Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Linkur á þráð ath!!!
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
18.01.2005 at 15:59 #195281
Sælir!!
Getur einhver snillingurinn hérna gert link inná umræður sem voru hér fyrr í vetur um það hvort dekkið fari jafn marga hringi þegar það er búið að hleypa úr því eður ey..Með þökkum Benni R-3370..
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.01.2005 at 16:05 #513794
Er það ekki augljóst að ummál dekkja minkar ekki eða eykst, þó að lögun þess breytist við að tappa lofti úr því?
Eða eru til kenningar um annað?
Kv. Atli E.
18.01.2005 at 16:28 #513796Og þar að auki getur dekkið bara undið ákveðið upp á sig að vissu marki því það á að vera fast við felguna.
AtliE so ég svari þessu með kenningar um annað.
Þá gæti munið smá prósent á sé dekkið full pumpað 30-50 pund (alveg hringlaga) vs. úrhleypt. Það myndi þá bara eiga við að það byrji að belgjast 18-25 pund eftir þyngd bílsins.
En sá munur yrði aldrei meira en pinku lítill.
Einhver hérna mældi það og komst að þeirri niðurstöðu.
Kveðja Fastur
18.01.2005 at 16:31 #513798[url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1307:us6oib7k]hérna[/url:us6oib7k] er það sem þú varst að leyta að … alla vegana einn þráður með tilraun frá góðum manni
18.01.2005 at 23:18 #513800Auðvelt, takið eitt stykki belti og krækið því í ysta gat, þá eruð þiðkomnir með ummáal hrings.. leggið beltið á gólfið í hring þá fáið þið þvermál. Svo getið þið tekið beltið uppá rönd og rúllað þvi eftir golfinu, sama hversu aflagað það er þa farið þið alltaf sama velgalengdina, því ummálið er það sama.. hehe og hana nú
19.01.2005 at 10:00 #513802Takk fyrir þetta drengir það var einn forvitinn að pæla í þessu..
19.01.2005 at 10:09 #513804Sæll!
Áður en þú gleypir það sem herrarnir hér á undan hafa sagt skaltu skoða það sem ég stal af vef Háskólans.
Spurningin í heild var sem hér segir:
?Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor svaraði um daginn spurningu minni um 2 jeppadekk. Samkvæmt svarinu breytist ummál dekkjanna, getur það verið?
Spyrjandi vísar hér í svar við spurningunni Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum? Í svarinu er (vísvitandi!) ekki tekið svo til orða að ummál dekkjanna breytist, heldur er eingöngu talað um vegalengdina sem hjólið færist í einni umferð enda er það hún sem skiptir mestu gagnvart spurningunni sem þarna var til umræðu. Þó er sjálfsagt ekki langsótt að túlka svarið eins og spyrjandi gerir. En lykilatriðið í svarinu er þessi setning:
Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla eða radía dekksins, það er að segja fjarlægðinni frá miðju öxuls eða snúningsáss niður á veginn.
Þegar lítill þrýstingur er í dekkinu er þessi virki geisli lítill eins og flestir vita; dekkið leggst þá saman að hluta og felgan sígur nær veginum. Þegar þrýstingur er aukinn með því að dæla lofti í dekkið vex þessi virki geisli. Ef við pumpum þar til dekkið verður mjög hart snertir það undirlagið nánast aðeins í einum punkti enda er þá komin á það bunga eftir miðjum slitfletinum allan hringinn. Þegar það veltur snertir það aðeins veginn á mjórri ræmu eftir miðjum fletinum.Dekkjaviðgerðarmenn munu kannast við að dekk sem eru yfirleitt með miklum þrýstingi slitna einmitt mest á svona rönd. Dekk sem eru oftast með litlum þrýstingi slitna hins vegar mest á jöðrum slitflatarins.
Spyrjandi getur sannfært sig um ummálsbreytingu dekks með því að taka það undan bíl, mæla ummálið með hentugu málbandi og dæla síðan lofti í dekkið þar til það er orðið vel hart og fyrrnefnd bunga hefur myndast. Mæling á ummáli sýnir þá greinilega aukningu sem getur numið nokkrum sentímetrum.
Hins vegar er vert að undirstrika enn og aftur að þessi ummálsbreyting á lausu dekki er ekki aðalatriði máls heldur breytingin á geislanum sem áður var nefndur og þar af leiðandi á færslunni sem verður í hverri umferð hjólsins. Þessi geisli er mældur þar sem raunverulegt hjól situr undir raunverulegum bíl og hann ræður raunverulegri færslu. Hins vegar er ástæðulaust að tengja hann við eitthvert tiltekið ummál enda er þetta raunverulega dekk undir bílnum yfirleitt talsvert aflagað eins og við þekkjum.?
Svo fjölmörg voru þessi orð og ég á fremur bágt með að trúa því að menn sem hafa einhverntímann hleypt úr finni ekki að bíllinn fer hægar þegar þvermál, eða öllu heldur radíus (geisli) hjólsins minnkar alveg burtséð frá beltisfræðum. Í sambandi við þau má þó geta þess að þeir sem séð hafa jarðýtur vita að því minna sem drifhjólið er í þvermál því hægar fer ýtan burtséð frá lengd beltisins. Í urhleyptu dekki fer baninn nefnilega aldrei réttan feril heldur í allskonar fellingum sem bæta fyrir þvermálsminnkunina.
Lifðu svo heill!
Þ
19.01.2005 at 10:53 #513806Hvort á ofangreint við Radial dekk eða Diagonal dekk???
Á einum snúningshring jarðýtubeltis fer jarðítan ávalt jafn langt og lengd beltisins, óháð stærð sprocket hjólsins
Það sem Prófessorinn sagði er alveg rétt svo langt sem það nær, sem er því miður ekki alveg nógu langt. Það eru fullt af öðrum hlutum sem hafa áhrif á þetta.
Farðu bara út á plan og mældu þetta.kv
Rúnar.
19.01.2005 at 10:54 #513808Valdur skirfaði á þessa leið :
[i:2xr2luyb]Svo fjölmörg voru þessi orð og ég á fremur bágt með að trúa því að menn sem hafa einhverntímann hleypt úr finni ekki að bíllinn fer hægar þegar þvermál, eða öllu heldur radíus (geisli) hjólsins minnkar alveg burtséð frá beltisfræðum. Í sambandi við þau má þó geta þess að þeir sem séð hafa jarðýtur vita að því minna sem drifhjólið er í þvermál því hægar fer ýtan burtséð frá lengd beltisins. Í urhleyptu dekki fer baninn nefnilega aldrei réttan feril heldur í allskonar fellingum sem bæta fyrir þvermálsminnkunina.[/i:2xr2luyb]Þú nefnir þessa minnkun á tannhjóli ýtu en gleymir að hugsa að þegar tannhjólið á henni fer einn hring þá fer beltið ekki einn hring. Þannig er það hjá dekkinu.
Það má vera að þú farir hægar yfir með minna loft í dekkinu á grófu/grýttu yfirborði því baninn eltir misfellur í stað þess að fara beint af toppi á topp steina. En baninn ferðast sam sömuvegalend eftir yfirborðinu sé það slétt (malbik eða steypa).
Þessir ágæti prófessor þekkir örugglega fleti með endalaust yfirborð og hefði getað reiknað út að bíllinn myndi aldrei fara af stað með úrhleyptu dekki á slíku yfirborði. En spurning var einföld og svarið flókið.
Framkvæmd Emils á þessari tilraun sýnir að ummál banans er það sama. Ég einhverra hluta treysti Emil um að hafa farið vel í framkvæmdina.Kveðja Fastur
e.s. Ég gaf ástæðuna fyrir því að þú færð kannski hægari lárétta yfirferð með úrhleyptu dekki en vegalengdin gagnvart snúningi dekksins er sú sama.Kveðja Fastur
19.01.2005 at 11:42 #513810Mér fanst frekar dapurlegt að sjá hvernig prófessorinn kolféll á þessari spurningu. Það sem hann segir um dekkk er flest rangt, eins og mæling Emils sýnir. Nú tegist eitthvað á beltinu þegar þegar pumpað er í radíal dekk, þannig að vegalengdin eykst örlítið, en að halda því fram eins og Þorsteinn gerir, að virkur radíus (geisli) hjólsins sé fjarlægð miðju þess frá jörðu, það er alrangt.
-Einar (BS Eðlisfræði, MS, PhD Jarðeðlisfræði)
19.01.2005 at 11:45 #513812Sælir félagar.
Er ekki hægt að prófa þetta með því að hleipa loftinu úr
öðru dekkinu á læstri hásingu og sjá hvort vindlitla dekkið
dregst ekki til ætti að gera það miðað við lísingu prófessorsins.
Kv Jóhann
19.01.2005 at 11:47 #513814Minnir mig á:
"In theory, theory is like practice. In practice, it isn’t"
-haffi
19.01.2005 at 12:29 #513816Nákvæmasta aðferðin til að mæla þetta er sú sem Emil notar. Önnur aðferð sem hægt væri að nota er að bera saman hraða samkvæmt GPS og hraðamæli, við mismunandi loftþrýsing í dekkjum. Ég hef séð ökumælaverkstæði nota báðar þessar aðferðir. Ég hef ekki orðið var við að þir pældi í loftþrýstingi í dekkjum.
Það væri áhugavert að mæla vegalengd sem bíll fer fyrir hvern snúning á hjóli, fyrir diagonal dekk. Mér kæmi ekki á óvart þó loftþrýsingur hefði meiri áhrif þar en á radíal dekkjum, þó sennilega séu áhrifin svo lítil að það sé erfitt að mæla þau.
-Einar
19.01.2005 at 13:19 #513818
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Málið er mjög einfalt.
Þegar búið er að hleypa úr dekkjum þá lækkar bíllinn þ.e.a.s vegalengd frá miðju dekks og niður á götu hefur minkað. Vegalengdin sem bíllinn fer við hvern snúning dekksins er þessi vegalengd sem við köllum ?r? margfölduð með tveim (2) margfölduð með pi (c.a 3,14) eða u=2*r*pi
19.01.2005 at 13:44 #513820Sáraeinfalt ekki satt?
Og hljómar rosalega vel, alveg þar til einhver tekur sig til og mælir þetta. Þá verður rosalega erfitt að fá niðurstöðuna til að passa inn í jöfnuna (helv. raunveruleikinn alltaf að flækjast fyrir fræðunum).
Þetta hefur verið mælt hér á landi, sem og hjá andfætlingum okkar og niðustaðan reyndist sú sama (radial dekk). Vegalengdin sem dekkið fer er nokkurnvegin sú sama og lengd sóla dekksins.
Þetta vita líka allir sem hafa hleypt úr, því þú finnur það strax að bíllinn gírast ekkert niður við það.
kv
Rúnar.
19.01.2005 at 13:54 #513822
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað gerist þá ef þú tekur dekkið alveg af felgunni eða hleypir alveg úr dekkinu og keyrir á malbiki með einungið þykktina á gúmmíinu milli felgunar og götunnar.
19.01.2005 at 14:38 #513824Prófaðu þetta og segðu okkur frá því hvað gerist. Þú mátt prófa að bjóða Þorsteini Vilhjálmsyni með þér.
-Einar
19.01.2005 at 14:46 #513826Eftir prófunum hjá andfætlingum okkar:
Fyrst minnkar vegalengdin aðeins frá harðpumpuðu dekki og lítilega úrhleytu dekki.
Svo gerist ekkert óháð því hversu miklu þú hleypir úr, og vegalengdin sem dekkið rúllar er líklega nokkuð jöfn lengd sólans á dekkinu.
Að lokum fer sólinn að böglast og beygjast og þá minnkar vegalengdin aftur.Ef þú tekur dekkið af felgunni, þá að sjálfsögðu gildir formúlan um ummál hrings, enda ekkert gúmi með um sig vafið stálbelti, sem ruglar jöfnuna.
kv
Rúnar
19.01.2005 at 18:33 #513828"Þegar búið er að hleypa úr dekkjum þá lækkar bíllinn þ.e.a.s vegalengd frá miðju dekks og niður á götu hefur minkað. Vegalengdin sem bíllinn fer við hvern snúning dekksins er þessi vegalengd sem við köllum ?r? margfölduð með tveim (2) margfölduð með pi (c.a 3,14) eða u=2*r*pi "
Það þýðir ekkert að spá í radius eða þvermáli, ummálið er það sem gildir. sama hversu aflagað dekkið er þa breytist ummálið ekkert( nema það togni á gúmmíinu, sem er ólýklegt) þar af leiðandi fer dekkið sömu vegalend með mismikinn loftþrýsting.
Skoðið þráðinn minn þar sem ég tek belti sem dæmi ekki dekk.
20.01.2005 at 09:20 #513830u=2*r*pi er jafnan fyrir umáli hrings (lengd sólans). Á dekki er þessi stærð föst, og breytist ekki við úrhleypingu.
Þar fyrir utan þá gildir þessi formúla fyrir hring (sem er svona kringlótt fyrirbæri), en úrhleypt dekk var síðast þegar ég gáði ekkert sérstaklega vel kringlótt, og er því einfaldlega ekki hringur. Þessi formúla gildir því einfaldlega ekki fyrir úrhleypt dekk.
kv
Rúnar.
20.01.2005 at 10:28 #513832
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég nenni ekki að röfla um þetta við ykkur. Rúnar þú ert búinn að fara sjálfur í hringi með þetta, jafnan er rétt bara í upphafi og enda en ekki inn á milli, eða eitthvað ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara.
Það sem er rétt hjá ykkur er að U=2*r*pi er ummál hrings.
Þetta þíðir að snúningar á mínútu eru líka metrar á mínútu þegar komið er út í hjól.
Því legg ég til að einhver fari nú út finni langa beina götu setji bílinn í lágadrifið (til að geta haldið lægri snúningshraða og því keyrt lengur) og keyri á föstum snúningshraða vélar í ákveðinn tíma (því legur því betra) og mæli einfaldlega vegalendina sem ekin er. Þetta er síðan endurtekið þegar búið er að hleypa úr dekkjunum.Ef það er satt sem þið segið þá fer bíllinn nákvæmlega sömu vegalend á sama tíma en ef ég hef rétt fyrir mér þá fer bíllinn styttra eftir að búið er að hleypa úr.
Það væri einnig hægt að byrja tímamælinguna alltaf við t.d. ljósastaur og keyra í fastann tíma frá þeim punkt.
Svo er ekki á nokkurn hátt hægt að líkja þessu við belti þar sem belti fer eftir föstum ferli en ekki dekkið (þ.e.a.s þegar búið er að hleypa úr því)
Gangi ykkur vel og bíð spenntur eftir niðurstöðu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.