Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Leiðbeiningar um ryðviðgerðir
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 12 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.03.2012 at 23:27 #222800
Getur einhver miðlað mér af reynslu sinni við að lagfæra ryðgöt með plastefnum. Hvaða efni hafa reynst vel og hvernig er best að vinna verkið þannig að ekki haldi bara áfram að ryðga á fullu eftir viðgerðina. Nota menn ryðbindiefni (rust converter) eða epoxymálningu og hvaða málningartegundir má nota með þeim.
Ég eyddi heilu kvöldi í að gúggla eftir þessu, fann að vísu margt áhugavert, en ekkert sem mér fannst trúverðugt eða líklegt til að henta við okkar aðstæður með tjöru og saltpækil vaðandi í öllum brettum og holrúmum.Ágúst
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.03.2012 at 00:28 #751297
Góðan daginn,
hvað er verið að gera við ??
Það skiptir máli hvort sé verið að gea við bretti eða hurð, hvort vatn og drulla leiki um viðgerðina að innanverðu á eftir eða ekki.
Hvað er gatið stórt ?? Ef lítið þá er ágætt að hreinsa riðið í burt með borvél og 3,5 mm bor, halda vélinni svona á ská og nudda bornum við, þá hreinsast riðið í burtu án þess að rífa í burt óriðgað járn. Nú ef gatið eða bletturinn er stór þá hef ég hreinsað það með slípirokk og steinskífu og svo borvélina svona í restina svo maður sé ekki að þinna járnið of mikið.
Nú ég hef svosem aldrei notað þessi efni (Rust Converter) þekki þau ekki því ég hef ekki haft neina trú á þeim. Eftir að búið er að hreinsa riðið þá myndi ég nota Epoxy Grunn helst frá Slippfélaginu því í honum er Zink sem gerir hann töluvert betri. Síðan myndi ég nota trefjaefni í dós [url=http://www.halfords.com/webapp/wcs/stores/servlet/product_storeId_10001_catalogId_10151_productId_193933_langId_-1_categoryId_165625:13ka5qxr]Plastic Padding[/url:13ka5qxr] svona til að loka gatinu grófslípa það og svo nota [url=http://r.twenga.co.uk/g3.php?pg=VDszMDQzNTI4ODUyMDU5MzM4NTQyOzE0Nzc3O2h0dHA6Ly93d3cubWlkbGFuZGNoYW5kbGVycy5jby51ay9Qcm9kdWN0cy9TZWFsYW50c0FkaGVzaXZlcy9GaWxsZXIvRmlsbGVyL0FnMTY1LmFzcHg7YzY1OTE2M2Y3NTM0OTNhYzU5OGU1ODYzNmJkYzJjYTE=:13ka5qxr]Plastic Padding[/url:13ka5qxr] yfir slípa það svo það fínt að meigi grunna og mála yfir.
Síðan myndi ég úða vel yfir viðgerðina með vaxi að innanverðu og jafnvel svörtu ryðvörnina þykku yfir vaxið ef eitthvað mæðir á því. En leifa því að þorna vel á milli.
Kveðja Hjörtur og [url=http://www.jakinn.is/:13ka5qxr]JAKINN.is[/url:13ka5qxr]
04.03.2012 at 15:05 #751299Sælir,
Hvernig vax áttu við? Hvað heitir það? Er þetta selt í N1?
kv,
Bergur
04.03.2012 at 19:52 #751301Þetta vax heitir holrýmavax, held það sé ódýrast að versla það í Orkunni upp á höfða, annars keypti ég nýlega svoleiðis í Wurth og það var lítið dýrara, man samt ekki nákvæmlega tölurnar.
En Hjörtur, setur þú vax fyrst og svo grjótmassa yfir, hvað með viðloðunina, væri ekki betra að setja grjótmassann beint á lakkið? Ég gerði það a.m.k. við hjólaskálarnar hjá mér er úðaði vaxi inn í öll holrými (sílsa, afturbretti, toppinn, gluggapóstana o.fl.).
Kv. Freyr
04.03.2012 at 23:56 #751303Góðan daginn,
rétt er það að sennilega heitir þetta nú Holrýmivax, hef aldrey hugsaðneitt um það alltaf beðið bara um Vax því það er ekki nema ein gerð í boði en frá mörgum framleiðendum. Ég keypti síðast sjálfur Vax frá Bílanaust ég kaupi svo stórar pakkningar að það hét ekki N1 þá.
Já ég set Vaxið fyrst læt það þorna eins og hægt er og set svo Grjótmassann yfir það, myndi svo jafnvel setja Vax yfir Grjótmassan eða þá að setja Grjótmassann og svo Vax yfir hann "bæði í lagi". Ég vandaði mig séstaklega þegar ég vann Scout jeppa ([url=http://www.jakinn.is/?album=jakinn&mynd=0004-16.11.2011.jpg:1laq265s]JAKANN[/url:1laq265s]) sem ég átti einu sinni og setti þá bara Vax engan Grjótmassa á allt líka Grindina, setti reyndar Epoxy Zink á allt. Það var ekki komið neitt ryð í hann eftir 5 ár þegar hann eiðilagðist vegna veltu. Málið er með Grjótmassann að hann þornar og springur og fer þá vatn undir hann og bíllinn fer að ryðga, gerist ekki ef Vax er sett yfir eða undir þá er það símjúkt. Jú viðloðunin er góð ef það fær að þorna Vaxið. Maður notar ekki Grjótmassa nema á ÓVARIN stykki ef maður velur svo. Þú spyrð hvort væri ekki betra að setja Grjótmassann beint á lakkið ?? Grjótmassinn eða Vaxið er ekki sett nema að innanverðu og þá er ekki nauðsinlegt að lakka nóg er að grunna ef notaður er Epoxy Zink en vissulega er betra að mála líka sérstaklega ef hluturinn er óvarinn.
Wolf spyr einnig hvaða málningarefni má nota með þeim ?? Yfir Epoxy Zink er bara notuð hefðbundin bílamálningar efni, Þ.E.A.S Grunnfyllir, Litur og ef þarf Glæra.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
05.03.2012 at 00:39 #751305Þakka þér fyrir greinargott svar. Ég ætti s.s. að úða vaxi yfir grjótmassann í hjólaskálunum hjá mér til að viðhalda mýktinni? Hvað þarf vaxið að þorna í langann tíma áður en grjótmassinn fer yfir?
Kv. Freyr
05.03.2012 at 02:09 #751307Góðan daginn,
ég myndi gera það alveg spursmálslaust. Ef þú ert með Grjótmassa fyrir þá ætti að vera nóg að setja Vax yfir hann til að mýkja hann.
Ég man ekki nákvæmlega þurktímann á Vaxinu en svona tvo til þrjá daga minnir mig, það tekur ekki svo langann tíma að rjúka úr Vaxinu rokefnin fer svolítið eftir hitastigi.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
05.03.2012 at 18:00 #751309Takk fyrir svörin.
Nokkuð sem ekki kom vel fram í upphaflegri spurningunni er það hvernig menn hreinsa áður en plöstun og málningarvinnan hefst.
Um er að ræða bretti með krókum og kimum sem erfitt er að koma slípirokknum að, en þetta venjulega drullulag innan í með blöndu af öllum þeim efnum sem vegakerfið okkar er gert úr. Eru einhver leysiefni öðrum betri við að losna við gömlu Tectyllufsurnar sem ekki hafa sjálfar dottið burt?
Sum ryðgötin eru eru orðin nokkuð stór svo að ég býst við að skálda eitthvað í þau með glerdúk eða neti.Hafið þið fleiri leiðbeiningar handa mér ?
Ágúst
ps. Ryðviðgerðir eru ekki það skemmtilegasta sem ég geri og ekki bætir úr ef þær misheppnast og maður verði að endurtaka þær fljótlega aftur.
05.03.2012 at 22:27 #751311Góðan daginn Ágúst,
eins og ég sagði fyrst..
Ef gatið er lítið þá er ágætt að hreinsa riðið í burt með borvél og 3,5 mm bor, halda vélinni svona á ská og nudda bornum við, þá hreinsast riðið í burtu án þess að rífa í burt óriðgað járn. Nú ef gatið eða bletturinn er stór þá hef ég hreinsað það með slípirokk og steinskífu og svo borvélina svona í restina svo maður sé ekki að þinna járnið of mikið.
Nú ef þú ert að tala um innanvert brettið þá er Vírbustinn og Kíttisspaðinn bestur til að skafa burt drulluna og svo Slípirokkur á ryðið. En maður leggur ekki eins mikla áherslu á innri flötinn, maður er aðalega að hugsa um ytri flötinn því þar þurfa að byndast ýmis málningarefni og þá má engin drulla vera. En að innanverðu er bara gott ef nennir að skafa gamla Tektylinn burt og hreinsa svo kannski með Terpentínu eða Steinolíu og slípa kannski mesta ryðið í burt og grunna svo með Epoxy Zink og vaxa svo duglega yfir.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
10.04.2012 at 01:16 #751313Sælir félagar, Einusinni var hægt að kaupa svona hluta af brettum, brettaboga og ymsa aðra hluti til ryðbætinga. vitið þið hvort þetta er enn í sölu og hver þá? Kv. Magnús G.
10.04.2012 at 08:27 #751315Góðan daginn,
já og er hægt örugglega enn. Hann er örugglega eitthvað farinn að reskjast hann Höskuldur en hann er að ennþá og er á Eiríksgötu [url=http://ja.is/hradleit/?q=5520269:gcks8i3q][color=#FF0000:gcks8i3q]sjá hér[/color:gcks8i3q][/url:gcks8i3q]
Kveðja [url=http://www.jakinn.is/skrar/Eg_i_islenska_buningnum_01.JPG:gcks8i3q][color=#0000FF:gcks8i3q]Hjörtur[/color:gcks8i3q][/url:gcks8i3q] og [url=http://www.jakinn.is/skrar/03_JAKINN.JPG:gcks8i3q][color=#0000FF:gcks8i3q]JAKINN[/color:gcks8i3q][/url:gcks8i3q].is
11.04.2012 at 01:02 #751317Ok, takk Hjörtur, ég tékka á þessu. Kv. MG
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.