This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Karl Bernhardsson 16 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Aldrei er góð vísa of oft kveðin!!!
—
Fann þetta inná vef umhverfisstofnunar.„Akstur utan vega er bannaður. Ástæða þess að reglugerð er sett um bann við akstri utan vega er sú að íslensk náttúra er auðlind sem taka verður tillit til. Gáleysisleg umgengni og átroðningur er líkleg til að valda miklum spjöllum og breytingu á ásýnd lands m.a. vegna veðráttu og norðlægrar legu landsins. Jarðvegur hér er ríkur af ösku, vikri og öðrum áfoksefnum. Hann er grófur og laus í sér og því auðrofinn. Á hálendinu einkennist gróðurþekjan víða af mosaríkum sverði og gisnum háplöntugróðri. Gróðurlendi sem þessi eru afar viðkvæm fyrir átroðningi, láta fljótt á sjá og eru lengi að gróa upp. Sýnum því samstöðu – hlífum landinu við akstri utan vega.“
—
Annað sem menn athuga ekki. Þó svo að bíllinn marki ekki nema örfá millimetra í svörðin þá geta þessir örfáu millimetrar orðið að skurðum í leysingum. Vatn leitast í þessi för og grefur allt í sundur. Og þó að það sjáist ekki mikill gróður á stórum svæðum þá er hann samt þar og er mjög viðkvæmur og þolir ekki minnsta rask.
—Datt þetta bara í hug í ljósi umræðu síðustu vikur.
Kveðja
Þengill
You must be logged in to reply to this topic.