This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.09.2005 at 12:56 #196252
Sælir félagar
Núna er Litladeildin að stefna í Setrið og ættlar að vera í þessu höfuðbóli 4×4 24-25 sept ef veðurguðir verða okkur hagstæðir.
Stefán Litlunefndarmaður ættlar að leiða för og fara úr rvk kl 8 laugardagsmorgun og frá Flúðum kl 10 og svo á sunnudeginum er farið um Kerlingarfjöll heim og verðið er 1000 kr pr mann og frítt 12 ára og yngra Skráning er hjá Kjartani og emailð hans er ninak@simnet.isNú væri gaman að vita hversu mikin áhuga menn hafa á því að fara í þessa ferð því margir hafa verið að spyrja mig af hverju Litladeildin sé ekki löngu búinn að fara í Setrið.
Kv Klakinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.09.2005 at 13:27 #526796
Þarf maður ekki alveg örugglega að vera meðlimur í f4x4 til að skella sér með?
14.09.2005 at 13:28 #526798Ég hef mikin áhuga og stefni með alla fjölskylduna í þessa ferð, en get bara ekki skráð mig fyrr en í næstu viku þegar ég sé hvernig vinnan er hjá mér.
Með kveðju
Pétur Freyr Ragnarsson
14.09.2005 at 17:15 #526800Ég er með ef bíllinn verður tilbúinn.á að fara Klakksleið
ferðakveðja Jón Bergmann
15.09.2005 at 09:18 #526802Sælir félagar
Nei það er ekki krafa um að vera félagi í 4×4,það var samþykkt á ársfundinum á síðasta ári að þeir sem eru að koma í sína fyrstu helgarferð eða eða aðra þyrftu ekki að vera félagar í 4×4 en eftir það mættu þeir sem ekki skrá síg í félagið eiga von á að mæta afgangi ef ásókn er meiri í ferð en gisting er fyrir,Um dagsferðir gildir það að allir eru velkomnir óháð félagsaðild
Með þessu erum við að sjálfsögðu að gefa kost á að fólk kynnist 4×4 og sjái einfaldlega kostina við að vera í félaginu sem eru eins og félagsmenn vita mikið meira en bara ferðalög á jeppum.Já það er víst meiningin að fara Klakkinn Jón nema Stebbi sé með eitthvað annað í huga, En af gefnu tilefni þá verðum við á rás 19 á cb og 45 á vhf
Kv Klakinn
20.09.2005 at 14:17 #526804Er þessi ferð að falla í skuggann af einhverju fylliríisröfli og árshátíð
Kveðja Jón Bergmann
20.09.2005 at 14:44 #526806já synd ef það er raunin Jón því það er ekkert varið í þessa helv…árshátíð.
Enn þeir sem ekki hafa ferðast með Litlu áður eða komið í Setrið ættu alls ekki að láta þetta framm hjá sér fara….. þó ekki væri nema bara til að kynnast týkinni hans Lauga hún er frek enn stundum gaman að henni.
20.09.2005 at 14:51 #526808Ég er nú svoldið nýr í þessum félagsskap svo mig langar svoldið að vita hvað þessi litla-deild er. Ég ýminda mér að það sé deild fyrir litla jeppa?
Annars iða ég í skinninu að fara út í jeppaleik og setrið er alveg ofarlega á lista þó svo að jöklar séu ofar. Því miður stefnir bara allt í að ég komist ekki fyrr en helgina eftir svo ég ætla að bíða með að skrá mig.Ívar
20.09.2005 at 15:28 #526810Hvernig er það er ekki kominn töluverður snjór þarna upp frá??
Er ekki must að vera búinn að setja vetrardekkinn undir fyrir þessa ferð??
(vonandi er þetta ekki ofheimskuleg spurning, ég er nýr í þessu)
20.09.2005 at 15:45 #526812það er ekki til heimskuleg spurnig. nema kannski hjá Heimskum(sem er grúbba inna í 4×4). Þannig að þið sem eruð nýir er alveg óhætt að spyrja um allt milli himins og toyotu. Þið getið alveg treist því að innir "lærðu" eru altaf tilbúnir að ausa úr viskubrunni sínum. enda held ég að það er betra að spyrja heldur að vera altaf að finna upp hjólið á ný.
óskar ABBA
skari
20.09.2005 at 16:23 #526814Er of seint að átta sig á þessu núna og koma með?
20.09.2005 at 17:29 #526816Nei auðvitað verður þér troðið með, þó ég ráði engu um það, þeir verða örugglega tilbúnir að setja þá í forgang sem litla reynslu hafa en engu að síður meiri áhuga en margur annar.
Þið megið auðvitað búast við að það verði komin snjór þarna uppfrá, enn reyndin er nú samt sú að þó lítil dekk séu undir bílunum þá keyra þeir nú samt í snjó.
Svo eru auðvitað alltaf vel útbúnir bílar hafðir með í för og þessir kallar í Litlu deildinni eru margir hverjir gamlir skátar og yfirleitt byrjaðir að ráðast á bílinn og hnýta í þó hann sé ekki einu sinni farinn að spóla.
20.09.2005 at 17:34 #526818Jæja þá er maður búinn að skrá sig í ferðina.
Ætla á morgun að kaupa undir bílinn Wild Country txr og láta micro skera þau.
Hvernig er með CB er það nauðsynlegt??
Var að skoða President Harry CB stöð hjá aukaraf enn þeir geta ekki sett hana í fyrr enn eftir 2-3 vikur.
Þetta verður fyrsta ferðinn mín með 4×4 og ég treysti á að þetta verði gamann
20.09.2005 at 17:47 #526820Djöfull kítlar mig í tærnar að fara með.
En þarf helst að láta kíkja á fram öxulinn áður en ég fer, komið leiðinlegt hljóð þegar ég set hann í lokurnar.
20.09.2005 at 17:55 #526822Það má benda á það, að gistigjald fyrir utanfélagsmenn er 1500kr, en aðeins 1000kr fyrir félagsmenn. Það er líka eins gott að næstum öll litladeildin er komin á 38" dekk, enda verður líklega skemmtilegt færi innúr um helgina. Manni hálf langar bara með.
Góðar stundir
20.09.2005 at 18:00 #526824Er ég eitthvað að misskilja litlu deildina, er hún ekki fyrir óbreytta bíla??
Ég er bara að fá mér 32" dekk fyrir ferðina. Er ég kannski á alltof litlum bíl???(einn voða nýr)
20.09.2005 at 18:35 #526826Sælir félagar
Litladeildin er fyrir allar dekkjastærðir en fyrst og fremst höfum við miðað við lítið eða óbreytta bíla og svo er í þessari ferð,Það er engin miskilningur á ferðinni hjá þér Ose og vertu bara velkominn.
En þeir eru líka til sem kaupa sér mikið breyttan jeppa sem fyrsta jeppa og hafa verið að ferðast með okkur á meðan þeir eru að komast inn í dæmið
og alltaf eru vanir jeppamenn á stórum dekkum með í ferð til að tryggja öryggi ef færð verður of þung en þetta er nú fyrsti snjór vetrarins og gæti verið farinn er ferðin skellur á.Svo komið bara með þið sem hafið áhuga það er mikið pláss í Setrinu
Kv Klakinn
20.09.2005 at 18:58 #526828OK takk, sjáumst þá á Laugardag.
20.09.2005 at 20:49 #526830Sé að marka [url=http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/setur/:3gwkox5y]snjódýptarmælinn í Setrinu[/url:3gwkox5y] er nú ekki kominn mikill snjór þarna innfrá, en reynslan er að vísu sú að rétt sé að taka honum með fyrirvara. Ég átti allavega von á að það væri meira þarna innfrá af hvítagulli. Mér sýnist hins vegar á veðurspá að það eigi eftir að bætast eitthvað við. Ég myndi því ætla að rétt sé að huga vel að leiðarvali með hliðsjón af því og kannski hvað menn ætla að fóðra vefinn mikið af sögum. Er ekki örugglega einhver sem er fastur í bænum sem ætlar að vera fréttaritari? Eins rétt að hafa góð trökk með í för sem fylgja vegi, því það er auðvitað ekkert undirlag undir fölinni þannig að líklega þarf að fylgja vegi.
En þetta verður örugglega bara gaman, góða ferð.
Skúli
20.09.2005 at 21:43 #526832Sæll Skúli
Jú það verður bein útsending frá ferðinni og í engu dregið af lýsingum.
En ég var að tala við Stebba áðan og við vorum að fara yfir leiðarval og annað varðandi ferðina og hann ættlar að setja inn á morgun hvaða leið verður valin,en það þarf nú ekki að vera komið neitt af hvítagulli að ráði um helgina.En svona er þetta bara aldrei á vísan að róa með veðrið.
Kv Klakinn
20.09.2005 at 22:07 #526834Lúter mælir með Klakknum og segir hann að það sé létt verk og löðurmannlegt að fara hann á einni helgi, aðra leiðinna. Og svo er hægt að fara Þjórsárverin-Kvíslaveituveg heim. Þetta er það minnsta sem þið getir gert fyrir okkur sem verða fjarri fjöllum um helgina. Svo ætlar Skúli að renna inn í Jökulheima-Breiðbak-Faxasund og fleira skemmtilegt með Útivist um helgina og hefur hann einn 31" og annan 33" til halds og traust. Einnig verður spennandi að heyra frá Gumma Gund og félögum kljást við Gæsavatnaleið. Spennandi helgi framundann og svo Formúla og Idol í ofanálag. Það verður aldeilis gamann að sitja í sófanum heima og fylgjast með. Góa ferð
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.