This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 13 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2011 at 12:10 #216693
Nú er að koma að fyrstu ferð Litlunefndar á þessu ári, en hún verður 15. janúar n.k. Ekki er búið að ákveða ennþá hvert eigi að fara og verið að skoða leiðir. Ákvörðun um þetta verður tekin fljótlega og tilkynnt um það hér á þessu spjalli. Skráning verður opnuð 9. janúar.
Ákveðið hefur verið að gera tilraun með að breyta aðeins fyrirkomulagi á skipulagi á ferðinni. Gefa jeppum með dekkjastærðina 35“ og minni forgang á skráningu þátttöku í ferðina og takmarka fjölda þáttakenda við 30 bíla fyrir utan hópstjóra. Einnig var ákveðið að gera tilraun með að hafa tvo hópstjóra með hvern hóp og hafa að hámarki sex bíla í hverjum hópi.
Eins og venjulega verður mæting hjá Skeljungi við Vesturlandsveg laugardaginn 15. janúar kl. 08:30 og farið af stað ekki síðar en 09:00 (hver hópur fer um leið og allir eru mættir).
Guðmundur G. Kristinsson
Litlunefnd -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2011 at 16:03 #715222
Góðan dag
Ég er á 38" og er félagi í F4x4. Mig sem langaði að taka fjölskylduna með í skemmtilega dagsferð en á núna þann möguleika að komast ekki með vegna stærðartakmarkana. Vonandi verður þessu fyrirkomulagi breytt eða önnur lausn fundin fyrir stærri bílana. Annars finnst mér Litlanefndin hafa unnið frábært starf í gegnum árin.
05.01.2011 at 18:12 #715224Það er ekki útilokað að þú komist með ef þú skráir þig strax og við opnum fyrir skráninguna 9. janúar. Þessi tilraun sem við erum að gera núna kemur til vegna þess að heildarfjöldi hefur oft farið yfir 50 bíla í ferð og stór hluti af þeim jafnvel verið stærri en 35". Einnig höfum við heyrt af því að sumum á minni bílum finnst ferðirnar í einhverjum tilfellum jafnvel of erfiðar.
Það hefur sfellt fjölgað í ferðum síðsustu árin og hlutfall stærri bíla að aukast. Við þurfum að prófa okkur áfram með breytingar í þessu og jafnvel þarf að skoða möguleika á að setja upp ferðir fyrir stærri bíla og hafa þær meira krefjandi. Endilega skráðu þig þann 9. janúar og við sjáum til hvernig þetta fer.
Guðmundur G. Kristinsson
Litlunefnd
05.01.2011 at 22:01 #715226Þetta er frábær hugmynd 2 ferðir í mánuði 1 fyrir 35" og undir og 1 fyrir 36" og upp úr.
Það tækju örugglega margir þessu mjög vel.kv
Einn sem er alltaf á ferðinni.
05.01.2011 at 22:02 #715228[quote="khs":2y2cq1d3]Góðan dag
Ég er á 38" og er félagi í F4x4. Mig sem langaði að taka fjölskylduna með í skemmtilega dagsferð en á núna þann möguleika að komast ekki með vegna stærðartakmarkana. Vonandi verður þessu fyrirkomulagi breytt eða önnur lausn fundin fyrir stærri bílana. Annars finnst mér Litlanefndin hafa unnið frábært starf í gegnum árin.[/quote:2y2cq1d3]
[b:2y2cq1d3]Kristinn þú setur jeppan bara á 35" og málinu reddað :O)[/b:2y2cq1d3]
06.01.2011 at 21:42 #715230Mér líst vel á vel á þetta fyrirkomulag, enda á litlum bíl. En sú hugmynd að skipta bílunum í 2 hópa eftir stærð, finnst mér enn betri.
07.01.2011 at 01:37 #715232Væri ekki hægt að vera með tvískiptan hóp undir 35" vs yfir 35. Það væri hægt að fara samtímis og enda á sama stað ?
Ég skil þetta en mér finnst þetta leiðinlegt kannski þar sem ég er á 38" breyttum bíl.
kv Haukur
07.01.2011 at 09:49 #715234Spurning um að hafa næstu ferð 2ja daga og skreppa norður. Greiddir félagsmenn geta svo fengið gistingu á KEA í boði f4x4?
07.01.2011 at 10:07 #715236Ágætu félagar
Ég held að rétt sé að útskýra aðeins nánar þær breytingar sem Litlanefndin er að gera á ferðatilhögun núna í janúarferðinni. Breytingarnar eru tvæþættar. Í fyrsta lagi er verið að leggja meiri áherslu á minna breytta jeppa og í öðru lagi er verið að minnka ferðahópinn.
Í skipunarbréfi Litlunefndar kemur eftirfarandi m.a. fram:
Hlutverk nefndarinnar er að sinna ferðalögum og kynningarstarfi
fyrir eigendur minna breyttra jeppa og skipuleggja ferðir sem henta þeim sem og öðrum félagsmönnum.Ljóst er samkvæmt þessu að megináherslan í starfi nefndarinnar snýr að eigendum minna breyttra jeppa, þó einnig sé gert ráð fyrir öðrum félagsmönnum. Það virðist vera að jákvæð og góð umfjöllunn innan sem utan klúbbsins varðandi ferðir Litlunefndar hafi skilað sér í auknum fjölda ferðalanga með okkur, en einnig hefur ferðahópurinn smám saman verið að breytast þannig að æ stærra hlutfall er af bílum sem eru 38" og stærri. Þetta hefur ósjálfrátt valdið því að lagt hefur verið í heldur erfiðari aðstæður í ferðum, eitthvað sem hefði kannski ekki verið gert ef aðeins væru minni bílar í ferðunum. Þetta hafa eigendur minni bílana orðið áþreifanlega varir við. Einnig höfum við heyrt af því að þegar svo margir stærri bílar skrá sig til ferðanna, þá veigra eigendur minni bíla sér við að skrá sig með í okkar ferðir. Af þessum ástæðum var tekin ákvörðun um að prófa þessa breytingu. Við vitum að þetta þýðir að nokkrir aðilar á stærri bílum, sem hafa verið duglegir að koma með okkur í ferðir, komast mögulega ekki með í næstu ferð. En það má benda þeim aðilum á að nýta spjallið hér til að "rotta" sig saman í sína eigin ferð, enda margir komnir með nokkra reynslu í svona ferðalögum. Og ég hvet menn til að prófa þetta, það verða margar skemmtilegar ferðir til með þeirri aðferð. Það verður í þessu samhengi að geta þess að það er ekki verið að banna stærri bílum að koma með, aðeins að minni bílar hafa forgang. Þetta þýðir að þegar skráninagarfresti lýkur þá komast stærri bílar með ef ekki er fullt í ferðina af minni bílum.
Á þessu starfsári hefur fjöldi ferðalanga með Litlunefnd auknist mikið eins og áður sagði. Skráningar í ferðir hafa legið í kring um 60 bíla en þar höfum við sett hámarkið. Í sjálfar ferðirnar hafa farið milli 50 og 55 bílar, þar sem alltaf eru einhver afföll. Þetta er gríðarlega stór hópur að fara með á fjöll og nánast ómögulegt fyrir aðalfararstjóra og eftirfara að hafa yfirsýn yfir slíkan fjölda. Einnig hafa okkar frábæru hópstjórar verið með stóra hópa og þurft að velja einhvern af almennum ferðalöngum sem eftirfara í sínum hópi. Þetta hefur gengið ágætlega, enda lítið komið uppá sem truflað hefur. Nú ætlum við að vanda betur til verks, minnka hópinn og hafa hópstjóra og eftirfara hópanna úr hópi okkar eigin hópstjóra auk þess sem aðalfararstjóri og eftirfara verða í ferðinni. Þetta er gert til að auka yfirsýn fararstjóra og auka öryggi þeirra sem ferðast með okkur, enda finna fararstjórar til ábyrgðar gagnvart þeim sem fara með okkur, þó ábyrgð okkar sé í raun ekki lögbundin. Það má einnig benda á að þó við höfum nokkurn hóp frábærra hópstjóra til að leita til, þá komast ekki allir í allar ferðirnar og því takmarkað hvað við getum treyst á að vera með af slíkum reyndum aðilum.
Litlanefndin hefur aldrei verið feimin við að prófa nýungar. Enda er sjálfsagt að prófa hluti til að bæta starfið, og ef niðurstaða þeirra tilrauna er neikvæð, þá er auðvitað hægt að bakka með breytingarnar og fara aftur til baka í fyrra ástand.
Varðandi ferðir fyrir stærri jeppa, þá er ekkert ákveðið í þeim efnum. Litlanefndin hefur bent á að það gæti verið gott fyrir klúbbinn að bjóða uppá reglulegar dagseferðir undir leiðsögn fyrir stærri jeppa, en engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíkt. Benda má á að á vegum klúbbsins eru fjölmargar ferðir, nýliðaferðir, vinnuferðir, stikuferðir, landgræðsluferðir, kvennaferðir, stórferðir osfrv. Einnig er mjög einfalt fyrir fólk að hópa sig saman með að nota spjallið á vefsíðunni. Ég veit til þess að einhverjir aðilar eru að hugleiða að bjóða upp á dagsferðir fyrir stærri jeppa, en óvíst hvort af því verður. Hafa verður í huga að til að slíkar ferðir gangi, verður að vera til mannskapur til fararstjórnar. Allt skipulagsumhverfið er til hjá Litlunefnd svo við erum meira en tilbúnir að veita allta þá aðstoð sem þörf er á til að koma svona ferðum á fót, svo ef áhugasamir félagsmenn vilja taka slíkt að sér þá má gjarnan vera í sambandi við okkur. Einnig ef menn vilja aðstoða við hópstjórn í Litlunefndarferðum, þá erum við þakklátir fyrir alla hjálp sem við fáum.
Að öllu þessu sögðu vona ég að félagsmenn og aðrir velunnarar Litlunefndar styðji okkur í þeim tilraunum sem við erum að gera til að bæta starfið.
Kv. Óli
Formaður Litlunefndar
07.01.2011 at 12:37 #715238Á ekki bara að stofna nefnd fyrir stóra bíla og kanski trukkanefnd
kv
Árni
07.01.2011 at 13:41 #715240Þegar að ég byrjaði í ferðaklubbnum 4×4 og keypti minn fyrsta jeppa þekkti ég engan.
Eg notaði síðuna (að visu gömlu síðuna) til að spyrja hvort það væri ekki einhver að fara og hvort einhver nennti ekki að fara eitthvað.
Með þvi að spyrja svona og nota siðuna(sm mer fynnst allt of litið notun) eignaðist ´eg fullf að frábærum ferðafélögum og vinum sem ég ferðast enn með í dag.Það á að nota þessa síðu til að auglysa ferðir ekki bara sitja heima og vona að einhver annar taki af skarið.
með ferðakveðju
Friðrik
R 3986.
08.01.2011 at 22:53 #715242Athugið að skráning er hafin í janúarferð Litlunefndar. Sjá nánar á forsíðunni eða [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1262:skraning-hafin-i-januarfere-litlunefndar&catid=75:litlanefnd&Itemid=130:1094sj7l]hér[/url:1094sj7l].
Þar sem ekki verða mörg pláss laus, eða aðeins um 30 auk fararstjóra, borgar sig að skrá sig sem fyrst.
Munið að þó 35" bílar og minni hafi forgang, þá geta allir skráð sig. Ef það er pláss þegar skráningu lýkur þá gildir fyrirkomulagið "fyrstur kemur fyrstur fær" um stærri bílana.
Kv. Óli, Litlunefnd
09.01.2011 at 00:55 #715244Væri ekki bara tilvalið að 38" og yfir geri okkur dagamun og skreppum saman í góða dagsferð til að pústa smávegis út og hafa gaman að, í stað þess að vera baggar á Litlunefndarmönnum. Ég er til í að gera eitthvað skemmtilegt þann 15. jan. Látið í ykkur heyra. Koma svo…
09.01.2011 at 00:59 #715246Ég tel okkur ekki bagga á Litlunefndinni en við getum örugglega gert eitthvað skemmtilegt þann 15. janúar. Ég man þegar ég fór fyrstu ferðirnar með Litlu. Það var gaman að sjá þessa stóru bíla og dreymdi að ég ætti einn slíkan einn daginn og nú á ég einn. Gaman væri ef F4x4 gæti splæst í eina "Stóru" nefnd sem setti saman dagsferðir fyrir stærri bílana eins og með litlu bílana. Ég á 38" bíl en vantar ennþá almennilega reynslu og hana hef ég reynt að sækja til Litlunefndarinnar sem hefur fært hana með glöðu geði. Þó ég sé á 38" bíl að þá er ég ekki alltaf að leita eftir erfiðri ferð heldur bara að komast aðeins úr bænum og hafa gaman af. Náttúran kallar!
09.01.2011 at 09:48 #71524809.01.2011 at 10:42 #715250Góð hugmynd hjá Davíð Diego að stinga upp á ferð fyrir stærri bílana. Ég hvet ykkur sem eruð á stærri bílum að hafa sambandi við Davíð og búa til skemmtilega dagsferð saman.
Nú virðist vera að fyllast í Litlunefndarferðina, þó er enn hægt að skrá sig á biðlista.
Kv. Óli, Litlunefnd
09.01.2011 at 16:36 #715252Ég er sammála því, að við sem erum á stærri bílum
ættum að drífa í því að setja á stað ferð fyrir okkur.
það er mjög gott til að efla andann hjá okkur.kkv
Árni
09.01.2011 at 20:19 #715254Lítur út fyrir að það verði nóg af nýföllnum snjó við veiðivötn næsta laugardag :þ
[url:xnvavszw]http://www.yr.no/sted/Island/Su%C3%B0urland/Vei%C3%B0iv%C3%B6tn/langtidsvarsel.html[/url:xnvavszw]
Lýst vel á ef menn ætla setja saman dagsferð fyrir 36"+ , endilega láta vita ef af því verður.
10.01.2011 at 08:34 #715256Góðan dag
Nú hefur verið lokað fyrir skráningar í ferð Litlunefndar. Mikill fjöldi hefur skráð sig í ferðina og vænn biðlisti. Nú förum við yfir skráningar og sjáum hverjir af biðlistanum komast með. Mikilvægt er að þeir sem hafa skráð sig en komast ekki, láti vita sem allra fyrst til að hægt sé að taka inn fleiri af biðlista.
kv. Óli, Litlunefnd
10.01.2011 at 13:56 #715258Góðan dag
Ég er nýr félagi í 4×4 og finnst frábært að sjá hversu margir sæki í ferð sem þessa.
Þar sem ég er félagi í öðru félagi líka þá hef ég ekki séð svona viðtökur við skipulögðum ferðum þar.
Ég hef farið víða um hálendið á fjórhjóli undanfarinn 4 ár en aldrei verið í jeppamennsku af neinu ráði.
Hlakka mikið til að fara í þessa ferð með ykkur á laugardaginn, hlakka til að sjá ykkur:)kv Jón Þór..
12.01.2011 at 08:05 #715260Ég minni á að í kvöld, miðvikudag 12. janúar kl. 20:30 verður kynningarkvöld vegna Litlunefndarferðarinnar. Fundurinn verður í félagsheimili Ferðaklúbbsins 4×4 að Eirhöfða 11, skemmu 3.
[url=http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=292239&g2_serialNumber=2:163gkbnj]Sjá mynd af staðsetningu hér .[/url:163gkbnj]
Ég hvet alla þátttakendur til að mæta á fundinn í kvöld. Eftir kynninguna verðum við með stutt námskeið í jeppamennsku fyrir byrjendur.
Allt er þetta ókeypis.
Kv. Óli, Litlunefnd
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.