This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Mig langar að leita eftir ráðum varðandi þéttingu á dekkjum við felgur.
Ég fór í prufutúr á laugardaginn á 35″ dekkjum, sem ég keypti notuð fyrr í vetur. Ég hleypti úr þeim niður í 7 pund og þá var allt í lagi, en þegar ég síðan fór niður fyrir 5 pundin byrjuðu vandræðin. Dekkin fóru að leka eitt af öðru með felgunum án þess þó að affelgast alveg. Á endanum voru 3 dekk á felgunni og héldu engu lofti nema í skamma stund.
Dekkin eru B.F.Goodrich, All Terrain á 10″ breiðum álfelgum.Ég minnist þess að hafa einhvern tíma lesið spjall hér á síðunni um svipaða reynslu, en ég finn hvergi þá þræði.
Því spyr ég: Hafa menn verið að nota kítti til þéttinga? Mér finnst ég hafa lesið eitthvað um Sikaflex og eitthvert undra-kítti frá Wurth.
Mér þætti gaman að fá að vita um reynslu manna af slíkum þéttingum og hvernig þær reynast við endurteknar úrhleypingar.
Rétt er að geta þess að eftir að ég komst á greiðfæran veg og náði upp meiri hraða, náðu dekkin að þéttast og hafa haldið fullum þrýstingi síðan. En ég þori varla í aðra snjóaferð án þess að gera ráðstafanir.
Snjókveðja,
Sigurbjörn, R-2196
You must be logged in to reply to this topic.