This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Almar Árnason 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
ÞESSI ER Í YFIRSTÆRÐ OG EKKI LEYFILEGUR
—
Það hefur borist til tals að stofna deild fyrir litlu dekkin sem er á bilinu (min) 33t til 37t (max) sem eru leyfðar í ferðir ( stærri dekkin geta verið annarsstaðar í ferðum ) Er miðað við að bílar séu með þann helsta búnað sem þarf til að vera gjaldgengur í ferðir. ( Léttustu bílarnir séu á 33 – 35 t annað er + en þeir eru undir 2 tonnum, þyngri 35- 37 t , 2,7 tonn undir 35t er mínus. þessar stærðir er miðað við vetraferðir )) Fílupúkar og Nöldurseggir eru ekki æskilegir í ferðir og allra síst Monthanar. Bílar yfir 2,7 tonnum er leyfðir í sumarferðir en verða að vera á dekkjum ekki undir 33t upp í 37t. það er miðað við að ferðir séu frá 12 til 17 á ári og minnst 5 langar 3-5 daga ferðir, aðrar ferðir séu frá 1- 2 dagar.Hver og einn kemur með sinn mat nema annað sé tekið fram. Styttri ferðir geta verið frá 2 tímum til 11 tímum í keyrslu og gist í tjöldum eins oft og hægt er ( annars skálar í neyð), reynt að stoppa eins oft og hægt er frá 3 til 11 sinnum, fer eftir því hversu ferðin er löng, annað er í samræmi við félagslög. Þeir sem eru komnir yfir 60 ára aldur eru taldir vera ellismellir á gamals aldri. Hver og einn ber sinn kostnað . væri gott að vita af þeim sem treysta sér í svona ferðir . Stofnfundur auglystur síðar
( Það þarf kunáttu að keyra á litlum dekkjum og lagni )
KV,,, Smádekkjadeildin
You must be logged in to reply to this topic.