This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Sigurðsson 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.04.2005 at 20:43 #195819
Magnað dót.
Ég hef sjaldan séð svona fyndna mynd..
Getur einhver sagt mér söguna á bak við hana?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.04.2005 at 20:49 #520980
Þetta var nefnilega sumarið 2004 þegar Hlynur Snæland (patrol) fór í jeppaferð með Amerisku tröllu.
Þegar þarna var komið vildi Hlynur sjá drifgetuna frá Usa bílnum enn hann vildi með engu móti fara á eftir Hlyn í þessa pollaskænu, því greip Hlynur til þessara aðgerða að draga hann út í pollinn með valdi.
Enn það gekk víst töluvert á hjá Hlyn að ná Ameríska bílnum upp úr pollinum aftur.
11.04.2005 at 21:21 #520982Fastur nú færð þú plús, ef ekki tvo plúsa. Reyndar á ég nú myndir að þessum kalli í svipuðum aðstæðum, reyndar heilu seríurnar. En það er nú kannski ekkert merkilegt svona myndir af Hlyn eru nú sennilega til í flestum albúmum jeppamann
Kv Jón Snæland
12.04.2005 at 18:59 #520984Kannast við þennan!
Færð plús fyrir að draga þessa mynd fram í dagsljósið.
:o)
18.04.2005 at 10:53 #520986Þetta er bara venjulega mynd þar sem ég er búinn að draga Tóta þvers og kruss og er að draga hann aftur á bak yfir smá pitt sem varð á vegi okkar.
Reyndar var þetta ekki alveg svoleiðis, en sagan er betir svona. Við vorum á leið að vestari Hagafellsjökli með breska vísindamenn og vorum alveg við jökuljaðarinn þegar þessi smá lækur varð á vegi okkar. Það var góður botn í læknum en bara heili þegar framdekkinn voru komin yfir hann. Þarna var ég fastur í 4.5 tíma og Tóti var ekki að hreyfa mig á Subanum, og er hann ekki nein léttavara. (hvorki Tóti né Subinn) Þegar ég var búinn að moka skurð og ræsa frá honum, fór aðeins að þéttast leirinn og maður fór að geta gengið fyrir framan hann og fyrir rest var hægt að nota tjakk og lifta honum aðeins upp og fá smá los á hann. Þá settum við tvo langa teyguspotta á milli, og svo var strekt eins mikið á þeim og Subinn réði við. eftir 15 min í strekkingu fór að koma los á dósina og svo small hann upp, eins og tappi úr kampavínsflösku, en framdekkin voru föst og snérust ekki með. Það var klukkutíma vinna og ná hvoru dekki af og rífa svo bremsudælurnar af og þvo leirinn af öllu draslinu svo dekkinn gætu snúist aftur. Þessi festa kostaði mig báðar driflokurnar og framöxul, og staðfesti það vel að maður verður að sýna jökulleir virðingu og skoða vel leiðir að jöklum að sumarlagi.
Góðar stundir
18.04.2005 at 11:02 #520988Í svona aðstæðum getur oft borgað sig að reyna finna sér góðann læk og keyra upp hann að jöklinum. Botninn í lækjunum er oft miklu fastari fyrir en svæðið í kring, þvert á það sem manni finnst eðlilegt.
kv
Rúnar.
18.04.2005 at 11:50 #520990Ég lærði mína lexíu í umgengni við jökulleir fyrir 14 árum, í Þjófakrók, þar sem seinna var reist húsið Jaki. Sem betur fer var ég einbíla svo það bíllinn var bara tjakkaður upp í lólegheitum, á öllum hornum. Á þeim tíma sem það tók, náði lerinn að losa sig við umfram vatn, og varð harður og þéttur. En þetta kostaði hjólalegur í báðum framhjólum.
Síðan hef ég notað þá aðferð við jökuljaðra þegar jörð ekki frosin, að keyra þar sem steinarnir eru stærstir, þetta hefur dugað hingað til.
Nota sömu aðferðina þegar ég er fótgangandi.
-Einar
18.04.2005 at 13:04 #520992Eru svona kviksyndi ekki miklu algengari en maður í raun gerir sér grein fyrir? Ég man eftir því að hafa horft á eftir afturendanum á gömlu toyotunni okkar ofan í svona kviksyndi sem var líklega eftirhreytur af Skeiðarárhlaupinu stóra í kjölfar eldgossins í Vatnajökli. Ísjaki dormað þarna undir í langan tíma og svo á endanum skilið eftir sig "smá" kviksyndispoll. Gamall bóndi á rúntinum kom okkur til bjargar, það tók ansi langan tíma að slíta jeppagreyið úr þessum leirkenndu faðmlögum…
18.04.2005 at 13:12 #520994Þessi kviksyndi sem verða til eftir jökulhlaup heita (að mig minnir) jökulker. Þau eru vel þekkt eftir jökulhlaup, og serstaklega á skeiðarársandi eftir Grímsvatnagos og hlaup. Það er talið að ferðamaður á hesti hafi sett sig ofaní svona ker eftir hlaup, og síðan hefur ekkert til hans spurts eða hestsins. það er ekki svo langt síðan þetta á að hafa gerst, kanski man einhver sögufróður eftir þessu.
Góðar stundir
18.04.2005 at 16:04 #520996Svona kviksyndi ætti að merkja sérstaklega sem bílastæði fyrir patrollur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.