Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › LED-ennisljós
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.09.2005 at 13:36 #196259
Jæja félagar hvar geri ég bestu kaupin í ennisljósi sem er með LED-perum og jafnvel handljósi og svoleiðis. Ég get ekki lengur fengið rafhlöðu í gamla ennisljósið svo nú þarf að endurnýja.
kv. vals.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.09.2005 at 13:57 #526874
keipti ekki benni nokkur svona á Ebay
hann á kannski eftir ljós sem þú getur fengiðskari (sem trúir ekki á pajeró-guð)
15.09.2005 at 14:21 #526876Ef þú ert eitthvað fyrir það að þramma um okkar ástkæka land eftir að skyggja tekjur, þá mæli ég með að finna ljós sem hefur möguleikann á rauðu ljósi ásamt því hvíta.
Það tekur augað ca 45 mínutur að ná fullri nætursjón, hún tapast um leið og kveikt er á ljósi, og kemur ekki aftur fyrr en eftir aðrar 45 mínutur. Rautt ljós hinsvegar hefur ekki áhrif á nætursjónina.
kv
Rúnar.
15.09.2005 at 14:42 #526878og Útilíf eru að selja svona díoðuljós með 4 díóðum sem er mjög gott það er með 4 mismunandi ljós möguleikum og er hægt að skipta um plastið á því og fá t.d rautt eða grænt þetta er ennisljós.
Ég á svona ljós og er mjög sáttur við það að hafa keypt mér svona
Kv
Snorri Freyr
15.09.2005 at 14:57 #526880Sæll
Athugaðu þessi ljós.
http://www.kliptrom.is/ess_hausljos.htm
http://www.kliptrom.is/ess_handljos.htm
http://www.kliptrom.is/ess_neydarljos.htm
Kv-Jóhannes
15.09.2005 at 15:43 #526882Sælir.
Á hefðbundið 15 ára gamalt Petzl ljós í góðu standi (ja teygja ónýt) en það notar stóru flötu rafhlöðurnar og er dýrt í notkun.Á einnig ljós, og mæli með svipuðu ljósi og fæst nú á skíð og ingenting í að ég held Europrís frekar en Rúmmfatalagernum, kostar ca 790 kr.
Virkar ágætlega (reyndar of auðvelt að kveikja á því) og það þarf að herða skrúfu nokkra við og við.
Ef þú þarf fyrst og fremst að lýsa nálægt þér, þá er þetta stk. ógalið.kv. Ingimundur
15.09.2005 at 16:38 #526884Sæll.
Luxeon 1watt Verð: kr 5.680- frá KT Akureyri er alveg þræl magnað ljós, þetta áttu að versla ekki nokkur spurning.
"Luxeon ennisljósið er fyrsta sinnar tegundar með nýrri kynslóð af LED perum í. Peran í þessu ljósi er tífalt öflugri en venjulegar díóðu-perur. Það má segja að þetta sé öflugasta ennisljósið sem KT verslun býður hvað birtu varðar. "
Kv.
Benni
15.09.2005 at 17:47 #526886Í Fjallakofanum í Bæjarhrauni 14 Hafnafirði færðu Petzl Tikka Plus Duo-Led ennisljós á 5.490 og svo er 15% stgr. afsláttur fyrir félaga í f4x4 klúbbnum af öllum vörum.
Í max nær ljósið 17metra og lifir þá í 80 klukkutíma en þegar það er í low nær það 9m og lifir í 120 klukkutíma. Ljósið er aðeins 78gr. Vatnshelt og 3 ára ábyrgð
Sjá nánar á http://www.fjallakofinn.is
kv, Ásgeir
15.09.2005 at 18:22 #526888ég vann í nokkur ár í útivistarverslun, og komst að því að petzl væri málið, sterkust, vatnsheldust og allt það.
petzl ljósin fást í flestum alvöru útivistarverslunum, svo sem; everest, útilíf og fjallakofanum, og gæti trúað því að intersport væri með þau líka.en ef það er 4,5 volta kubbur sem þú færð ekki í gamla ljósið þitt, þá færðu það í þessum sömu verslunum, í það minnsta everest og útilíf, en þetta fæst venjulega ekki á bensínstöðvunum.
15.09.2005 at 19:53 #526890Sælir
Mæli með ennisljósunum frá Kliptrom.
3 mismunandi birtustig og höfuðfestingarnar mjög þægilegar.Kveðja
Elli
15.09.2005 at 22:31 #526892Veit til þess að það var hægt að fá breytikupp í Dynjanda fyrir Peztl 4,5v í 3×1,5v
kv
SIGGI
15.09.2005 at 22:40 #526894Vefurinn er farinn að virka
Húrraaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa
þinn vinur gundur
16.09.2005 at 09:45 #526896Það er bara að biðja nógu oft til Pajero-guðsins þá fer þessi vefur að virka, það er bara versta (eða besta)við þennan guð að hann er staddur á Vatnajökli og maður þarf að fara þangað til að vera í góðu sambandi við hann.
En takk fyrir innleggið, ég heimsótti þessar verslanir og keypti svo ljós hjá þeirri einu verslun sem ég gat ekki skoðað ljósið, Kliptrom, ég veðjaði á Luxeon 1 watta og sjáum svo til hvort ég skammast út í Akureyrar Benna.
Hvað vefinn varðar Gundur vinur, þá er hann ágætur svo langt sem það nær, en möguleikarnir og vonir manna um hann voru og eru það miklar að svekkelsið verður bara meira vegna þess að tímafaktorinn frá því vefurinn átti að vera fullbúinn, er orðinn allt of langur. Eins og Skúli segir þá verður vefurinn aldrei full kláraður en fullbúinn í þeim skilningi að hann þjónaði öllum félagsmönnum með þeim óskum og þörfum sem vænst var, s.s. deildum, betra myndaalbúmi, tækniþráð fyrir mismunandi bílategundir o.s.fr. o.s.fr.
En eins og ég hef sagt áður þá er þetta allt í rétta átt og verður alveg frábært á endanum.
Takk, kv. vals.
16.09.2005 at 10:16 #526898loksins komst maður hingað inn
16.09.2005 at 10:30 #526900Það er greinilegt eftir að Vals fékk sér ennisljós, þá fór að birta yfir karlinum, það er spurning hvort við þurfum bara ekki allir að ganga með svona ljós daglega. Allavega kveikja á þeim áður en við ætlum að skrifa um vefinn. En hvað þessi vef mála varðar, þá held ég að við hefðum vart getað fengið betra fólk í vefnefnd. En þau tóku við hálf kláruðu verki og verður bara að gefa þeim góðan tíma til þess að vinna áfram í málunum.
Það sem ég sakna kannski mest af gamla vefnum er það að geta skoðað alla þræði, hvers notanda. Og það sem mér finnst mest vanta er það að hver nefnd hafi hver sína undirsíðu.
Það væri t,d skemmtilegt ef skálanefndin hefði síðu þar sem hægt væri að sjá hvenær Setrið væri bóka og af hverjum, og jafnvel bókanir í alla skála 4×4.
PS til hamingju Björninn
16.09.2005 at 10:42 #526902Mér þykir nú verst með þennan vef, að minn aðal samherji í því að breiða út trúnna skuli ekki sjást lengur. Patrolmann hvar ertu ???? Ég fer að halda að hann sé orðinn Toyotulúði eða eitthvað álíka slæmt.
Hlynur
16.09.2005 at 12:26 #526904Hlynur,
það sást síðast til Patrolman síðasta vetur. hann var víst eldsneytislítill og með skelfilega grettu í andlitinu og rauð augu enda búinn að vera eltur í 24 klst af 37 Toyotu jeppum sem vildu hann feigann. Minnti svolítið á Mad Max 3
Blessuð sé minning hans……
16.09.2005 at 12:32 #526906patrolmann er ekki inni því þá þaft þú að fá þér 2 kennitölur.
16.09.2005 at 22:40 #526908rakst á þessa síðu
[url=http://www.moli.is/verslun/index.php?option=com_phpshop&page=shop.browse&category_id=259a91e7c90c63f1c5586c58bc18f825&Itemid=1:17fp0ovm]moli.is[/url:17fp0ovm]
kv. Siggi
16.09.2005 at 22:54 #526910 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.