Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Litlanefnd – nýliðanefnd
This topic contains 59 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.10.2007 at 15:45 #200954
Ég verð að viðurkenna að það fauk svol¡tið ¡ mig þegar ég las fréttatilkynninguna frá nýskipaðri litlunefnd. Í lögum klúbbsins er hlutverk litlunefndar skilgreint til að sinna ferðalögum og kynningarstarfi fyrir eigendur minna breyttra jeppa og skipuleggja ferðir sem henta þeim sem og öðrum félagsmönnum.
Það er mitt mat að hvorki nefndarmenn eða stjórn klúbbsins, upp á sitt einsdæmi, geti breytt hlutverki nefndarinnar heldur þurfi aðalfundur klúbbsins að samþykkja áður breytingar á lögum hans þar að lútandi.
Hins vegar eru hugmyndir nefndarmanna um nýliðanefnd athyglisverðar og ég styð að stjórn klúbbsins hugi að stofnun nýrra nefndar með þær að leiðarljósi.
Kristján Kristjánsson. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.10.2007 at 16:10 #599682
Ég verð nú að vera sammála Kristni að það gengur ekki að breyta frá lögum klúbbsins án þess að bera slíkt undir aðalfund og þar með almenna félagsmenn.
Hlutverk litlunefndar er algerlega skýrt í lögum og þarf ekkert að velkjast í neinum vafa þar :
6. Litla nefndin. Hlutverk nefndarinnar er að sinna ferðalögum og kynningarstarfi fyrir eigendur minna breyttra jeppa og skipuleggja ferðir sem henta þeim sem og öðrum félagsmönnum. Kjósa skal 5 menn í hana.
Hins vegar er hugmynd um nýliðafræðslu jákvæð og gagnleg – en spurning hvort starf slíkrar nefndar verður með tímanum nokkuð meira en núverandi nýliðaferðir sinna.
En það að ætla að leggja litlunefndina niður í núverandi mynd með þessu finnst mér ekki hægt – enda klárt brot á lögum klúbbsins.
Benni
12.10.2007 at 16:28 #599684Mér skyldist að þessir þrír fyrrverandi nefndarmenn sem hættu í nefndinni hafi gert það vegna leiðinda frá stjórn. Leiðinda sem lýsa sér meðal annars í vantrausti. Talið var af stjórninni að þáverandi nefndarmenn væru ekki nógu reyndir til að halda út nýliðaferðir, og þeir sögðu sig sárir og reiðir úr nefndinni. Einnig verð ég að setja út á að bara séu valdir 4 en ekki 5 menn í nefndina.
Haffi H-1811
12.10.2007 at 16:29 #599686Það má ekki breyta hlutverki nefnda nema að það sé borið undir aðalfund. Ég vona að litlanefnd starfi áfram eins og hún hefur gert.
12.10.2007 at 17:24 #599688Ég er viss um að þeir vösku aðilar sem tóku þetta að sér ætla ekki að vanrækja lögbundið hlutverk sitt.
12.10.2007 at 17:36 #599690Ég legg til að nefndin verði kölluð Litla nýliða nefndin fram að aðalfundi , þá ætti formsatriðum að vera fullnægt. Mitt mat á áður nemdu nýliða ferðum er frekar dapurt og sumar hverjar ekkert haft með nýliða að gera heldur eitthvað ego flipp og hefðu alveg mátt missa sig. En sumar hafa þó skilað því sem til stóð. En þær hafa ekkert höfðað til óbreyttra og lítið breyttra bíla heldur þver öfugt vegna takmarka á dekkjastærð og erfiðu leiðarvali. Litla nefndin fór að vísu eina sem höfðaði til minni bíla. Mín framtíðarsýn á Litlu nefndinni var sú að hún myndi breytast eitthvað í áttina sem núverandi nefndar menn eru að fara og styð ég þá heilshugar í því. En til þess að þetta stangist nú ekki við lög félagsins þarf kannski að slípa þetta til aðeins og menn ættu ekki að standa í veg fyrir eðlilegri þróun innan félagsins með allskonar tilgangslausu bulli og kjaftæði það er búið að vera nóg af slíku gegnum árin og er mál að linni. Svo vil ég mælast til þess að menn komi með málefnalegar tillögur í þessu máli og hjálpi strákonum í þessu af heilhug.
Stefán Baldvinsson. R- 266
12.10.2007 at 18:19 #599692Ég verð nú að segja að þetta er vinkill sem að ég sá ekki fyrir, en eftir að hafa hugsað þetta þá fagna ég þessu því að mér finnst vera mikill metnaður í þessu.
Það sem að ég tek eftir í yfirlýsingu nýju stjórnar litlunefndar er að það er hvergi minnst á neina bíla eða stærð af dekkjum. Hvorki stóra né litla þannig að það er ekki verið að útiloka neinn. Þarna er talað um að sinna þörfum þeirra sem að eru nýir í klúbbnum (en nýir eru bæði á litlum og stórum dekkjum)… svo sem að vera með kynningarkvöld þar sem tekið er formlega á móti fólkinu og það kynnist þá í leiðinni. Það að mæta á opið hús sem (nýr) félagi og þekkja engan er álíka spennandi og að vera mættur á biðstofuna hjá tannlækninum.
Það eru ekki margir nýir að mæta þarna og stór hluti af þessum fáu kemur ekki aftur.
Ég hef einmitt haft mikinn áhuga fyrir fræðslu og námskeiðum innan klúbbsins. Það að nýliðaferðir sjái um þetta er ekki alveg rétt. Hversu vel staðið er að nýliðaferðum fer eftir fararstjórunum og er ég sammála Stebba í þeim efnum. Og ef að ég fer ekki í nýliðaferð þá er ekkert annað í boði.
Nýju nefndarmennirnir hyggjast bjóða upp á 2-3 ferðir á ári en taka það fram að starf nefndarinnar eigi að þróast og aðlagast. Og er ég viss um að þeir séu til í að skoða allar góðar hugmyndir. Þetta kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að fara áfram í ferðir með litla bíla. Mín skoðun er sú að þegar starfsáætlun er gerð fyrir næsta starfsár er um að gera að skella inn einhverjum ferðum fyrir litla bíla og fá þá ákveðna umsjónarmenn með hverri ferð fyrir sig og gæti þetta þá verið gert með samstarfi við nýliða nefndina.Kv. Stefanía R-3280
Sem að bíður eftir námskeiði í að velja (og vaða) rétta leið yfir ár.
–
P.s. hvernig kemst ég á svona kynningarnámskeið… veitir ekki af er svo illa kynnt…
12.10.2007 at 18:34 #599694Það er gott og blessað að koma á fót nýliðanefnd og leggja meiri áherslur á fræðslu en ferðir,þarft verk og löngu tímabært,en eins og nefndin skilgreinir hlutverk sitt þá hefur hún lítið með litlunefnd að gera ef nokkuð.
Hlutverk Litlunefndar er vel afmarkað í lögum félagsins og einnig í stefnuskrá hennar,og hefur stjórn enga heimild til að breyta hlutverki hennar til þess þarf aðalfund.
Stefnuskrá Litludeildar er vel mörkuð í stefnulýsingu hennar og eftir henni hefur verið farið,nánast í einu og öllu,
Á stofnfundi hennar í Mörkinni var starf hennar mótað,sem var svo þróað og komið í nokkuð fastmótaðar skorður,og árangur þess mældist í því að í hverri ferð voru ný andlit og má sjá sum af þessum andlitum bak við nöfn stjórnar og nefndarmanna núverandi og fyrrverandi ásamt því að framámenn í björgunarsveitum voru farnir að benda á hana í fréttum sem góðann kost fyrir þá sem vildu öðlast reynslu í jeppamensku í öruggum höndum 4×4.
Þetta og margt annað gerði það að verkum að Litlanefnd efldi starf klúbbsins verulega,með þessu er ég engvan vegin að kasta rýrð á þá sem skipa nýliðanefnd klúbbsins fjarri því,þeir eiga vonandi eftir að skila góðu verki og óska ég þeim alls góðs.En Litlanefnd er þetta ekki hvorki í orði né á borði.
Kveðja Klakinn.
12.10.2007 at 18:40 #599696Mér finnst það mjög góð hugmynd því að það eru ekki allir sem byrja í þessum klúbb sem eru á litlum bílum. Ég er einnig sammála Stefaníu þegar hún talar um hvernig það er að mæta á opið hús þegar maður þekkir engan. Eins og ég var farinn að sjá þessa Litlunefnd þá var þetta að verða vinahópur sem ferðast saman og þar sem menn voru farnir að stækka við sig bílana þá urðu ferðirnar eftir því, s.s ekki hægt að fara með nema að vera á 38" bíl eða stærri. Þannig var ég farinn að sjá þessa nefnd.
Ég styð því þessa nefndarmenn í þessu en hins vegar á og þarf aðalfundur að samþykkja reglubreytingar og nafna breytingar er varða klúbbinn.Kv
Snorri FreyrP.s
Svo má kannski fara að skoða það að fara að fækka nefndum, þetta er farið að verða eins og hjá hinu opinbera, eintómar nefndarsetur
12.10.2007 at 18:41 #599698Er þetta ekki svipað starf og hjálparsveitin er að vinna ? [url=http://www.f4x4.is/new/files/archive/Skipunarblad-Hjalparsveitar.pdf:2w0aeym5][b:2w0aeym5]hjálparsveit[/b:2w0aeym5][/url:2w0aeym5]
12.10.2007 at 19:32 #599700Andsvar við Snorra Frey.
Frá upphafi var það alveg skýrt að í ferðum Litlunefndar yrðu að vera með 38" breyttir og stærri,búnnir öllum þeim búnaði sem þarf til vetrarferða til þess að tryggja öryggi þeirra sem komu í ferðir hennar,Í nefndinni hafa alltaf verið eigendur 38" bíla.
Í hverri einustu ferð voru slíkir bílar 1 eða fl.
Í stofnskrá nefndarinnar er skýrt tekið fram að allar dekkjastærðir séu velkomnar í ferðir,þannig að þessi klisja um að nefndarmenn hafi verið meira og minna komnir á stór dekk og eigi ekki heima í Litludeild er góð skilgreining á þekkingarleysi þeirra er nota hana.
Í ferðinni sem var upphafið að Litlunefnd var allavega 1 á 44" 2 eða fl á 38" og þó nokkrir á 35".
Og svona til glöggvunar þá í þeirri fyrstu ferð var farið á Skjaldbreið.Ferð no 2 (no 1 sem Litladeild)var farið í Landmannalaugar aftur voru 38" bílar með og slatti af 35" og niður í óbreytta bíla eins og í fyrri ferð.
ferð no 3 Toppurinn á Mýrdalsjökli 27 bílar 44" 38" 35" og óbreyttir í meirihluta.
Ég held að ferðir fyrir óbreytta bíla gerist ekki erfiðari landslagslega séð,þó talaði enginn um það þá heldur voru stoltir af getu bíla sinna.
Á Langjökul voru 42 bílar frá 46" niður í landsfrægan Rav,góður dagur.
Svona má telja upp ferð eftir ferð,þannig að klisja no 2 lýsir á sama hátt vanþekkingu þeirra er nota hana.
Og að síðustu þeir sem tala um að litlanefnd hafi verið orðin að fámennri klíku sem illt var að komast inn í,lýsa að mínu mati best vannþekkingu sinni á ferðum og því hve nýliðun í ferðum var í raun hröð,stærsti hluti í hverri ferð voru nýliðar ýmist á nýkeyptum breyttum bíl eða óbreyttum.
Allar þessar upplýsingar eru til reiðu á spjallþráðum 4×4 ásamt myndasíðu bæði klúbbsins og einkasíðum.
Mér finnst gagnrýni eiga fullann rétt á sér og þeir sem fyrir henni verða að taka hana til skoðunar og nýta til jákvæðra hluta,en gera verður þá kröfu til gagnrýnenda að þeir hafi góðann grunn fyrir henni og setji sig vel inn í málin,gagnrýni sett fram á þann hátt getur að mínu mati ekki verið öðru vísi en jákvæð og uppbyggjandi,gagnrýni af öðrum ástæðum getur að sama skapi varla flokkast öðruvísi en sem niðurífandi.
Kv Klakinn
12.10.2007 at 20:06 #599702Var að fara inn á vefsíðu litlunefndar en hún virðist vera gufuð upp,nú spyr ég var myndefnið sem þar var fyrir geymt eða er búið að eyða því.
En ég vil óska þeim nefndarmönnum sem eru við stýrið nú í dag velfarnaðar á komandi vetri.
Myndir úr ferðinni á Skjaldbreið "Fjölskylduferð 31" og upp úr 1 feb 2004 sem markaði upphaf litlunefndar" úr myndasafni Alla [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/1615:1sqg89v8][b:1sqg89v8]hér[/b:1sqg89v8][/url:1sqg89v8]
Kv Dolli
12.10.2007 at 20:43 #599704Sæl öll sömul
Það var ekki við því að búast að allir hefðu sömu skoðun á þessum málum. Almennt sýnsit mér fólk þó vera jákvætt fyrir því sem við ætlum okkur og umræðan er málefnaleg.
Það er rétt að í lögum félagsins stendur [i:2hgjq9ie]"að Hlutverk nefndarinnar er að sinna ferðalögum og kynningarstarfi fyrir eigendur minna breyttra jeppa og skipuleggja ferðir sem henta þeim sem og öðrum félagsmönnum. Kjósa skal 5 menn í hana.[/i:2hgjq9ie]
Einnig stendur í skipunarbréfi nefndarinnar:[b:2hgjq9ie][i:2hgjq9ie]Hluti af starfi litlunefndar skal vera fræðsla til félagsmanna, t.d. með sérstökum námskeiðum sem haldin verði í tengslum við ferðir á vegum nefndarinnar. Nánari útfærsla á fræðslumálum skal vera í samráði við stjórn klúbbsins og aðrar nefndir.[/i:2hgjq9ie][/b:2hgjq9ie]
Þetta er líka akkúrat það sem við ætlum okkur að gera. Hingað til hefur aðal áherslan verið löggð á ferða þáttinn, en minni á kynningar þáttinn. Þetta er í raun það sem við hyggjumst breyta. Við ætlum ekki að hætta með ferðir fyrir lítið breytta bíla. Alls ekki. Ég vona líka að eigendur þeirra verði duglegir við að skipuleggja þær sjálfir. Mér sýnist það líka vera að gerast á vefnum okkar akkúrat núna.
Mér er ómöglegt að skilja hvernig hægt sé að lesa úr tilkynningunni að við ætlum að leggja Litlunefndina niður. það er alls ekki rétt. Við viljum breyta um nafn á henni, og munum leggja fram tillögu á næsta aðalfundi þess efnis. Ég get ekki séð að það stangist á við lögin, en ef svo er, förum við að sjálfsögðu eftir þeim.
Svo ég útskýri betur hvað við ætlumst fyrir með nýliðafræðslu, þá er hugmyndin sú að allir sem skrá sig í klúbbinn (bæði þeir sem eiga stór dekk og lítil) fái sent bréf þar sem komi fram að innan skamms verð þeim boðið á kynningarkvöld. Ekki bara þeim, heldur þeim og fjölskyldum þeirra. Þar verður farið í gegnum sögu klúbbsins, farið yfir helstu mál sem hann hefur unnið að, eins og t.d. náttúruvermd, tæknimál, skálamál, fjarskiptamál o.fl. Fólk fær einnig í hendur lesefni um þessi mál. Í framhaldi af þessum kvöldum verður svo boðið upp á ferðir. Við leggjum af stað með það að gera það í 3-4 skipti á ári. Fyrir ferðirnar verði boðið upp á bílskúrskvöld, svipað og hefur verið gert fyrir kvennaferðir, þar sem fólki verður boðið að tappa í dekk, nota drullutjakk og eitthvað fleira.
Við sem að nefndinni komum í dag erum alls ekki að gera lítið úr starfi fyrirrennara okkar. Síður en svo. Okkur Mér þykir aftur á móti eðlilegt að starf félagsins og nefnda þess sé endurskoðað öðru hvoru. Það er ekki meitlað í stein, er það?? Er ekki eðlilegt að prófa að fara nýjar leiðir öðru hvoru, og athuga hvort hægt sé að ná meiri árangri með öðrum leiðum?
Haldið endilega áfram málefnalegri umræðu og komið endilega með góðar hugmyndir.
Emil Borg
12.10.2007 at 21:15 #599706Mart má seija um starf litlunemd sem er að því bara góða.
Ég vona að þeir sem ættla að stjórna henni núna geri að
af bestu getu og verk þeira vera dæmd síðar hvernig tekst
til við skulum leifa þeim birja . ( einn sem er reinsluni ríkari
af ferðum með litludeild )kv,,, MHN
12.10.2007 at 21:43 #599708Eftir að hafa lesið upphafsorð fréttatilkynningar ykkar "Okkar hugmyndir ganga út á það að nefndinni verði breytt í nýliða- og fræðslunefnd og munum við því nota nafnið Nýliðanefnd til að leggja áherslu á þessa stefnu." legg ég þann skilning að það sé markmið ykkar að leggja Litlunefnd niður eins og hún er skilgreind í lögum klúbbsins.
Litlanefnd á að mínu mati vera vettvangur fyrir félaga klúbbsins sem eru á minna breyttum jeppum hvort sem þeir eru nýliðar eða ekki.
Það er rétt hjá þér að í skipunarbréfi nefndarinnar er lögð áhersla á fræðslu til félaga en ég vil benda á að hið sama kemur fyrir í skipunarbréfum fyrir aðrar nefndir klúbbsins.
Mitt álit er að lofið Litlunefnd að vera eins og frumkvöðlar hennar ætluðu henni að vera í starfi klúbbsins. Ef þið og stjórn klúbbsins hafið áhuga að auka nýliðafræðslu og hafa hana í föstum skorðum stofnið þá nýja nefnd, Nýliðanefnd, sem starfi að slíkum málum í samvinnu við aðrar nefndir klúbbsins. Það myndi ég heilshugar styðja.
Kristján Kristjánsson
13.10.2007 at 08:12 #599710Mér finnst ekki skipta neinu máli hvort nefndin heiti nýliða eða litla nefnd bara að það sé hlúð að þeim nýju félugum sem ganga í klúbbinn og þeim gert það fært að ferðast sjálfir og kynnast nýjum eldri ferðafélugum. Gott framtak hjá ykkur strákar að gefa ykkur tíma í þetta, það hafa eflaust margir verið um hituna að taka þetta að sér er það ekki.
13.10.2007 at 10:30 #599712ég vill meina að nýliðadeildin eigi nokkuð í land ef að taka á við verkum litludeildar, nú þau námskeið og hvernig nýliðadeild mun skv lýsingum starfa er auðvitað þarft verk innan klúbbsinns, nú hafa námskeið kynningir og þessháttar ekki verið mikið á yfirborðinu innan klúbbsinns undanfarið og því frábært framtak að taka á þeim málum og þá sérstaklega námskeið fyrir nýliða eins og bílskúrskvöld og eins og við öll vitum er innkoma á nyjum félugum í klúbbinn stór undirstaða jafnvægis í gengi klúbbsinns og jafnvægi hans, og finnst mér að ætti að vera í fyrstu verkum nýliðadeildar að gera t,d opið hús meira "user friendly" eða þ,a,s það er ekki auðvelt fyrir nýliðann að koma á opið hús þar sem oftar en ekki er sami hópurinn saman kominn (stundum ég þar innifalinn sjálfur) að ræða oftar en ekki jeppa og ferðatengd mál og stundum erfitt að koma sér inn í umræðuna þó maður þekki aðeins til þeirra manna/kvenna sem í umræðunni taka þátt, t,d alveg 2 opin hús sem tengdapabbi kom með mér sem er mikill jeppa og ferðaáhugamaður og honum hálf leiddist vegna þess að hann þekkti engann nema mig og var einhvernveginn ekki með í þeirri umræðu sem þá var og auðvitað spilar feimni líka þar inní, nú aftur á móti þegar hafa verið opin hús með einhverju að gerast, nefni ég t,d spottakvöld og biodiesel fyrirlestur hér um árið þá sáust ný andlit, og auðveldara var fyrir nýliðann að koma sér inní og vera með í umræðunni og því finnst mér að nýliðadeild ætti að leggja opin hús svolítið á sitt vinnuborð og jafnvel leggja vinnu í hvernig sé hægt að bæta þau.
en nú að litludeild, Litladeild hefur verið mjög öflug í að ná í nýja félaga á breyttum sem og óbreyttum jeppum (sjáum bara 42 bíla ferðina) og ef við segjum 42 bílar þar af 20 nýliðar sem aldrei hafa komið nálægt klúbbnum og af þeim koma 7-10 inn í klúbbinn með bros á vör (þó mjög gróflega reiknað og birt án ábyrgðar) og þetta reikna ég af einni ferð sem var innan litludeildar og voru allir þeir sem ég tala við í þessari ferð mjög ánægðir með getu bíla sinna, aðstoð félaga og nefndarmanna 4X4 og var þetta frábær dagur á fjöllum. Næu litladeild hefur verið mjög öflug í að halda ferðir fyrir óbreytta bíla og aðstoða þá og hef ég einnig verið þáttakandi í mörgum ferðum hennar (reyndar á vegum fyrri nefndar þó það breyti ekki) og alltaf allur útbúnaður og þjónusta við nýliða til fyrirmyndar (meirasegja Erlend:D) þó hefur vantar örlitla ábót á "skóla"starf hennar eða námskeið og þess háttar en það var ekki hægt að biðja um það vegna mikilla vinnu nefndarmanna við að halda öllu hinu úti. En það að segja að litladeild hafi verið orðin fyrir 38"+ bíla er bull rugl og vitleysa, þó að hafi alltaf verið einhverjir meira breyttir bílar í ferðum þeirra (og ég sjálfur á 38" bíl) þá hafa alltaf verið litlir bílar, meirasegja í krapanum mikla og tók ég eftir þá áður en ég skildi við hópinn til að halda áfram að mikil vinna var lögð í að leggja mönnum með minni reynslu lið og talaði ég við nokkra nýliða í þeirri ferð (sem ég hef gert í flestum litludeildarferðum) og voru menn yfir sig hrifnir bæði af sjálfum sér og svo nefndar og klúbbsmönnum og þeirri aðstoð og leiðbeiningum sem að þeir gáfu, því finnst mér Nýliðadeild og Litladeild alveg tvennt ólíkt en hinsvegar findist mér að ef að þær tvær deildir sameinuðust værum við komin með skotheldann pakka!!
en ég vill loka þessum pakka með að bjóða nefndarmenn hinnar nýju nýliðadeildar velkomna til starfa og hef ég fulla trú á að þeir eigi eftir að gera góða hluti fyrir starf klúbbsinns.
Kv Davíð Karl R-2856
14.10.2007 at 14:54 #599714Ég vill nú bara biðja menn að fara að eftir lögum Ferðaklúbbs 4×4 í þessu máli og virða þau.
Með því að breyta nafni litlunefndar í nýliðanefnd ER verið að leggja hana niður og er það hlutur sem má ekki gerast. Frekar á að stofna nýja nefnd sem myndi bera nafnið nýliðanefnd.
Hennar hlutverk er að sjá um fræðslu fyrir nýliða og ætti hún einnig að sjá um allar nýliðaferðir í samvinnu við aðrar nefndir algjörlega óháð dekkjatærð bíla.Það var stefna okkar fyrrum nefndarmanna Litlunefndar að leggja áherslu á vera með kynningar/fræðslu fyrir fólk í ferðum þar sem það hefur yfirleitt borið góðan árangur og hefur fólkið yfirleitt haft meiri áhuga á því.
Ég skora á stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 að endurskoða ákvöðun sína í ljósi þess að með þessari stefnumörkun að þá er Ferðaklúbburinn 4×4 að hætta að sinna sem skyldi áhveðnum markhópi jeppamanna. Þessi hópur er einmitt í Ferðaklúbbnum 4×4 vegna tilstuðlan Litlunefndar sem er verið að leggja núna niður.
Arngímur Kristjánsson
14.10.2007 at 15:47 #599716Það er í sjálfu sér alveg klárt að litlanefndin lifir, allavega í orði, fram að næsta aðalfundi, fyrr er ekki hægt að breyta henni.
Það sem vekur athygli mína í öllu þessu er sú hugarfarsbreyting sem að hefur orðið hjá stjórn f4x4 hvað varðar fræðslu og aðkomu nýrra félaga. Þó að þetta sé hagsmunafélag en ekki ferðafélag þá skiptir öllu að hafa stórt bakland (fjölda félaga) til að geta haft sterka samningastöðu í hagsmunamálum og þetta er mjög góð leið að mínu mati til að stækka baklandið, ná í nýja félaga.
Ef að þessi hugmynd verður að veruleika þá get ég ekki séð þörfina fyrir því að hafa 5 manns í nefnd til að skipuleggja nokkrar ferðir fyrir litla bíla. Mér finnst stundum menn hafa miklað þennan þátt fyrir sér. Og það á og er alls ekki verið að hætta með ferðir fyrir litla bíla. Og segi ég hér fyrr á þræðinum hvaða leið ég myndi vilja fara.
Hvað varðar breytingar þá heyrði ég eina breytingu, nýja reglu, sem að litlunefndarmennirnir sálugu komu með fyrir þeirra hinstu för í Setrið og hún var sú að bílar sem að ekki voru með millikassa eða eitthvað mættu ekki ferðast með litlunefndinni og var þá (meiningin) búið að útiloka RAV úr ferðum sama hvort það væri sumar/haust/vetur/vor. Ég sagði að svona reglur yrðu að vera háðar færð, veðri og aðstæðum en fékk sko aldeilis að vita það að reglur væru reglur og að þeim yrði ekki breytt. Þannig að nefndarmenn virðast hafa svigrúm til að gera áherslubreytingar.
–
En miðað við hvað ykkur fyrrverandi nefndarmönnum er umhugað um þessa nefnd þá er ég hissa á hversu fljótir þið voru að segja ykkur úr henni í stað þess að leita leiða til að vinna úr hlutunum. Einhvers staðar las ég að það sneri um vantraust á nefndina og í staðin fyrir að reyna að vinna úr þessu og sanna hið gagnstæða þá labbið þið út í bíl og segið ykkur úr nefndinni. Veit ekki alveg hvernig ég á að túlka það, en er að spá í að leyfa ykkur að njóta vafans.
Þannig að ég verð að vísa þessari stöðu mála litlunefndar í dag beint í föðurhúsin.Kv. Stefanía R-3280
14.10.2007 at 16:08 #599718Mest tjá þeir sig sem minst um málið vita
14.10.2007 at 16:10 #599720Það er alveg ljóst að menn verða bara að reyna að lesa á milli línanna þar sem að stjórnin er bundin trúnaði og þið skammist ykkar of mikið til að segja frá.
En ég segi bara mína skoðun á málunum eins og þau koma fyrir mér.
Kv stef.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.