FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Lekur olíutankur.

by Eiríkur Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Lekur olíutankur.

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Eiríkur Sigurðsson Eiríkur Sigurðsson 14 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.10.2010 at 10:25 #215201
    Profile photo of Eiríkur Sigurðsson
    Eiríkur Sigurðsson
    Participant

    Ég er með aukatank í L/C 90 sem koma sífellt sprungur í og hann fer að leka.Tankurinn er smíðaður úr áli og tekur 90 l.Smíðaður af Prófílstál 1998.Þeir eru margsinnis búnir að sjóða fyrir mig í þessar sprungur en það dugar skammt,sérstaklega ef keyrt er á grófum fjallvegum.Hann er með tveimur festingum að aftan en einni að framan þannig að hann vinnst ekki með bílnum.Tankurinn er mishár þ.e. afturhlutinn er töluvert hærri og sprungurnar myndast alltaf í hverkinni ofan á tanknum þar sem hann hækkar.Nú er spurning hvort menn hafa lent í þessu og hafa góð ráð.

    Kv. Eirikur Sig.

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 15.10.2010 at 19:06 #706594
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Í mínum huga er ál vont efni í aukatanka. Hef slæma reynslu af því sjálfur og pabbi minn líka. Vandamálið er að þeir fara nákvæmlega eins og þú ert að lýsa, springa á suðum. Gerði einu sinni við tankinn sem ég var með og það entist tvær fjallaferðir, þá var hann enn verri en í fyrra skiptið. Smíðaði þá eins tank úr svörtu stáli og hann hefur verið vandamálafrír í nokkur ár. Um daginn var gert við tankinn hjá pabba og það entist í tvær vikur í innanbæjarakstri, aftur farin að smita gegnum suður. Sá tankur er nú kominn út á gólf og ég mun smíða annan svipaðann úr svörtu.

    Það að vera með ásoðin eyru og bolta fast við grind er alveg bannað, sama þótt þau séu bara þrjú. Þú endar alltaf í sprunguveseni og þá sérstaklega ef tankurinn er úr áli. Það er ástæða fyrir því að ekki einn einasti bílaframleiðandi boltar tankana fasta mér vitanlega heldur hanga þeir alltaf í einhverskonar gjörðum. Þú verður annaðhvort að hengja hann upp eða setja gúmmífóðringu á eyrun sem eru á tanknum hjá þér til að minnka spennuna sem verður í tanknum.

    Freyr





    15.10.2010 at 23:53 #706596
    Profile photo of Þorsteinn Óli Brynjarsson
    Þorsteinn Óli Brynjarsson
    Member
    • Umræður: 36
    • Svör: 190

    Þegar þú smíðar tankinn úr svörtu, hvað ertu með þykkt efni í honum? var tankurinn húðaður að innan hjá pabba þínum?

    kv. Þorsteinn





    16.10.2010 at 01:07 #706598
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 236

    Það má aldrei tengja saman málma af mismundandi tegund því að þá breytist oxunaröðin (heitir tæring/ryðmyndun) og því má aldrei tengja stál við ál því að þá ryðgar stálið hraðar en álið (hægt að bjarga því með að setja annað efni á milli t.d. gúmmí). Þeir sem vilja hindra ryðmyndun í stáli nota hinsvegar blý og setja blýhlúnka á stál. Þekkist mjög vel í skipaiðnaðnum og líka hjá fornbílaeigendum og líka sem eiga ryðbíla s.s. pallbíla (ætlaði að segja Toyota en fannst það ekki viðeigandi) þá gæti það dugað út af afturhleranum.

    Þannig að ef bílinn er í lagi og ryðmyndunin er bara á einum stað minnkar það möguleikann á ryðmyndun á fleiri stöðum (skv. kenningunni).

    Varðandi festingu á bensíntanki þá ætti það að vera ljóst að festa frekar lítiln massa (tankur + eldsneyti) við enn sterkari massa (t.d. grind- sem er mun fleiri kg. ) þá myndast sterkir kraftar á milli þessara hluta og þá þarf að nota málma með mikinn sveigju styrkleika sem álið hefur ekki. Þá er einmitt farið að nota annað efni t.d. plast í bílum og nota upphengjur (er líka notað fyrir málmtanka). Lausnin er þá að nota áltanka með að nota upphengjur við þá til að losna við auka spennu á festingar.

    Man í gamla daga að þá voru lagaðir bensíntankar en þeir voru þunnir úr járni og þá voru settir í þá vatn og þá voru þeir lóðaðir (stórhættulegt að sjóða þá). þannig að þeir voru mjög þunnir.

    En að sjálfsögður er bara best að tala við fagaðila og þau verkstæði sem þekkja þetta.

    Raus kvöldsins lokið,

    Kv. SHM





    16.10.2010 at 10:55 #706600
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    "En að sjálfsögður er bara best að tala við fagaðila og þau verkstæði sem þekkja þetta."

    Það er nú ekki víst að það hjálpi. Tankurinn hjá pabba (aftast undir 80 cruiser) er smíðaður hjá Prófílstál og hann var s.s. úr áli og með fjórum ásoðnum eyrum sem voru boltuð föst við fjögur eyru sem soðin voru á grindina. Þetta er auðvitað handónýtur frágangur á festingum og auk þess var ekkert skilrúm í tanknum þó hann væri 140 lítrar sem er auðvitað ekki nógu gott heldur.

    Freyr





    16.10.2010 at 10:59 #706602
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    [quote="Þorsteinn":1msqo7vc]Þegar þú smíðar tankinn úr svörtu, hvað ertu með þykkt efni í honum? var tankurinn húðaður að innan hjá pabba þínum?

    kv. Þorsteinn[/quote:1msqo7vc]

    Tankurinn var með botn, fram og afturhlið úr einni plötu sem var beygð. Minnir að ég hafi haft hana 1,5 mm því tankurinn skagaði svolítið niður undann grindinni en restin úr 1 mm.

    Tankurinn hjá pabba var ekki húðaður að innan eftir því sem ég best veit, það var ekki ég sem skar hann upp og sauð upp á nýtt.

    Kv. Freyr





    17.10.2010 at 13:58 #706604
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    [quote="sigurdurhm":1ml2ftqj]Þeir sem vilja hindra ryðmyndun í stáli nota hinsvegar blý og setja blýhlúnka á stál. Þekkist mjög vel í skipaiðnaðnum og líka hjá fornbílaeigendum[/quote:1ml2ftqj]

    Á þetta ekki frekar að vera sink?





    17.10.2010 at 18:50 #706606
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 236

    Alveg rétt..

    Zink!

    Biðst velvirðingar á þessu.

    Klumparnir voru bræddir með stálplötu og þegar allt var harðnað þá var auðvelt að sjóða þessa klumpa (og stundum erfitt að losa þá af) á stálhluta t.d. botnstykki á skipum.

    Kv. SHM

    P.s. Ég fékk smá skot um að fara til fagaaðila en ég hef einmitt misjafna reynslu af "fagaðilum" og best ef maður getur og kann sjálfur að gera hlutina sjálfur en stundum er samt best að mæla með því að fara til fagaðila svo að enginn sé að prófa eitthvað sem getur valdið skaða.





    19.10.2010 at 12:38 #706608
    Profile photo of Eiríkur Sigurðsson
    Eiríkur Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 110

    Þakka fyrir góð svör og ráðleggingar,það er verið að smíða nýjan tank fyrir mig úr stáli,tók þessa ákvörðun eftir skoðun á gamla tanknum held bara að álið sé ekki alveg að gera sig í þessu,svo eru líka tólf ár síðan hann var smíðaður og komin reynsla á tankasmíði á þeim tíma.Hann verður festur að aftan eins og hinn þ.e. boltaður fastur í tvö eyru en að framan er eitt eyra fest í grindarbita með mótorpúða á milli.





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.