FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Lítil ferðasaga af Rocky litla.

by Logi Már Einarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Lítil ferðasaga af Rocky litla.

This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Agnes Karen Sigurðardóttir Agnes Karen Sigurðardóttir 17 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.11.2007 at 22:47 #201274
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant

    Í ferð við skyldum halda nokkrir ferðafélagar
    reynsluhoknir jeppamenn og margir nýliðar
    þeir vildu miðla reynslu sinni og kenna eitt og eitt
    okkur nýliðunum, sem að vissum ekki neitt.
    .
    Í Hólaskóg þá höfðu samband peyjar einir þrír
    þeim fýsti víst að koma með en farkosturinn rýr
    eitt lítið Rocky jeppabúr á orginölunum
    tuttugu og níu tommu viftureimunum.
    .
    Í Hólaskóg þeim illa gekk að rata rétta leið
    þeir út og suður höfðu ekið meðan röðin beið
    svo virtist sem að kompásinn hann væri alveg strand
    því rammvilltir þeir höfðu ekið hálft um suðurland
    .
    Á leiðarenda loks þó komust fírar þessir þrír
    þeir settir voru í miðja röð og þöndu fyrsta gír
    það virtist best að sleppa ekki af þeim augunum
    og ótrauðir þeir lögðu af stað á skurðarskífunum.
    .
    Á leiðinni var lítið stopp og út þeir stigu senn
    og tóku til að tappa lofti af þeir rösku menn
    en það var svo sem eins og annað, í hendi ekkert fast
    frá fimm og uppí fimmtán pund þeir hleypt´úr tvist og bast.
    .
    En engu að síður öllu góðu þetta lofaði
    er spólaði og spændi hann þetta og snjóinn klofaði
    hann yfir urð og grjót og hæðir rann og hoppaði
    og eins og priklaus raketta um slóðann skoppaði.
    .
    Við Frostastaðavatn þá fór að grána gamanið
    því framdekkið við felguna ei hanga vildi við
    þá út úr bílnum stigu þeir á strigaskæðunum
    og stóðu þarna skítkaldir á sumarklæðunum.
    .
    En alveg er ég viss um að það setti að þeim skrekk
    er spurðir voru um felgulykil, tjakk og varadekk
    því aulalegir urðu þeir og horfðu fætur á
    þeir vissir voru um að „ekkert kæmi fyrir þá“.
    .
    Þá uppgötvun þeir gerðu og þeim fannst það ekkert svalt
    að upp´á fjalli um vetur getur orðið ansi kalt
    og þegar kuldinn sótti að þeim og ólíft úti var
    þeim smalað var í heitan bíl og afísaðir þar.
    .
    Þeir heppnir máttu teljast svo sem segir sagan hér
    því enginn uppi á Íslands fjöllum skilinn eftir er
    þeim reddað var að sjálfsögðu að jeppamanna sið
    og reynsluhoknir jeppamenn þeir dekkið gerðu við.
    .
    Hér endar þessi saga og allir heim þeir náðu senn
    en það sem þurfið þið að vita góðu „Rocky“ menn
    að fara ekki illa undirbúnir upp á fjöll
    því ef þið gerið það, þá ykkar saga er kannski öll.
    .
    Þakkir til allra ferðafélaga sem voru í ferðinni, ég verð að segja að sjálfur lærði ég mikið af þessari ferð hvað varðar hugarfar, þolinmæði og þrautseigju, Benni, Agnes, Tryggvi, þið eruð frábær. Takk fyrir mig, bestu kveðjur, L.

  • Creator
    Topic
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)
  • Author
    Replies
  • 28.11.2007 at 00:15 #604872
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Takk fyrir frábæran kveðskap og skemmtilega ferð! Einhvern veginn ómar þetta í höfðinu á mér sem blanda af rappi, hip-hop og rammíslenskum fimmundarsöng.
    Þar sem ég er ekkert skáld legg ég til sögunnar af Rokklingunum þessa mynd:
    [url=http://www.trigger.is/gallery2/trips/20071124-nylidaferd/IMG_7268.jpg.html:5yxp7rel][img:5yxp7rel]http://www.trigger.is/gallery2/d/177704-2/IMG_7268.jpg[/img:5yxp7rel][/url:5yxp7rel]





    28.11.2007 at 08:39 #604874
    Profile photo of Agnes Karen Sigurðardóttir
    Agnes Karen Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 878

    Takk fyrir þennan skemmtilega kveðskap, hipphopp og flr…
    kv
    Agnes Karen Sig





  • Author
    Replies
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.