FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Litla deildin

by Lúther Gestsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Litla deildin

This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 24.09.2005 at 14:20 #196311
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member

    Það er að frétta af Litlu deildinni að þeir lögðu af stað frá Kerlingarfjöllum fyrir 10 mín síðan, þar skyldu þeir einn Rav-4 eftir sökum færðar.

    Þeir eru að keyra í gegnum nokkuð stóra skafla og er sól og blíða.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 24 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 24.09.2005 at 16:57 #527760
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Jæja þá er Litladeildin kominn á áfangastað og allt í góðum málum.
    Kjartan segir minni snjó við Setrið en undir Loðmundi og í Kerlingarfjöllum,En færið í þessum snjó var bara vont og gekk öllum illa í gegnum skaflana og Hummerinn festi sig 3 svo að dekkjastærðin virðist ekki skipta máli við þessar aðstæður,En allt er gott sem endar vel og verður farið sömuleið til baka á morgun og eiga þeir stefnumót við hóp af konum sem eru að gera sér glaðan dag í Kerlingafjöllum og skilst mér að Stebbi hafi boðist til að "tappa" eina konu með gat á dekki ????????
    Því í fj…. þarf maður að vera fastu í bænum væri ekki nær að vera veðurtepptur í Kerlingafjöllum í stað þess að vera í eitthverju malbiksrugli á Stætó

    Klakinn





    24.09.2005 at 17:14 #527762
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    8555565





    24.09.2005 at 17:19 #527764
    Profile photo of Jónas Þór Brynjarsson
    Jónas Þór Brynjarsson
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 55

    Oh, manni langaði svo að skella sér með!!

    En trukkurinn þarfnast stillingar, og það er víst ekki fyrr en eftir helgi, og maður er svo alltaf að vinna..

    Hvenær eru nýliðaferðir venjulega farnar? Nóvember?

    Eða þá næsta Litludeildar, maður skellir sér pottþétt með þegar 35" er kominn undir súkkuna :)





    24.09.2005 at 17:20 #527766
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Takk Gísli
    Klakinn





    24.09.2005 at 17:33 #527768
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Veit einhver hvaða leið Litla deildin ætlar að velja heim frá Setrinu ?
    kv
    Agnar





    24.09.2005 at 18:26 #527770
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Er leiðin heim á morgun bæði vegna bíls sem skilin var eftir þar og að fylgja kvennahópinum sem er í veislu í kvöld í Kerlingafjallaskála og er ein með gatað dekk,Svo sjarmörinn Stefán lofaði að "tappa" viðkomandi og fylgja henni heim.Allt er þetta af góðmenskunni einni saman gert!!!

    Ég hélt að hann væri ekki svona útundan sér kominn á 7unda tuginn

    Kv Klakinn





    24.09.2005 at 20:32 #527772
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Já, það hefði verið frábært að komast með í þessa ferð, en það þýðir ekkert að væla yfir því! Bíð spenntur eftir næstu ferð með ykkur…..og verður þá allt klárt á þessum bæ. Fær maður svo ekki upplýsingar um gang mála á heimleið hópsins og vonandi verða komnar myndir frá ferðinni á vefinn annað kvöld.
    Kveðja Alli





    24.09.2005 at 20:34 #527774
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hvað eru annars margir jeppar sem mættu?





    24.09.2005 at 21:30 #527776
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Það voru 9 jeppar sem mætu til brottfarar 3 sem afboðuðu

    Klakinn





    25.09.2005 at 13:10 #527778
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Hefur enginn haft samband við Litlunefndina í dag. Eru þeir kannski enn að tappa Kvennahópinn í Kerlingarfjöllum, eða komnir með þær í drátt?

    bkv.
    Magnús G.





    25.09.2005 at 20:10 #527780
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Kjartan hringdi í mig um 12 leitið í dag og sagði hópinn hafa lagt snemma af stað og voru þeir í Kerlingarfjöllum er ég talaði við hann.
    Hann sagði það hafa verið mikill skafrenningur frá Setrinu og út fyrir Loðmund en bara rennifæri eftir það.
    En eitthvað voru þeir í errfið leikum með að ná Stefáni frá konuni tappalausu og bruggðu á það ráð að taka allar konurnar með(voru eitthvað að rugla um að rútan kæmist ekki)til þess að karlin myndi nú elta,voru þeir að þessu brasi síaðst er ég heyrði frá þeim,En munu þeir víst vera komnir í bæinn núna með eða án kvenna

    Klakinn





    25.09.2005 at 20:54 #527782
    Profile photo of Óskar Eiðsson
    Óskar Eiðsson
    Member
    • Umræður: 17
    • Svör: 130

    Sælir, þá er er þessi frábæra ferð búinn og fannst mér hún takast vel í alla staði. Vil skila kærri kveðju til þeirra sem skipulögðu ferðina og þeirra sem ferðuðust með okkur. Bið bara spenntur núna eftir næstu ferð.
    Myndir frá ferðinni eru á: http://ose.smugmug.com/4×4
    (b fjalldal: það voru 7-9 rjúpur við fossinn í Blákvísl)

    Kveðja
    Óskar





    25.09.2005 at 21:13 #527784
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Flottar myndir og skemmtileg síða. Það er reyndar vitlaus "dagsetning" á þessum myndum, það er nefninlega kominn september.





    25.09.2005 at 21:21 #527786
    Profile photo of Óskar Eiðsson
    Óskar Eiðsson
    Member
    • Umræður: 17
    • Svör: 130

    Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, enginn leið að fylgjast með þessu :)





    25.09.2005 at 21:30 #527788
    Profile photo of Kjartan Rúnarsson
    Kjartan Rúnarsson
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 248

    Við duttum í bæinn Kl.19:00 eftir mikla björgunarferð. Færið úr Setrinu var vont fyrstu kílómetrana en svo voru engin vandræði eftir það.

    Þegar við komum í Kerlingafjöll beið okkar hópur af kvennfólki með kaffi og kökur og þökkum við fyrir þær veitingar, en því fylgdi að við urðum að ferja konurnar í rútuna sem komst ekki alla leið, enda eindrifsbíll þar á ferð með óvönum bílstjóra.

    Svo var Stefán búinn að lofa að fylgja Stýrunum í Kerlingafjöllum allavega niður á malbik því það lak úr dekki hjá þeim og pumpan þeirra var biluð (að þeirra sögn). Þegar við vorum að koma að sandá þá fer bíllinn þeirra að haga sér eitthvað skringilega og er þar brotin fjöður á ferð, hékk saman á seinasta blaðinu.
    Þá vorum við neiddir til að fylgja þeim niður á Geysi þar sem bíllinn var skilinn eftir og fengu þær far með okkur í bæinn.

    Ég þakka fyrir mjög skemmtilega helgi og vona að allir hafi skemmt sér vel þó svo að þetta hafi verið meiri svaðilför en við áttum von á.

    Kv Kjartan





    25.09.2005 at 21:34 #527790
    Profile photo of Kjartan Rúnarsson
    Kjartan Rúnarsson
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 248

    Ég gleymdi að nefna að hann Þórir á Hummer festi sig aldrei, hann kom með í þessa ferð til að kanna snjóalög og fannst best að byrja að grafa með bílnum og kláraði svo með skóflunni alveg niður ,
    notaði bara bílinn sem skjól á meðan og ég held að hann hafi verið ánægður með lögin.

    Kv Kjartan





    01.10.2005 at 00:07 #527792
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Var farin af 43 konum af Reykjalundi, lögðum af stað í brakandi blíðu með þrælvönum bílstjóra á afturdrifnum slyddujeppa af bens gerð með sæti fyrir 50 manns. Mjög fljótlega kom í ljós að þessi fararskjóti okkar væri ekki til stórræðana, enda kom það í ljós þegar við gengum upp flestar "yllfærar" brekkur á Kjalvegi. Ekkert að því, mikið gert grín að þessu og frábært útsýni dásamað.
    Jæja, við komumst að afleggjaranum að Kerlingafjöllum og var undirritaðri ekki farið að standa á sama, enda farið þessar slóðir nokkrum sinnum. Það kom síðan í ljós að fararskjótinn gafst upp þegar um 6 km voru eftir. Með steindauða Gsm síma og NMT síma sem ekki var "inni" áttum við ekki annara kosta völ nema bíða og sjá hverju sætti. Skálastýra í Kerlingu bjóst við okkur. Hluti hópsins klifraði upp á næsta hól, heppnin var með, við hittum á bíl sem skutlaðist með fararstjóran og bílstjórann ínn í kerlingu og eitt leiddi af öðru, við fengum far inní kerlingafjöll með góðviljuðum dagstúrsförum og skálaverði,,,þetta voru einar 10 ferðir með farangur og allt.
    Svo daginn eftir birtust miklar hetjur úr Seturferð sem ferjuðu hópinn og allt hans hafurtask aftur í rútuna og vorum við mjög þakklátar fyrir. Sumar okkar sem vel voru búnar tóku sér bara langan labbitúr en undirrituð sem hafði ekki pakkað með hálendisferð í huga fékk far…..ehemm….bað Hummergæjan Þórir að leyfa sér að keyra gripinn, þessi öðlingur varð svo hissa að hann gat ekki gert annað en samþykkt, enda ekki fengið slíka bón áður að sögn, þetta var ekkert smá gaman, frábær bíll, þakka ég mikið fyrir mig, en ég er samt sem áður pattapæja.
    Kveðja
    Trölladís.





    01.10.2005 at 00:35 #527794
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    fyrir þennan pistil Margrét, skemmtilegra að lesa þetta en allt röflið sem er í gangi núna.

    kv.HILMAR





    01.10.2005 at 00:39 #527796
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta er nú meiri hrútastýjan, ha.
    Trölladís





    01.10.2005 at 00:49 #527798
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    Ég held að karlarnir verði að fara út og spóla í nokkrum sköflum, festa sig og fá að draga aðra. enda síðan á því að fá sér bjór og segja lygasögur, það hlítur að laga í þeim geðvonskuna og svartsýnis röflið.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 24 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.