Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LightForce kastarar
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.09.2007 at 01:29 #200887
Sælir félagar, hverjir eru að selja LightForce kastara hér á Íslandi ??
Hafa menn verið að nota Striker 170 ??
Hvernig er reynslan af þeim ??Kv.Bragi Þór
R-3862 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.09.2007 at 01:49 #598246
Sæll.
Hlað er umboðsaðili fyrir þá hér heima.
[url=http://www.hlad.is/display.php:2komv0rx][b:2komv0rx]Hér finnur þú þá[/b:2komv0rx][/url:2komv0rx]
30.09.2007 at 10:17 #598248Takk fyrir það, en ég var að spá hvort það væru fleiri að selja þá ??
30.09.2007 at 10:47 #598250Minnir að Arctic trucks hafi verið með lightforce kastara. Hef ekki reynslu af þeim sjálfur en þeir mega vera fjandi góðir fyrir verðið sem sett er á þá.
30.09.2007 at 13:52 #598252Held að AT sé bara me KC í dag. Af hverju ertu að leita? akstursljósi eða púntljósi? LightForce eru mjög góð sem púntljós annað ekki, ég hef verið með LightForce 240XGT svolítið á milli handanna og þetta er magnað ljós en það er STÓRT ef þú ert að leita af akstursljósi þá er vert að skoða Hella Luminator (krómað með bláu gleri) magnað akstursljós og hentar rosalega vel að breyta yfir í XENON HID og þá ertu kominn með ljós dauðans…
Svo má ekki gleima bílabúð Benna með IPF sem eru mjög góð ljós líka.
30.09.2007 at 14:06 #598254Bestu kaupin í dag eru hjá Bílasmiðnum. Parið af Britax kösturum kostar einhvern 12 til 14 þúsund kall. Er búinn að nota þau í ár, og þau gefa Hella ekkert eftir, en kosta bara helmingi minna.
Góðar stundir
30.09.2007 at 14:28 #598256Ég var með svona britax kastara hjá mér og fanst þeir ekki virka neitt.Bara ódýrt drasl að mínu mati. Bróðir minn setti líka svona britax á sinn jeppa og það brotnaði glerið í öðrum þeirra þegar hann kveikti á þeim, hver er ástæðan fyrir því? Ég er með Hella xenon núna og það er snildin ein.
–
Kv Ísak Fannar
30.09.2007 at 15:55 #598258Ég var með svona stóra Lightforce kastara framaná Fordinum og ég henti þeim af fyrir IPF tveggjageisla kastara. Mér fannst þeir alls ekki nógu góðir.
Hef líka verið með Hella xenon – lýsa alveg rosalega – ef að loftið er tært, en um leið og einhver mugga er þá eru þeir verri en engir – og reyndar finnst mér það um öll xenon dreyfiljós.
Ég er núna með 4 stk gula IPF dreyfikastara framaná og 4 stk IPF punkta á toppnum og þetta er besta samsetning ljósa sem ég hef haft. Þessir gulu bara virka í snjónum og ef það er hríð eða þoka þá kemur lági geislinn mjög vel út.
Hlað er með Lightforce og AT eru fyrir löngu hættir að selja þá.
En ég mæli með IPF – og þeir voru á tilboði fyrir skommu síðan og ég keypti mína átta fyrir innan við 100 kkr.
Benni
30.09.2007 at 16:21 #598260Ég er búinn að vera að pæla í þessu [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8241:20hjexbh]dálitið lengi[/url:20hjexbh], byrjaði á að vera spenntur fyrir Lightforce en núna er IPF 930 að koma sterkir inn, held að ég hafi svei mér þá séð þá á tilboði hjá Bílabúð Benna á 11-12þ kr stykkið (gæti verið misminni eða skynvilla). Sem er bara ágætis verð fyrir allt þetta ljós. Hvað ætli maður komi mörgum framan á bílinn hjá sér?
Nú er farið að dimma aftur svo ég þarf víst að fara að fara að gera eitthvað í þessu.
30.09.2007 at 18:34 #598262Hvað vilja menn fá fyrir peninginn það er eflaust sem mest
sú ódýrari er þessi en samt góð ljós að mínu mati
Lightforce XGD púntljós 34.ooo kr svo Piaa 510 þokuljós
25,ooo kr og sem vinnuljó Sirius þokuljós 2 stikki 7,ooo kr
Sumum mun fynast þetta dýrt, þessi ljós eru að eiða um 40 til 45 amp þegar öll eru í gangi. Svo er það dýrari kosturinn
Lightforce HID 5ow 150,ooo kr svo Piaa HID 610 þokuljós
um 95,ooo kr vinnuljós piaa xt1500 þokuljós um 25,ooo kr , þessi ljós eruað eiða um 17 til 23 amp öll saman. það er hægt hafa það ódýra en hér segir en þá eru gæðin í samræmi við það. HID ljósin taka munn minna ramagn til sýn en venjuleg
perur skifti ekki máli hvort það eru H3 eða H4 . það er aðeins meira vesinn setja HID ljósin fyrir þar sem þaug eru með straumgafa tegur smá plásskv,,, MHN
30.09.2007 at 19:16 #598264Bara svo það komi fram að þá er líka til gult xenon svo er þetta nú bara þannig að xenon og xenon er ekki það sama. sú lausn sem nafni er með er í sjálfumsér ágæt en fjarri því að vera eitthvað sem ég myndi sætta mig við hinsvegar því ég er að ferðast á fjöllum í öllum veðrum ekki á malbikinu eins og hann gerir nánast eingöngu. Það að vera með einhvern ægilegan fjölda kastara er eitt, að vera með eitthvað sem er virkilega að virka er annað…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.