This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 16 years ago.
-
Topic
-
Náði ekki upp loftþrýsting á ARB framlás hjá mér í tvígang í dag en allt í lagi að aftan. Fyrra skiftið er ég var nýbúin að setja lokunar á og þá framdrifið nátturulega líka og svo aftur þegar bíllinn hafði staðið í ca 1 klst. Fór svo í lag af sjálfu sér. Svo þegar tóm gafst til fór ég yfir allar lagnir, togaði þær og teygði og þær halda fullum þrýsting. Varla orðið ársgamalt bæði lás og búnaður í kringum hann. Ég held að V þéttingarnar inni í lásnum séu að svíkja þegar drifið er kalt og drifolían seig og þung í vöfum. Eitthvað sem menn kannast við ? Líklega lítið við þessu að gera nema að hafa drifið volgt, með keyrslu í framdrifinu í einhvern tíma, áður en lás er settur á.
You must be logged in to reply to this topic.