki bara að finna nýjann flöt á því máli svo það haldi áfram,það er eins og Skúli bendir réttilega á vandasamara og að ýmsum fleirri þáttum að hyggja en ef farið er á 38" bílum eða meira breyttum.
Kv Klakinn
16.10.2007 at 14:23 #599774Ef ég skil málið rétt er þá niðurstaðan þessi:
1. Litlanefndinn dó og hennar starfsemi er þar með lokið sem er slæmt má fyrir eigendur lítið breyttra og óbreyttra bíla sem vilja ferðast undir merkjum 4×4. Þeir eru semsagt komnir á byrjunarreit aftur.
2. Stofnuð var ný nefnd til að halda utanum nýliðaferðir sem er gott mál fyrir nýliða hvort sem þeir eru á óbreittum eða mikið breittum bílum.
Ég veit að í sumum tilfellum skarast þessi tvö mál en finnst samt að eigendur "litlu" bílanna hafi verið skildir eftir úti í kuldanum.R 156
16.10.2007 at 14:36 #599776Eigendur litlubílanna eru 30,1% skv, könnuninni á forsíðunni þe 29"-37" dekk, (142 atkvæði talin)
Eigendur 44" + eru 28,8% skv könnuninni.
Þetta fynst mér vera soldið stórt hlutfall til þess að skilja eftir úti í kuldanum eftir fyrsta vetrardag eins og sumir vilja.
kv, Bergur (eigandi lítils bíls sem er bara á 35").
16.10.2007 at 15:00 #599778Dóttir mín hringdi í mig áðan og spurði hverju hún ætti að ráðleggja vinnufélaga sínum sem var að fá sér óbreyttan jeppi en langaði að læra hvernig best væri að ferðast um hálendið, því það var ástæða hennar fyrir kaupum á þessum bíl.
Ég verð að segja að mér vafðist tunga um tönn. Þessar ferðir sem litlanefndin hefur skipulagt hafa verið mjög vinsælar og ég hef ekki heyrt annað en miklar ánægjuraddir þeirra sem farið hafa með þeim. En allt í einu er hún ekki til lengur, búið að jarðsyngja hana. Hvert á ég þá að snúa svona fólki sem heyrt hefur um gott starf 4X4 í ferðum og kennslu á fólki sem er að byrja í þessu sporti ??.
Eftir smá fum og fát tók ég sénsinn og sagði henni að skrá sig í klúbbinn þó það væri ekki fyrir annað en alla afslættina sem við fáum fyrir félagsaðildina.
kv. vals.
16.10.2007 at 15:48 #599780Ef það er málið að hér með standi klúbburinn ekki lengur fyrir ferðum að vetri til fyrir minna breytta bíla þá er auðvitað missir af því. Eins og ég sagði hér að ofan er það mitt mat að Litla nefndinn hafi unnið verulega gott starf. Hins vegar má benda á að það er í sjálfu sér engin sérstök nefnd sem sér um ferðir fyrir 38+. Megin hlutverk klúbbsins er ekki (eða hefur ekki verið) að standa fyrir ferðum heldur að vinna að hagsmunamálum jeppaeigenda og að vera vettvangur þar sem jeppaeigendur kynnast. Margir kynnst ferðafélögum í gegnum þetta starf og það er alveg hægt að fara á fjöll án þess að það sé formleg ferð skipulögð af 4×4. Þetta þarf því engan vegin að þýða að eigendur minna breyttra bíla eigi ekkert erindi í klúbbinn, það er alveg fráleitt. Skipulagðar ferðir eru bara smá krydd í starfið, en ekkert aðalmál, og yfirleitt fara menn flestar sínar ferðir undir öðrum merkjum en merkjum klúbbsins. Sama hlýtur að geta gilt þar um alla, óháð dekkjastærð. Nýliðaferðir aðeins undantekning frá þessu þar sem þær þjóna ákveðnum tilgangi sem slíkar. En ef menn eru ekki nýliðar og komnir með einhverja reynslu hljóta þeir fjandakornið að geta farið á fjöll að eigin frumkvæði.
Hins vegar vona ég að þau sjónarmið séu ekki að verða ríkjandi innan klúbbsins að bílar á minni dekkjum en 38 tommum eigi ekki erindi út fyrir bæjarmörkin eftir fyrsta vetrardag, það er í lagi að segja svoleiðis í gríni, allt í lagi með smá kaldhæðni, en ég vona að enginn standi á þeirri meiningu.
Kv – Skúli
16.10.2007 at 16:39 #599782Það er einmitt vandinn Skúli að það eru ferðirnar sem skipta máli. Nú er það þannig að það er til nóg af fræðsluefni um jeppaferðir á Íslandi – bæði á vefnum og í góðum bókum sem hafa verið gefnar út. Eins stendur Arctic Trucks fyrir myndarlegum námskeiðum fyrir afar lítið fé fyrir þá sem vilja….
Hinn almenni Jeppaeigandi á 33" eða 35" jeppanum sínum þarf ekki endilega á því að halda að vera mataður af visku á námskeiði (þó það sé gott með) þú þarft að læra hlutina með því að gera þá… Og þar kom litladeildin gríðarlega sterk inn.
Það verður því mikill missir fyrir starfið í klúbbnum ef að ekki verður boðið upp á dagsferðir fyrir minna breytta bíla líkt og gert var í fyrra – slíkar ferðir eiga að mínu mati að vera mánaðarlega, auglýstar í fjölmiðlum og fríjar fyrir félagsmenn.
Það er nefnilega þannig að allir þeir sem eiga 35" jeppa og eru ekki í klúbbnum þekkja ekki endilega einhvern í klúbbnum og/eða vanan fjallaferðum sem er tilbúinn að leiðbeina viðkomandi í fyrstu skiptin – – og það þurfa allir leiðbeiningar til að byrja með, mistökin í þessu sporti eru of dýr.
Sem dæmi um þetta þá hefur stór hópur vinnufélaga beðið mig um aðstoð við að skipuleggja svona ferð fyrir minna breytta bíla, þannig að það er að mínu mati heilmikil þörf fyrir svona ferðir… Kannski Jeppaklúbbur Útivistar gæti tekið á þessu…..
En það hefur því miður verði þannig ( að mínu mati) að litladeildin hefur frá stofnun mætt ótrúlega miklu mótlæti og andstöðu ákveðinna þekktra einstaklinga í klúbbnum. Kannski hefur sú andstaða einkum beinst að þeim er setið hafa við stjórnvölin í deildinni en líka hefur mér þótt skýna í gegn að sumir félagsmenn vilji ekki sjá skipulagningu ferða almennt og þá ekki fyrir minni en 38" dekk – þetta þykir mér og hefur alla tíð þótt miður og ekki vera hugsað klúbbnum til framdráttar.
Benni
16.10.2007 at 17:24 #599784Þó í veinandi millikassa ????.
Ég get tekið undir hvert orð sem Benni segir og jafnframt bent Skúla á hans eigin orð varðandi "litlubílana"það þarf meiri skipulagningu í ferðir litlubílana þeir eru háðari veðri og aðstæðum,en 38" og þar yfir og þess vegna erfiðara að kalla í slíkar ferðir með litlum fyrirvara.
Ég held að það væri ráð núna að stefna í dagsferð í nóv ef 2 eða fl væru til í að koma að því með mér að halda utanum slíka ferð,væri gaman að fá fram áhuga á slíkri ferð emailið mitt er laugi@simnet.is og væri gaman að heyra frá ykkur sem hafið áhuga og skoða grunninn fyrir þessu.
Kv Klakinn
16.10.2007 at 17:28 #599786Það kemur hvergi fram í lögum 4×4, að eitt að markmiðum 4×4 sé að skipuleggja ferðir fyrir félagsmenn. Ég hafa alltaf sagt að 4×4 sé ferðaklúbbur, en ekki ferðafélag, og það sé ekki aðal málið að standa fyrir skipulögðum ferðum, heldur hagsmunagæsla svo við getum ferðast áfram á fjöllum.
Eins sé ég ekki af hverju eigendur lítið breyttra bíla geti ekki ferðast lengur. Fyrir flestar helgar á vetrunar eru menn að rotta sig saman á vefnum, sumir mikið breyttir og aðrir minna breyttir. Ef menn eru virkilega svo ósjálfbjarga, að geta ekki gert neitt nema það sé eitthvað voðalegt skipulag í gangi, er mér mikið brugðið. Vefurinn er að koma mjög vel út fyrir þá sem eru að leita sér að ferðafélaga við hæfi, og auðvita eiga menn að nýta sér þann möguleika.
Svo ættu menn að ferðast meira og tuða minna.
Góðar stundir
16.10.2007 at 17:43 #599788Hérna er vitnað aðeins í lög 4×4.
1. grein.
Félagið heitir Ferðaklúbburinn 4×4 og hefur aðsetur í Reykjavík. Ferðaklúbburinn 4×4 er félag áhugamanna um ferðalög og búnað fjórhjóladrifsbifreiða.
2. grein.
Markmið félagsins eru:
. Að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum.
. Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd.
. Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við viðkomandi yfirvöld.
. Að efla þekkingu félagsmanna á öllu því er við kemur útbúnaði fjórhjóladrifsbifreiða og ferðalögum um byggðir og óbyggðir landsins.
. Að efla tengsl og kynni félagsmanna.Lög um litlunefnd. Ég veit ekki betur en sú nefnd hafi starfað ágætlega eftir þessum lögum.
6. Litla nefndin. Hlutverk nefndarinnar er að sinna ferðalögum og kynningarstarfi fyrir eigendur minna breyttra jeppa og skipuleggja ferðir sem henta þeim sem og öðrum félagsmönnum. Kjósa skal 5 menn í hana.
Hér kemur fram hvað skal gera þegar nefndarmaður hættir í nefnd.
10. grein.
Stjórn félagsins er heimilt að stofna til annarra nefnda en taldar eru í 9.gr. og jafnframt að fela fastanefndum sérstök verkefni önnur en þar er tilgreint. Allar nefndir skulu kjósa sér formann. Hætti kosinn nefndarmaður störfum í nefnd þá tilnefni þeir sem eftir sitja í nefndinni varamann í hans stað.Smá innlegg í umræðuna.
Góðar stundir
16.10.2007 at 20:54 #599790Ég er einn af þeim sem kom nýr í klúbbinn í fyrrahaust og átti þá Daihatsu Ferosa jeppa á 33" dekkjum og fannst mér sem ég hefði himinn höndum tekið þegar ég kynntist litludeildinn og dreif mig strax í ferðir með þeim. Ekki man ég nákvæmlega hver (innan klúbbsins) stóð að kynningar kvöldi sem var haldið í gúmmívinnustofunni uppá höfða en þar lærðum við að hníta hnúta og tappa dekk og svo framvegis. Á þessum tíma var snilldarlega staðið að öllum hlutum og minnistæðast er ferðin í Árbúðir þar sem Kjartan og Stefán (trúður) sáu um farastjórn og var meðal annars reynt að kíkja inní setur á laugardeginum en snúið var við undir loðmundi og takið eftir því að þar voru fremstir tveir bílar að bíða eftir restinni sem var að hjakka í erfiðu færi. það voru ferosan og 31" cherokee. Ekki voru nú vandræðin með litlu bílana í þeirri ferð. Á sunnudeginum var kíkt uppá langjökul uppúr skálpanesi í frábæru veðri en þungu og var það geggjuð upplifun. Síðan stækkaði ég aðeins frá ferosunni og var kominn á 42" Bronco þegar ég skellti mér í dags ferð með litludeildinn ( já litludeildinni ) og lenti í miklu æfintýri sem er kallað í dag krapaferðin mikla sem sonur minn 11 ára er mikið tíðrætt um enn þann dag í dag. þar lærði ég mjög mikið ( ég var jú enn nýliði þó dekkin hefðu stækkað) og kynntist fleiru fínu fólki og þar á meðal Lauga. Í þeim túr breyttist skindilega færðin á stuttum tíma og var mikið bras með minnst breyttu bílana en menn töku saman höndum og hjálpuðust að við að redda málunum. En það sýndi sig að með góðri fararstjórn og stórum bílum með er ekkert því til fyrirstöðu að óbreyttir bílar ferðist á fjöll að vetri til og er í raun ekkert mál að halda því áfram. Mér gremst þetta tal um að menn geti rottað sig saman á litlu bílunum og ferðast saman þannig því að við erum jú félagsskapur og sýnist mér margir vera tilbúnir að halda áfram með svona ferðir fyrir óbreytta bíla því ef eitthvað kemur uppá í ferð er bara tekið á því og unnið úr málunum. Laugi, þú getur bókað það að ég er til í að takast á við aðra svona ferð hvenær sem er með þér á mínum 44" breytta 25 ára gamla lc 60 þótt það heiti litludeildarferð því ég á ennþá ýmislegt ólært.
Það má alls ekki leggja þessa nefnd niður og hana nú ( sagði hænan og lagðist á bakið).
16.10.2007 at 21:30 #599792Ég er til í að koma með þer Klaki í ferð í nóv. Ekkert mál.
16.10.2007 at 22:00 #599794Það er nú svo gaman að segja frá því að ég er sammála öllum síðustu mælendum hér, þar með andmælendum mínum, allavega að nokkru leyti. Það er örugglega eftirspurn eftir ferðum yfir vetrartímann fyrir minna breytta bíla og örugglega líka fyrir meira breytta bíla. Benni segir, það þurfa allir leiðbeiningar til að byrja með og það er alveg hárrétt og klúbburinn hefur vissulega hlutverk í því (þar erum við jú að tala um nýliða). Það er mikil þörf fyrir nýliðaferðir og einhverjar þeirra þurfa að vera sniðnar að minna breyttum bílum. Fyrri stjórn litludeildarinnar tók þá stefnu að einbeita sér að dagsferðum og þó ég hafi haft aðeins efasemdir fyrst þegar ég heyrði þá hugmynd þá sannfærði Laugi mig fljótt um réttmæti hennar og þátttakan sýndi að það var rétt. Og reyndar töluverð þátttaka fólks á 38+.
Mitt point er hins vegar að klúbbstarfið getur virkað á sama hátt fyrir menn á litlum og stórum dekkjum og REYNDIR eigendur 29-35 tommu jeppa geta skipulagt sínar ferðir sjálfir rétt eins og þeir sem nota stærri dekk. Það er rétt Laugi, þeir þurfa að skipuleggja sig öðruvísi, leggjast betur yfir veðurspá og aðstæður og hafa meira svigrúm í sínum plönum. Þeir úr þessum hóp sem eru komnir með sæmilega ferðareynslu þurfa enga endalausa handleiðslu og gera þetta örugglega best sjálfir. Sumum vantar kannski eitthvað upp á, svosem staðbetri rötunarkunnáttu (og þá meina ég ekki bara að kunna á GPS svo ég komi því að) eða landafræði og þá eru námskeiðin góð. Í öðrum tilfellum eru það ferðafélagar sem vantar og þá hefur vefurinn einmitt verið að virka vel eða bara mæta á fundi, kíkja á opin hús á fimmtudögum og taka þátt í starfinu.
Það sem gert hefur verið innan klúbbsins í skipulagningu ferða er gott, bæði nýliðaferðir og þessar mánaðarlegu dagsferðir Litlu nefndarinnar voru frábært framtak. Ég er ekki að mæla því mót, þó vissulega sé rétt sem Hlynur bendir á að þetta er ekki skilgreint sem megin hlutverk klúbbsins. En þegar menn fara að tala um að eigendur bíla undir 38 t séu útilokaðir úr klúbbstarfinu og eigi ekkert erindi í klúbbinn ef þeir fá ekki sérmeðhöndlun, þá finnst mér umræðan komin á villigötur. Ef menn skoða málið vel sést að það er mjög lítið skipulagt sérstaklega fyrir stærri jeppa, eiginlega varla meira en 1-2 ferðir á ári. Ég tel mig samt fá heilmikið út á félagsaðildina, jafnvel þó ég láti flestar þessara ferða framhjá mér fara. Og þá er ég ekki bara að tala um afslættina.
Og svona að lokum. Laugi mér líst vel á hugmyndina hjá þér að skella upp ferð, væri jafnvel til í að taka þátt í þessu með þér ef tímaramminn leyfir.
Kv – Skúli
16.10.2007 at 23:51 #599796Mér finst það flott að standa fyrir ferðum þegar færi gefst og fínt þegar reinslu boltar eins og Skúli gefa kost á sér í slikt og ég skal koma með ykkur ef ég get og hjálpa til með það sem þarf að gera.
En eitt verður að passa að keira ekki slíkt til höfuðs þeim sem eru teknir við nemdinni heldur þvert á móti að vera í samráði við þá ef þeir eru með eitthvað á prjónunum sem farið getur saman.
Litlanemdin verður ekki lögð niður það held ég að alveg sé ljóst.
Þó að verði nafna breyting breytir það ekki markmiði starfsins.
Mig langar til að minna þig á það Laugi minn að við ræddum það á sýnum tíma að breyta nafhinu á nemdinni vegna ákveðinnar ímyndar sem við vorum í vandræðum með og ég stakk upp á að hún yrði kölluð nýliðanemd.
En það komst aldrei svo langt að þetta væri gert.
Nú Spir ég er þetta ekki bara í lagi? af hverju allan þennann hávaða og læti var bara ekki komið að þessum tímamótum.
Það verða sjálfsagt breitingar með nýjum mönnum en ég held að þeir verði fljótlega varir við að ef ferðir verða ekki hafðer með í ríkum mæli í prógramminu kemur þetta ekki til að virka eins og upp er lagt með.
Kv. S.B
17.10.2007 at 00:15 #599798Það hefur sjaldan orðið ágreiningur okkar á milli um málefni klúbbsins því í grunninn viljum við það sama,en í ljósi reynslunnar þá er það nú einu sinni svo að allar vetrarferðir klúbbsins eru miðaðar við mikið breytta bíla og ef minni dekk eru leyfð er það tekið sérstaklega fram,en það er líka rétt að viðhorf flestra hvað þessi mál varðar hafa verið að breytast á síðastliðnum 4 árum og er það hið besta mál,og rétt skal vera rétt þú studdir vel við bakið á okkur og kom sá stuðningur okkur virkilega vel.
En Skúli ég hef ekki heyrt neinn hérna á minni dekkjunum fara fram á sérmeðferð heldur einungis að vera jafnfætis öðrum í klúbbnum og að því starfi sem haldið hefur verið úti með ágætis árangri og sannað gildi sitt trekk í trekk,verði haldið áfram.
Það var ein megin regla okkar í Litlunefndinni að fara yfir starfið á hverju ári og endurskoða það og taka á þeim vanköntum sem við fundum(naflaskoðun heitir það víst)ég persónulega var farinn að hallast að því að dagsferðir væru ákjósalegasti kosturinn,í þær komu flestir,við settum fram ákveðnar skoðanir á því hverskonar bílar gætu talist gjaldgengir og settum það inn á netið til þess að fá fram skoðanir annara á málum og svona mætti lengi telja,þannig að starfið í nefndinni var lifandi og í stöðugri skoðun,
Dagsferðir c 1 á mánuði þar sem nýjir og notaðir félagar mættu sumir í sína fyrstu ferð aðrir að prufa bílinn eftir viðgerð/breytingu aðrir bara að skreppa með familiuna á sínum fullbreytta bíl með öllum græjum eða hvaða ástæðu sem menn höfðu fyrir sinni þáttöku í ferðinni,virka sem vítamínsprauta í félagslífið ásamt því að hrista saman ólíka hópa,fólk að sjá hvaða græjur þarf að hafa,hverjar virka í raun og hvernig á að bregðast við aðstæðum,affelgum,götum á dekkjum,hvaða loftþrýstingur hentar viðkomandi bíl best,hvaða tegund af spotta virka og sjá það af eigin raun,þessi listi er líka endalaus.
Það sem er mest um vert er að eigendur lítið eða óbreyttra bíla fundu þarna vettvang til að koma inn í felagsstarfið,sjáið bara Benna á 4 árum úr 35" Pajero í 49" Ford með viðkomu í formannsembættinu.
Námskeið helgar eða dags kosta mikla vinnu og væntanlega kostar það eitthvað að mæta á slíkt til þess að það standi undir sér.
Ég persónulega hef marg sagt að nýta ætti opið hús á svipaðann hátt og spottakvöldin sem voru að trekkja að,innann klúbbsins er til staðar öll sú þekking sem þarf og myndi glæða starfið og efla aðsókn ef opið hús yrði virkjað á þennann hátt.ég er til dæmis handviss um að þekking þín á vetrarferðum og notkun landakorta nýttist vel á slíkum kvöldum sem koma mætti á framfæri á aðgengilegan hátt.
Nota dagsferðir til að þétta þessa kennslu eða hvað nafni menn vilja kalla það,það situr í fólki og það lærir ansi fljótt hvaða græjur á að koma sér upp fyrst og hvað má bíða,og lærir fyrr að takast á við aðstæður sem skapast oftast óvænt.
Þannig að ég neita alfarið þessari kenningu að að verið sé að krefja um eitthverja sérmeðferð fyrir 35" og minna,þessar ferðir nýtast öllum,efla fégagsstarfið og andann ásamt því að laða að nýja meðlimi,fyrir utan að vera vettvangur fyrir "Litlubílana"
Og a því að Stefán setti þarna inn athugasemd varðandi nafnið á nefndinninni,þá er það ekki nafnabreytingin sem skiptir máli heldur áherslubreytingin sem verið er að fjalla um.
Og svona í framhjá hlaupi þá finnst mér allt í góðu lagi að taka svona snúning á síðunni svo lengi sem menn halda sig við málefni og færa rök fyrir máli sínu,en forðist að vega að persónum,það er að mínu mati rökleysa.
Kv Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.