FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Litlanefnd í Kerlingarfjöll – Fréttaþráður

by Ólafur Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Litlanefnd í Kerlingarfjöll – Fréttaþráður

This topic contains 7 replies, has 4 voices, and was last updated by Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 11 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 09.11.2013 at 09:30 #437743
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant

    Góðan dag. Nú um kl. 9:00 héldu ferðalangar af stað frá Stöðinnni og var stefnan sett á Kerlingarfjöll. Í hópnum eru um 90 manns á 43 bílum. Mikið um börn og fjölskyldufólk svo þetta stefnir í góða ferð. Leiðin liggur um Þingvelli, Lyngdalsheiði, Geysi, Kjalveg og í Kerlingarfjöll. Ferðinni á svo að slíta í kvöld við Geysi. Nánari fréttir koma af ferðinni síðar í dag.

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 09.11.2013 at 10:40 #437748
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Rétt í þessu var hópurinn við Geysi, bæta við eldsneyti oþh. áður en lagt er á hálendið. Siggi aðalfararstjóri var að fara að leggja í hann á undan hópnum til að skoða aðstæður áður en sjö ferðahópar koma í kjölfarið. Veður er hið ákjósanlegasta, logn og háskýjað.

    Meira síðar.





    09.11.2013 at 13:10 #437762
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Um kl. 12 fékk ég hringingu frá einum hópnum sem staddur var skammt frá Árbúðum. Þar var þá logn og 10 stiga frost. Þeir lentu í því óhappi að það kviknaði í einum bílnum. Virtist vera sem ófrágengnir vírar aftur í bílnum hafi ollið íkveikju, en hópstjórarnir voru fljótir að slökkva eldinn áður en mjög mikið tjón hlaust af. Mun þó aftursæti og loftklæðning þess bíls vera ónýtt en bíllinn ökuhæfur. Engum varð meint af.

    Núna kl. 13:10 fékk ég hringingu frá aðalfararstjóra og voru fyrstu bílar komnir að skálunum í Kerlingarfjöllum í frábæru veðri. Mjög lítill snjór er á leiðinni, helst aðeins í veginum þar sem hann er niðurgrafinn og fengu minni bílarnir að spreyta sig á snjó þar. Stefnan er hjá hópnum að borða nesti í Kerlingarfjöllum, halda svo að hverasvæðinu áður en lagt verður af stað heim á leið.





    09.11.2013 at 15:27 #437765
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    Sælir
    það sést í ferðalangana á vefmyndavél sem staðsett er í Kerlingarfjöllum. Mynd þaðan er frá því kl 14,33.
    Virðist vera flott veður.

    http://www.liv.is/webcam/hengill/
    kv
    Friðrik





    09.11.2013 at 17:12 #437766
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Allir bílar komust í Kerlingarfjöll. Aðalfararstjóri skoðaði leiðina inn að hverasvæðinu og sá fram á mikið basl við að koma minni bílum þangað, en jafnvel þeir stærri áttu í erfiðleikum með snjóinn þar. Var því ákveðið að halda heim sömu leið, en menn sáu fyrir sér að skaflar í giljum gætu valdið töfum á heimleiðinni.

    Nú rétt um kl. 17 voru fyrstu bílar komnir að Gullfossi og þeir síðustu voru uþb. við Árbúðir og hefur allt gengið áfallalaust. Þó var veruleg hálka á malbikinu ofan við Gullfoss, en þar hafði verið ísrigning.

    Fleiri fréttir síðar.





    09.11.2013 at 18:25 #437772
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Rétt í þessu voru síðustu bílar að renna að Geysi, þar sem ferðinni er slitið.

    Nú bíðum við spennt eftir ferðasögu og myndum frá félögum í Litlunefnd og öðrum ferðalöngum í þessari ferð.

    Nú eru semsagt allir komnir til byggða og fréttaritarinn stimplar sig út.





    11.11.2013 at 09:21 #437879
    Profile photo of Ragnar Rafn Eðvaldsson
    Ragnar Rafn Eðvaldsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 30

    Gaman að sjá fréttir af þessum ferðum sem farnar eru á vegum klúbbsins.





    16.11.2013 at 14:31 #438640
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir ferðafélagar Litlunefndar.
    Hefur einhver reynt að setja inn myndir á safnið okkar frá ferð Litlunefndar?

    Hefur einhver reynt en ekki tekist og fengið villu við innsetningu?

    Mér leikur forvitni á að vita hvernig gangur manna er hér á síðunni með innsetningu mynda.
    Kv. Vefnefnd.





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.