This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Hörður Bjarnason 14 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Laugardaginn 20. nóvember n.k. verður næsta ferð Litlunefndar. Það hefur verið ákveðið að fara einhverja skemmtilega leiðir í nágrenni Skjaldbreiðar. Hvaða leið verður valin mun ráðast af veðri og færð þegar nær dregur. Þess má geta í nóvemberferðinni í fyrra vorum við á þessum slóðum og enduðum ferðina í himnesku veðri á Langjökli við Jaka.
Það eru allir, sem eru á jeppum, hjartanlega velkominn með í ferðir Litlunefndar, hvort sem þeir eru í klúbbnum eða ekki.
Þeir sem ekki eru í klúbbnum, en vilja senda fyrirspurnir eða fá nánari upplýsingar geta gert það með því að senda tölvupóst á litlanefndin@f4x4.is.
Ekki hefur enn verið opnað fyrir skráningar í þessa ferð, en takið frá daginn. Við munum auglýsa það nánar þegar opnað verður fyrir skráningar.
Ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í hópstjórastarfi Litlunefndar, látið þá endilega vita á póstfangið litlanefndin@f4x4.is.
Kristján, Litlunefnd
You must be logged in to reply to this topic.