Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Línuvegur, Gullfoss – Háifoss
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.06.2005 at 08:16 #196032
Vitið þið hvernig línuvegurinn á milli Gullfoss og Háafoss er fyrir litla jeppa? Var ekki verið að tala um að það væri búið að bera ofan í veginn? Ég mun ferðast með Freelander, ætli það sé nógu hátt undir hann?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.06.2005 at 00:33 #524100
Ég var þarna á ferð fyrir 2 eða 3 vikum, við vorum á 2 38" bílum. Ég man ekki eftir neinum vandræðum sem ættu að valda óbreyttum bílum vandræðum, fyrir utan nokkra snjó-skafla sem er örugglega bráðnaður núna.
Það er bara búið að laga hluta vegarins, en þeir eru örugglega að vinna í því núna.En það verður að viðurkennast að eftir að keyra í 6-7 ár á 38" breyttum bíl, þá verður maður dáldið ónæmur fyrir aðstæðum fyrir minni bíla og það má vel vera að þarna hafi verið eitthvað sem gæti valdið óbreyttum bíl vandræðum – en ég held samt ekki.
Það er helst Fossáin sem er dáldið stórkallaleg, en ætti samt ekki að vera vandamál – ath. þó að hún er óstikuð, og verður það í sumar eftir þeim upplýsingum sem ég hef. Þannig að það er betra að þekkja vaðið.
Í stórum dráttum ef þú kemur að vestan Gullfoss-megin frá, þá er farið nokkurn vegin beint yfir, aðeins uppá við til að byrja með, en alls ekki upp fyrir áberandi stein (sem er reyndar ekki mjög stór) sem á að standa uppúr, ofan við vaðið. Þegar þú ert kominn ca. 70-80% leiðarinnar þvert yfir beygir þú til hægri niður með bakkanum austan megin, og að slóðanum þar.
Það má gjarnan einhver leiðrétta mig ef þeir telja þetta ranga lýsingu – en þessi leið virkaði allavega fyrir okkur þarna fyrir 2-3 vikum.Arnór
15.06.2005 at 09:49 #524102Fossáin er ekki hættuleg ef menn vita af hylnum sem í henni er, hún er reyndar óslétt í botninn en á ekki að vera hættuleg óbreyttum jeppum ef varlega er farið. Ég er reyndar einn þeirra sem hef séð jeppa, sem þá var af stærstu gerð, 44" Scout, nánast týna húddinu í hylnum í Fossánni. Það slapp slysalaust en fyrir uþb. þremur árum kom ég að Musso bílaleigubíl með nefið í sama hyl og hann var á kafi upp á framrúðu.
Þegar komið er vestanað, þ.e. frá Gullfossi þá þarf að gæta að því að beygja til hægri um leið og komið er út í ána og fara þvert yfir hana þar til komið er nánast að eystri bakkanum. Hylurinn er nefnilega nánast beint framundan þegar ekið er niður í ána. Ég hef vanalega fikrað mig meðfram honum eftir broti sem er neðan við hylinn en full ástæða er til að fara varlega og annað hvort vaða ána til að finna hylinn eða fylgjast mjög vel með og fara varlega.
Góða ferð.
Þórir H.
15.06.2005 at 14:24 #524104Getur Stóra Laxá ekki verið farartálmi fyrir minni bíla, keyrði þetta sl haust, reyndar eftir tölverðar haustrigningar, þá vatnaði vel yfir 38 tommur á vestasta vaðinu.
15.06.2005 at 14:30 #524106sælir
Hér sérðu leiðbeiningar á mynd yfir vaðið. Þetta ætti að vera nokkuð nærri lagi. Farðu bara ekki fyrir ofan steininn nær fossinum.
http://album.peturs.net/view_photo.php? … 1915AA_003
Þetta vað er vel fært óbreyttum alvöru jeppum eins og Land Rover en láttu það ekki koma þér óvart að það eru margar gjótur í klöppinni á leiðinni sem þú átt eftir að lenda í þér til skemmtunar
Bendi í leiðinni á þessa metnaðarfullu heimasíðu en þarna eru margar skemmtilegar ferðasögur í máli og myndum, skemmtileg síða.
kveðja
Agnar
15.06.2005 at 14:49 #524108Loksins !
[img:68zhdhbu]http://album.peturs.net/albums/sumar2003/2003_0802_151915AA_003.jpg[/img:68zhdhbu]
15.06.2005 at 17:02 #524110Takk fyrir góð svör og þessi vefur sannar sig enn og aftur fyrir að vera góð upplýsingamiðlun.
Þar sem jepplingurinn Freelander verður með í för fresta ég ferð um þennan veg um sinn en á örugglega eftir að kíkja þarna yfir seinna í sumar. Þá eiga leiðbeiningarnar með vaðið eftir að koma að góðum notum.
15.06.2005 at 19:49 #524112Ég er með nokkrar myndir í mínu albúmi frá vaðinu undir Hólaskógur sultarfit,
hér er til dæmis ein.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 2513/16164
Kveðja
Jóhannes
15.06.2005 at 23:15 #524114Gunnlaugur spyr um vaðið á Stóru-Laxá.
Ég hef reyndar bara einu sinni farið þessa leið, og þaðvar núna í vor, og þekki þessa leið því ekkert allt of vel.
Mér skilst að það hafi verið 3 vöð á Stóru-Laxánni sem þurfti að fara yfir, og þau tvö vestari hafi verið erfiðari.
En nú er búið að breyta veginum þannig að tvö vestari vöðin klippast í burtu, vegurinn liggur norðan við bugðuna á ánni þar sem þurfti að fara yfir hana tvisvar.
Það er reyndar eitt vað eftir, það austasta, en það var allavega ekkert vandamál núna í vor, en það var reyndar frekar kalt þá ennþá.
Arnór
18.06.2005 at 22:07 #524116Mér er sagt að nýi Línuvegurinn liggi aðeins upp með Fossánni að austan og yfir ána á nýju og betra vaði á klapparbotni . Þetta sagði mér maður sem vinnur hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða en þeir vinna að slóðagerðinni vegna nýju línunnar. Kveðja. Olgeir
24.07.2005 at 17:56 #524118
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér fyrir neðan er mynd af nýja vaðinu yfir Fossá, en það er mun betra en það gamla, góður malar botn. Farið er yfir ánna uþb. 1 km ofar (norðar) en á gamla staðnum.
[img:2v8ox2ta]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/521/24608.jpg[/img:2v8ox2ta]
ÓE
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.