This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Helgason 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Hvað finnst ykkur um að Landsvirkjun sé að loka sumum línuvegum? Landsvirkjun fékk þetta land með eignarnámi að ég held, ekki ósvipað og þegar land er tekið undir virkjunarframkvæmdir. Fyrirtæki sem getur í krafti landslaga tekið land með eignarnámi ætti að mínu mati ekki að geta leyft sér að loka svo vegunum. Allir landsmenn ættu að geta notið þess að þessir vegir hafa verið lagðir þvers og kruss um landið. Sá línuvegur sem ég hef séð að Landsvirkjun hefur lokað er línuvegur frá afleggjaranum að Sultartangavirkjun að Stöng í Þjórsárdal. Hverju loka þeir næst?
You must be logged in to reply to this topic.