FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

leoemm.com

by Hlynur Snæland Lárusson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › leoemm.com

This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Grimur Jónsson Grimur Jónsson 17 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.10.2007 at 18:05 #200983
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant

    Leo M Jónsson er alltaf skemmtileg lesning, og nóg af gullkornum. Þetta las ég hjá honum.

    Mitt álit á Nissan Patrol!
    Spurt: Mig langar að fá álit þitt á Nissan Patrol 2004 og uppúr með 3ja lítra dísilvél.

    Svar: Breyttur Patrol 3ja lítra dísill er aðgangskort að vandamálum; mikil eyðsla, þungur bíll og ekki dugmikill í erfiðri færð: Skil ekki hvað menn sjá við þessa bíla nema það sé stærðin – Musso hentar t.d. mun betur til breytinga – hins vegar er Patrol mjög þægilegur og rúmgóður jeppi – óbreyttur.

    Hinn alvitri jeppamaður hefur afgreitt málið. Patrol er drusla sem drífur ekki neitt og hentar ekki til breytinga. Musso er hinsvegar kjörin til breytinga.

    :) :)

    Góðar stundir

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 16.10.2007 at 18:39 #600086
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    …segir hann eitthvað sem vit er í 😉
    –
    Bjarni G.





    16.10.2007 at 19:05 #600088
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Nú er búið að auglýsa nýjan Patrol með betri og öflugri Commonrail Díselvél……..

    Veit einhver hversu öflug hún á að vera???





    16.10.2007 at 19:38 #600090
    Profile photo of Jón Ingi Ólafsson
    Jón Ingi Ólafsson
    Member
    • Umræður: 11
    • Svör: 102

    Leoemm.com er snilld, ég las grein um Terrano II á þeirri síðu og hef verið ákaflega stoltur af bílnum mínum síðan.

    Þar er talað um að gamla 2,7 Terrano II vélin sé talsvert sprækari og skemmtilegri en jafngamlar 2,8 Patrol vélar.





    16.10.2007 at 20:20 #600092
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Patrol drífur ekkert….

    Hefur hann sem sagt verið að ferðast með þér Hlynur minn ?

    BM





    16.10.2007 at 20:35 #600094
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ég get svarið það ég sá Leó laumast flóttalegan upp í Pattann hjá Hlyn.
    Því má bæta við að það fréttist af kóngnum á svona bifreið, skíta brúnni að lit og greinilegt að speedway blue var ekki að virka.





    16.10.2007 at 22:08 #600096
    Profile photo of Eyþór Guðnason
    Eyþór Guðnason
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 459

    Satt er það ég var að prófa svona bíl sem ég vil líkja við vel sprautaðan zetor traktor með fensí innréttingu svo að ég var snöggur að læknast af þessum vagni.

    Kv Kóngurinn.

    P.S. það er fátt sem toppar speedway blue.





    16.10.2007 at 22:18 #600098
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Það er allavega ljóst að Zetor drífur ekki upp kambana á 120 með fellihýsið… :)

    kv
    Rúnar





    19.10.2007 at 15:46 #600100
    Profile photo of Valdimar Oddur jensson
    Valdimar Oddur jensson
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 198

    Það er alveg magnað að heyra menn tala sjálfir um hvað Patrol er kraftlaus, en hef heyrt það nokkrum sinnum af mönnum sem eiga patrol þ.e.a.s 2.8,
    eina sem hefur komið með viti í húddinu á Patrol er 4,2 og 3,3 diesel, en hitt er ónýtt,
    En heyrði að 4,2 vélin hefði ekki fengið inngöngu í landið vegna að hún stóðst ekki mengunarstaðla

    En t,d má nefna að stóri Cruiserinn er með 4,2 diesel, og er það alvöru vél sem slær ekki feilpúst, og ef það gerist má telja til undantekningar,





    19.10.2007 at 20:01 #600102
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    Svo maður vitni í Leó

    Brotajárn nr. 21:
    .
    Mig langar til að fá álit þitt á Toyota Landcruiser 100 VS diesel 2004 og uppúr.
    .
    Þetta er tískufyrirbrigði … LandCruiser er hvorki betri né verri en fjórhjóladrifsjeppar yfirleitt en dýrari – og hvað varðar aksturseiginleika, þægindi og "Look“ eru þeir minnst áratug eða svo á eftir … Stöðugildið er slíkt að eigendur nánast afhenda umboðinu veskið (með öllum kortum) – bilanatíðni mun vera yfir meðaltali … Til umhugsunar: – LandCruiser 80/90/100/120 (eða í hvaða röð þeir eru) sjást varla á Autóbönum í Þýskalandi – nema þá á hægri akreininni – þeir komast ekkert áfram …
    .
    mamamama-bara skilur þetta ekki lengur

    Siggi





    19.10.2007 at 20:22 #600104
    Profile photo of Hjörtur Már Gestsson
    Hjörtur Már Gestsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 478

    Nei nú fremur maðurinn helgispjöll og ekkert minna!
    að láta svona lygar, já lyyyyygar og ósannindi og bara já lygar falla í garð hins heilaga grals allra jeppamanna, LandCruiser!
    Jimundur! hvað er næst?





    19.10.2007 at 21:58 #600106
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    er alltaf auðvelt fyrir einnmanna sálir sem sitja einir út í horni með krús í hendi "kritesera" það sem þeir hvorki þekkja né skilja.





    19.10.2007 at 22:20 #600108
    Profile photo of Hjörtur Már Gestsson
    Hjörtur Már Gestsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 478

    Þá finnst mér hálf asnalegt hjá honum að líta til þýskalands til að sjá hvaða jeppar eru vinsælir þar, síðan hvenar þarf maður jeppa í þýskalandi?
    Held það Honda CRV sé frekar hardcore þar í landi.
    .
    Menn ættu aftur á móti að líta til landa þar sem menn virkilega þurfa alvöru jeppa, Afríka, Ástralía suður Ameríka, þarna eru Toyotur á hverju strái, jafnt Hiluxar og Landcruiserar, þó meira sé af hinum fyrrnefndu.





    19.10.2007 at 22:57 #600110
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Það nú samt ótrúlega mikið af jeppum á ferðinni í mið-evrópu miðað við hvað er lítið við þá að gera, en það er raunar rétt hjá Leo að það sést ekki mjög mikið af Landcruser hérna og raunar ekki mikið af Toyota yfir höfuð.
    Hins vegar var ég á ferð í Asíu núna í september, nánar tiltekið í Kambódíu og þá varð mér ljóst hvers vegna Toyota er orðin stæðsti bílaframleiðandi í heimi. Á götunum í höfuðborginni Phnom Penh voru svona u.þ.b. 80-90% af bílunum Toyota og mikið af Landcruser enda þarf ekki nema að fara í útjaðar borgarinnar til að vera komin á frumstæða moldarslóða. Og við millilentum og vorum í einn dag í Bangkok í Thailandi og þar var Toyota kannski ekki alveg jafn ráðandi en samt óhemju mikið af þeim.
    Í Phnom Penh er samt aðalfarartækið mótorhjól og mjög algengt að sjá fjóra á einu litlu 125cc mótorhjóli.





    20.10.2007 at 14:21 #600112
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Manni hefur nú sýnst gegn um tíðina að leoemm sé dálítið öfgafenginn í skoðunum og álit hans á bílum finnst manni stundum miðað við akstur á rétttrúnaðarátóbönum sem uppfylla staðla býrokratanna í Brussell. – Einhvernveginn hef ég trú á því, að það séu nú ansi margir hér á landi í hópi þeirra sem hafa notað jeppa sem jeppa þeirrar skoðunar, að LC 80 sé afskaplega vel heppnuð fjórhjóladrifsbifreið, hvort sem maður ætlar að nota tækið óbreytt eða breyta því. Það eru því miður ekki margir bílar á markaði nú sem standa honum á sporði, enda markvisst stefnt að því að gera alla svona bíla að drossíum til malbiksnota í sólskini. Ég reikna með að ef skriffinnarnir í Brussell hefðu ekki komið í veg fyrir að Patrol fengist hér með þeirri vél sem hann var upphaflega hannaður fyrir, þ.e. þessa stóru 6 cyl. 4,3 lítra eða hvað hún nú er, þá væri sá bíll einhver sá vinsælasti hérlendis. Þ.e.a.s. meðan hann kemur ekki grindarlaus með fólksbílaklafa allan hringinn eins og Pajero. Það má reyndar ekki gleyma hér að tala um Defenderinn, en á hann vantar tilfinnanlega veðurhelda yfirbyggingu.





    27.10.2007 at 23:00 #600114
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    VEÐURHELDA yfirbyggingu !!!

    Alveg ótrúlega skemmtilega orðað :-)

    Á mínum vinnustað er nánast bannað að gera grín að breskum bílum, nema að hafa átt einn.
    Ég átti RangeRover…

    Hvað er að þegar Rover lekur ekki olíu??

    Sv: HANN ER OLÍULAUS!!!





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.