This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 14 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.10.2011 at 20:34 #220678
Búið er að ákveða að næsta ferð litlunefndar verði farin í Hrafntinnusker laugardaginn 15. október næstkomandi.
Opnað verður fyrir skráningu í ferðina á sunnudaginn 9. október og verður hún virk fram á miðvikudag 12. október klukkan 23:00Það má reikna með að ferðin verði í lengri kantinum og getur komutími í bæinn teygst fram á kvöldið.
Í ljósi vel heppnaðrar ferðar í Þórsmörk í september má reikna með góðri þáttöku og því hvetjum við áhugasamt jeppafólk að vera vakandi fyrir skráningu.Ef að þátttaka verður mikil munu minna breyttir bílar njóta forgangs, en engu að síður hvetjum við alla til að skrá sig.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.10.2011 at 08:26 #738855
hvar á að skrá sig ???
06.10.2011 at 08:33 #738857Opnað verður fyrir skráningu um helgina og fer hún fram hér á vefsíðunni. Það verður kynnt rækilega með frétt og spjallþræði þegar þar að kemur.
kv. Óli, Litlunefnd
09.10.2011 at 09:29 #738859Athugið að nú hefur verið [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:nzv77eff]opnað fyrir skráningar.[/url:nzv77eff]
kv. Óli, Litlunefnd
09.10.2011 at 17:14 #738861Skráningar í Litlunefndarferðina ganga glimrandi vel. Nú þegar eru 18 bílar skráðir. Við minnum á að í þessa ferð njóta minni bílar forgangs, þ.e. bílar á 35" dekkjum og minni. Stærri bílar komast með ef pláss leyfir. Allir eru þó hvattir til að skrá sig.
kv. Óli, Litlunefnd
09.10.2011 at 18:56 #738863[youtube:gfh8rc1b]http://www.youtube.com/watch?v=xOwRCWflJYc&feature=related[/youtube:gfh8rc1b]
Tekið í ferð sem Gemlingar sáu um 😀
10.10.2011 at 12:10 #738865Það hrúgast inn bókanir í Litlunefndarferðina. Enn eru samt nokkur pláss laus. Það borgar sig að skrá sig sem fyrst áður en allt fyllist.
[url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246:1v5pdt2h]Skráning fer fram hér[/url:1v5pdt2h]
Kv. Óli, Litlunefnd
11.10.2011 at 14:26 #738867Á morgun, miðvikudag rennur út skráningarfrestur í Litlunefndarferðina. Reynslan sýnir að mikið er um skráningar síðasta daginn. Það borgar sig því að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér pláss.
Minni á að kynningarfundur vegna ferðarinnar verður á morgun, miðvikudag kl. 20:30 og í framhaldinu verður námskeið fyrir byrjendur í jeppamennsku. Nánar um þetta á morgun

Kv. Óli, Litlunefnd
12.10.2011 at 09:48 #738869Í dag er lokadagur skráninga í Litlunefndarferðina um helgina. Við ætlum að hafa opið fram á kvöldið.
Í kvöld kl. 20:30 verður kynningarfundur vegna ferðarinnar, en þá verður farið yfir ferðatilhögun og helstu praktísk atriði sem tengjast ferðinni, auk þess sem kjörið tækifæri er til að hitta aðra ferðalanga, farar- og hópstjóra. Síðan verður námskeið fyrir nýliða í jeppamennsku.
Mikilvægt er að mæta á þennan fund og algjörlega nauðsynlegt fyrir þá sem ekki hafa farið með okkur áður.
kv. Óli, Litlunefnd
13.10.2011 at 15:12 #738871Undirbúningi fyrir Litlunefndarferðina er nú að mestu lokið og verður upplýsingabréf sent öllum skráðum þátttakendum síðar í dag.
Svo er mæting á Stöðina við Vesturlandsveg (við hlið Ölgerðarinnar) kl. 8:30 á laugardagsmorgun og brottför í síðasta lagi kl. 9:00.
Kv. Óli, Litlunefnd
15.10.2011 at 10:38 #738873Fréttir af Facebook frá ferð Litlunefndar
Sæbjörg Richardsdóttir Didda
Logð af stað fra Hvolsvelli…næsta stopp mykt i dekkjum og brunað inn i Dalakofa
15.10.2011 at 10:45 #738875Sælir
Rétt í þessu var ég að heyra í þeim Litlunefndarmönnum, eins og staðan er þá eru 52 bílar 105 manns komnir að keldum og Byrjað er að heypa úr. Veðrið er þetta týpíska Íslenska eða rok og gengur á með skúrum. Stefnan er lögð á Dalakofann. Fleiri féttir eiga eftir að berast með deginum.kv
Rabbi
15.10.2011 at 10:50 #738877Var að tala við Óla í Dúlluni og er slidda og allt hvítt framundan.
Það lítur út fyrir snjókeyrslu hjá Litlunefndinni í þessari ferð.kveðja Dagur
15.10.2011 at 11:26 #738879Litlanefndin er komin í snjó, hitastig um frostmark og bjart framundan

kveðja Dagur
15.10.2011 at 12:57 #738881Komnir í dalakofan að fá sér að borða, hætt var við að fara að nafnlausafossi vegna skyggnis. Engin teljandi vandræði hafa komið upp. Rok og skarfrenningur er á svæðinu og hitastig um frostmark.
mbk
Rabbi
15.10.2011 at 13:48 #738883Mynd frá Óla nú í ferðinni:
[url:2jz9b9r4]http://www.facebook.com/photo.php?fbid=2516920484042&set=a.2164122904323.129242.1284141030&type=1&theater[/url:2jz9b9r4]
15.10.2011 at 15:33 #738885Þá ætti liðið að vera komið langleiðina að Skerinu,spurning með 1000m hól,hvort ég væri ekki til í að vera með í þessari ferð,sit heima eins og hver annar sófariddari og spái í har eru þau og hvernig gengur,,,,,vonandi smá bras því á því lærir fólk að bjarga sér.
Mikið andk,,, er ég ánægður með Litlunefndina og starf hennar,sat og var að fara í gegnum pappíra og gögn plús myndir frá upphafi og merkilegt nokk þeir sem settu fram hörðustu athugasemdirnar varðandi minni og óbreytta bíla í upphafi hafa verið einir þeir dyggustu stuðningsmenn starfsins og eina kvörtunin sem mér er virkilega minnistæð kom frá Herra Jóni nokkrum Snæland,þar sem hann kvartar undan því að hann og fl hafi beðið spenntir eftir því að litladeildin kallaði eftir aðstoð,(svo hann fengi afsökun fyrir að fara á fjöll) en engin hafi komið enn,en engu að síður hefur hann stutt hana með ráð og dáð sem og fl í klúbbnum og hafi þeir þökk fyrir.
Kv Klakinn
15.10.2011 at 15:53 #738887Sæll Laugi
Það er nú ekki langt síða ég sat aðalfund f4x4 þar sem átti að leggja þessa Litlunefnd niður. Í salnum var hópur manna og kvenna sem alinn var upp innan þessarar ágætu nefndar þannig að okkur tókst að fella þessa tillögu. Þetta sýnir að menn verða að vera á verði um allt sem gott er í þess lífi.
kv. þinn vinur gundur
15.10.2011 at 18:08 #738889Af Facebook:
Sæbjörg Richardsdóttir Didda
Forum ekki i Hrafntinnusker keyrðum krakatindsleið ur Dalakofa, þaðan yfir að Heklu og landmannaleið inn að Landmannahelli. Dalitil halka og snjor a leinni Dullan naði að festa sig i goðra vina hopi. Bara nokkuð goð festa. 😉
15.10.2011 at 19:30 #738891jæja þá eru menn komnir að helklurótum og farnir að pumpa í. Ferðin gekk að mestu mjög vel. þurfti að spila einn bíl upp á veg.
en frábær ferð að baki.mbk
Rabbi
15.10.2011 at 22:11 #738893Þá er októberferð Litlunefndar lokið og allir komnir til síns heima vona ég. Ferðin hófst á Stöðinni að venju og var þar handagangur í öskjunni í morgun. Þegar allt var tailð voru í ferðinni 52 bílar og 115 manns í þessari ferð. Stefnan var í Hrafntinnusker og síðan yfir Mógilshöfða og Pokahrygg á Landmannaleið. Það varð fljótlega ljóst þegar komið var í snjóinn að ferðaáætlunin myndi ekki halda, því hálkan var gríðarleg, sérstaklega fyrir þá sem voru aftarlega í hópnum. Allir fóru að Dalakofanum og borðuðu þar nesti. Frá Dalakofanum var farið um Krakatindsleið og þaðan Hekluleið framhjá Rauðuskál, yfir að Landmannaleið. Brekkan þar niður varð fljótt mjög hál og áttu bílar þar í vandræðum. Þegar einn bíll var kominn útaf, var ákveðið að reyna að sanda brekkuna og fóru nokkrir vaskir skóflusveinar af stað, pjökkuðu upp sand og dreifðu yfir veginn. Þar með varð hann stamari og náðist að koma öllum bílum þar niður án frekari óhappa. Nokkrir fóru heim að þessu loknu en stærsti hópurinn rúllaði inn í Landmannahelli áður en farið var niður á Landveg, þar sem pumpað var í dekk og ferðinni slitið.
Eins og áður voru það hópstjórarnir sem héldu þessari ferð svona góðri og raun ber vitni og eiga þeir bestu þakkir skildar fyrir þeirra framlag. Aðrir sem komu að ferðinni fá einnig bestu þakkir.
Myndakvöld úr ferðinni verður á opnu húsi á fimmtudagskvöldið 20. október n.k.
Næsta ferð Litlunefndar verður laugardaginn 12. nóvember n.k.
Ferðalangar með Litlunefnd í dag, takk fyrir samveruna.
kv. Óli, Litlunefnd
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
