This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar og gleðileg jól!
Ég er að stefna að því að fara núna milli jóla og nýárs noður Kjöl og upp á Tröllaskagann að skoða mig um þar og leita að mönnum sem eru svæðinu eitthvað kunnugir til að svara fyrir mig nokkrum spurningum. Er einhver sem veit t.d. um skemmtilegar leiðir þarna eða einhverja gistiaðstöðu. Ég er á Cherokee á 36 tommu og félagarnir allir á 38 tommu, þannig að við förum nú svona það mesta. Það virðist nú vera hægt að keyra inn Skíðadalinn nokkuð langt í átt að jöklunum þarna upp, er það besta leiðin að þeim eða er kannski betra að fara Hjalta- eða Kolbeinsdalinn? Einnig virðist vera merktur inn á kortið skáli upp við Tungnahryggsjökul, er hægt að fá gistingu þar? Ef einhver veit eitthvað um þeesi mál, sendið mér þá endilega smá línu. Takk fyrir og hafið það gott.
Kveðja, SH
You must be logged in to reply to this topic.