This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Leó M. Jónsson hefur svarð á heimasíðu sinni þeim viðbrögðum sem hann fékk á spjallþræði hérna á vefnum við fyrri grein sinni um jeppabreytingar.
Almennt finnst mér hann heldur draga í land þarna, svona ef maður tekur mið af vissum setningum sem voru í fyrri greininni. Ég held að það sé hins vegar réttmæt gagnrýni að menn notuðu óþarflega stór orð þarna á þræðinum (það gerir Leó reyndar líka núna, en látum það vera eftir að hann hefur verið kallaður rugludallur og fleira í þeim dúr). Mér finnst hann hins vegar líta framhjá því að í bland við stóru orðin var bein málefnaleg gagnrýni á skrif hans. Hann nefnir Snorra Ingimars sérstaklega, en kemur ekkert inn á þá efnislegu gagnrýni sem Snorri setti fram.
Fínt að umræðan sé fjörleg, en hún er því beittari sem minna er af stóryrðum.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.