This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 13 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Vinnufélagi minn keyrir mikið um á Suzuki ferðahjóli og er meðaleyðslan hjá honum á langferðum hér heima í kringum 7/100 (mælingar til margra ára). Hann var síðan að koma úr langferð á hjólinu um Norðurlöndin (SVÍ,DAN,NOR) þar sem eknir voru þúsundur km á tveimur vikum og það merkilega við þetta var að fljótlega eftir að hann kom til Danmerkur þá tók hann eftir því að meðaleyðslan lækkaði smátt og smátt niður í 5/100 og hélst þannig út alla ferðina. Þegar hann svo lenti aftur með Norrænu á Egilsstöðum og keyrði heim þá hækkaði eyðslan smám saman aftur í 7/100 á hundraðið.
Hafa menn einhverja vitneskju um það hvort bensín sé af lakari gæðum hér en erlendis, erum við að brenna einhvern skít hérna á Íslandi ?
You must be logged in to reply to this topic.