This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Birgir Baldursson 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Komiði sæl!
Ég er nýr félagi í þessum ágætu samtökum og var að enda við að fjárfesta í vhf-stöð og ísetningu. Eitthvað finnst mér móttakan vera undarlega léleg hjá mér, varla að maður nái öðrum signölum en daufum og flöktandi á beinu rásunum hér í Reykjavík.
Ég er búinn að flakka víða um höfuðborgarsvæðið til að reyna að kalla upp nýja endurvarpann á Hlöðufelli en hann svarar mér hvergi. Bláfjöll ansa hins vegar ágætlega en eru auðvitað alveg ofan í nefinu á manni og myndu eflaust gera það þótt loftnetið væri ótengt.
Ég sá einhversstaðar hér á spjallinu að menn væru að kalla Hlöðufell upp af höfuðborgarsvæðinu, jafnvel með handstöðvum og því spyr ég:
Eru aðrir hér í Reykjavík að fá Hlöðufell til að svara þessa dagana, eða er einfaldlega eitthvað athugavert við ísetningu stöðvarinnar? Þetta er hefðbundin 25 watta stöð og 5/8 loftnet aftarlega á toppi bílsins.
You must be logged in to reply to this topic.