FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Lélegur í gang..

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Lélegur í gang..

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Lárus Elíasson Lárus Elíasson 21 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.01.2004 at 12:50 #193466
    Profile photo of
    Anonymous

    Hæ,

    er með Pajero 1997 árgerð, með dísel vélinni. Hann er farinn að vera leiðinlegur í gang uppá síðkastið. Þó ég hiti hann, þá verð ég stundum að halda áfram að starta honum og þá tekur hann við sér með svona prumpugang og reykir eins og andskotinn meðann hann er að komast yfir prumpið.

    Getur einhver sérfræðingur sagt mér hvað þetta getur hugsanlega verið?

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 16.01.2004 at 12:56 #484558
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Hljómar eins og eitthver glóðarkertanna séu farin.

    -Einar





    16.01.2004 at 13:13 #484560
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Glóðakertin eru að duga 70-110 þ.km. í Pajero 2,8 cc. og miðað við lýsingu þína á ástandinu þá er það ca. 99% öruggt að glóðakertunum sé um að kenna. þau kosta á milli 15.000 20.000 í Heklu.

    kv. vals





    16.01.2004 at 13:27 #484562
    Profile photo of Trausti Bergland Traustas
    Trausti Bergland Traustas
    Participant
    • Umræður: 105
    • Svör: 381

    Athugaðu hvort þú fáir ekki kerti í hann hjá bræðrunum Ormsson.
    Fékk glóðarkerti þar einu sinni í opel vectru diesel á 1300 kr stk, þegar kertið hjá umboðinu átti að kosta 6700 kr stk
    kertakveðja Trausti





    16.01.2004 at 13:31 #484564
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Ég verð var við svipaða hegðun í Patrol. Hvar fæ ég glóðarkertin ódýrust í hann?

    -haffi





    16.01.2004 at 15:09 #484566
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Tilvitnun: "Þó ég hiti hann, þá verð ég stundum að halda áfram að starta honum og þá tekur hann við sér með svona prumpugang og reykir eins og andskotinn meðann hann er að komast yfir prumpið."

    Eru síur örugglega í lagi? Og engin vaxmyndun á ferðinni? Oft gott að byrja á einfaldari hlutunum…

    Hjölli.





    16.01.2004 at 15:34 #484568
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Sæll paejo. Þegar glóðakertin fóru hjá mér í ca 100.000km.
    birjaði hann á þessu prumpi í gangsetningu (kaldur)og
    reykti eins og Patrol á meðan hann var að hökta í gang.
    Fékk mér kerti í Bílanaust, kostuðu minna en entust alveg
    í heila 15.000km. Fékk mér orginal kerti í Heklu sem kostuðu
    aððeins meira ca.15.000kr (4stk.) með 4×4 afslætti.
    Ég vil það frekar ef endingin er kanski 7 sinnum lengri.
    Vona að þetta komi að notum
    Ps. Er með 2,8 Pajero árg. 98
    Ps.Ps. Þegar kertin fóru hjá mér þá stittist hitatíminn
    úr ca 4-5 sek í 1-2 sek. vegna þess að klukkan reiknar út
    viðnámið í kertunum.
    Kveðja Halli
    E-1339





    16.01.2004 at 20:22 #484570
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ef að það eru ekki kertin þá eru það spíssarnir. Bíllinn minn lætur svona með nýjum kertum og það er pottþétt að spíssarnir eru farnir að svíkja mig, eyðslan líka eftir því. Passaðu þig bara á því að ef þú ferð í Bílanaust þá er ekki sama hvaða kerti eru keypt og geta verið nokkrar tegundir í sömu vélina. Best er að vélartýpu sem er 4m40 hjá þér og svo boddýtýpu skrifað hjá sér þegar verslað er í Dýranaust og helst partnúmer á kertinu líka.





    17.01.2004 at 23:18 #484572
    Profile photo of Sigurður G. Kristinnsson
    Sigurður G. Kristinnsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 149

    Keyptu kertin hjá IH þó þau séu aðeins dýrari þú þarft ekki að skipta um þaug öll þú getur mælt kertin og fundið út hvað þú þarft af kertum það eru tvær gerðir í pattanum
    3 fremstu eru einföld og hin tvöföld mældu einföldu kertin til jarðar en hin á milli pólanna verður að aftengja greiðuna á kertunum meðan þú mælir.
    Bíllinn hjá mér var leiðinlegur í gang og gekk leiðinlega kaldur skipti um eitt kerti og nú er hann allt annar tíminn á sem hann hitar er líka lengri.
    Kveðja SIGGI





    18.01.2004 at 01:29 #484574
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 410

    Mundu líka að athuga hvort að það kemur straumur að blessuðum kertunum áður en þú anar útí að skipta um þau öll…… Kannski er bilað reley eða farið öryggi…





    18.01.2004 at 08:49 #484576
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 408

    Keypti á sínum tíma, hitakerti í Nissan hjá AP varahlutum í Kópavogi á hagstæðu verði

    l.





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.