Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC90 kælir á sjálfskiptingu
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Þröstur Rögnvaldsson 15 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
28.12.2009 at 16:42 #209375
Góðan daginn og gleðilega hátíð
Langar að leita ráða hjá þeim sem til þekkja. Er með LC90 sjálfskiptan og ætla að setja aukakælir á sjálfskiptinguna. Hvernig hafa menn verið að útfæra þetta ? Þetta eru helstu spurningarnar:
1) Er best að nota áfram orginal kælinn í vatnskassanum eða taka framhjá honum.
2) Hvað stóran kælir hafa menn verið að setja í ? er 20*40 cm kælir nægjanlegur ?
3) Hverjir selja svona kæla – veit að H.Jónsson selur kæla á tiltölulega hagstæðu verði.
4) Bíllin er með cooler þannig að það er frekar lítið pláss – er hugsanlega best að setja tvo litla ?Upplýsingar og ráðleggingar væru vel þegnar.
Með bestu kveðjum
bhauks -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.12.2009 at 21:25 #673342
Jæja strákar – er ekki einhver sem getur frætt mig um þetta.
kv
bhauks
29.12.2009 at 21:59 #6733441) Er best að nota áfram orginal kælinn í vatnskassanum eða taka framhjá honum.
[color=#FF0000:10r751u5]tengja framhjá honum.[/color:10r751u5]
2) Hvað stóran kælir hafa menn verið að setja í ? er 20*40 cm kælir nægjanlegur ?
[color=#FF0000:10r751u5]minn kælir er ca. svona stór og aldrei verið vandamál[/color:10r751u5]
3) Hverjir selja svona kæla – veit að H.Jónsson selur kæla á tiltölulega hagstæðu verði.
[color=#FF0000:10r751u5]hef fengið svona kæla hjá ljónunum (jeppasmiðjan)[/color:10r751u5]
4) Bíllin er með cooler þannig að það er frekar lítið pláss – er hugsanlega best að setja tvo litla ?
[color=#FF0000:10r751u5]ekkert athugavert við að vera með 2 litla[/color:10r751u5]
29.12.2009 at 23:24 #673346Þakka kærlega fyrir upplýsingarnar Atli, en er ekki betra að nota líka orginal kælinn – meiri kæligeta, fleirri kælar ?
Kveðja
bhauks
30.12.2009 at 01:04 #673348org. kæling + auka-kælir = meiri kæling.
Nei, ekki endilega, vegna þess að ssk. -"kælirinn" í vatnskassanum er einnig hitari fyrir ssk..Þegar vélin er orðin heit (kælivatnið), þá hitnar ssk., vegna þess að org. kælingin er bara röra-slaufa í botninum á vatnskassanaum.
Þannig er í raun verið að halda alltaf ssk. frekar heitri, enn þó ekki of heitri.Það eru deilda meiningar hvort það sé þörf á að halda hita á ssk. með þessu móti, sjálfur tel ég það ekki vera, og í raun held ég að hún sé ver í stakk búin að taka við álagi þegar það kemur, vegna hitans.
Það er vegna þess að þegar fullt álag er á vél og ssk., þá verður vatnskassinn kannski 90°+ og þar með verður "kælinginn" á ssk. aldrei meiri enn 90°.
(á móti kemur að vatn er betri kælimiðill enn loft vegna mun meiri varmaleiðni)Einnig eru það rök fyrir að sleppa org. kælingunni að hún hefur átt til að bila þannig að vatn kemst inn í ssk. lögnina.
Þar með verður ssk. í flestum tilfellum ónýt.
30.12.2009 at 01:51 #673350Þekki ekki skiptinguna í 90 crúser en…………. Í XJ cherokee er hún hundleiðinleg þegar olían er ísköld, harðar skiptingar. Svo að í þeim verður að hafa org. kælinn tengdan eftir aukakælinn til að halda olíunni´á réttum hita.
Freyr
30.12.2009 at 09:26 #673352ok.
Hef ekki orðið var við þetta í LC90, amk ekki svo lengi sem olían er í lagi.
30.12.2009 at 09:55 #673354Ég stúderaði þetta töluvert þegar ég var í sömu hugleiðingum. Samkvæmt öllum fyrirtækjum sem ég skoðaði upplýsingar frá sem gerðu performance skiptingar þá á að taka fyrst í gegnum orginal kælinn og síðan hinn.
Ég keypti síðar skiptingu af mjög virtu fyrirtæki í USA (TH700R4 Raptor, gerð fyrir 650 hp/650lb.ft) og það var sama uppá teningnum.
Vökvinn sem kemur úr túrbínunni (í skiptingunni) er miklu heitari en kælivatnið í vatnskassanum þannig að þú færð strax kælingu þar. Síðan er miklu hraðari kæling þegar þarf að setja rör í gegnum vatn en rör í loftflæði. Síðan tengdi ég aukakæli í framhaldinu (svo stór að menn líktu honum við intercooler
) sem sá um að kæla vökvann enn frekar (og mjög gott að nota stacked plate kæla, hleypa ekki á allt kerfið nema vökvinn sé þeim mun heitari. Svo er mjög gott að vera með mæli á skiptinguna (reyndar myndi ég ekki vilja vera án þess, er með tvo á skiptingunni í jeppanum). Ég hef sett svona í tvo bíla og er mjög ánægður með árangurinn.
Það eru mjög góðir kælar á http://www.summitracing.com en það sakar ekki að athuga hvort það séu til kælar á gamla dollaraverðinu hér heima fyrst.
Til fróðleiks sendi ég link á mynd sem sínir hve hiti á skiptingu hefur áhrif á líftíma sjálfskiptivökvans:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … emId=40689
kv. Jón H.
30.12.2009 at 12:02 #673356Hmmm…
Ert þú með einhverja gamla USA-skiptingu, án lock-up?
Hef aldrei séð svona tölur út úr converter í asini-skiptingum.Var að bögglast fyrst við að hafa hitamæli á þessu hjá mér, og sá þá aldrei neinn hita, nema þegar stímt er upp bratta jökla á fullu gasi í þungu færi og skiptingin náði ekki að "læsa sér". Enn þó ekki það mikill hiti að það væri neitt til að hafa áhyggjur af.
Þannig að ég er löngu búinn að henda hitamælinum.
Kv. Atli E.
30.12.2009 at 12:44 #673358
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Heyrði "einhvernstaðar" að þessi kæling á LC 90 í gegnum vatnskassann væri stórhættuleg, að það væru samskeyti á rörinu inní vatnskassanum og það ætti til að svíkja og ss vökvinn færi í kælivatnið og ss ónýt :
Sel það ekki dýrara en ég heyrði það
Áramótakveðja Halli
30.12.2009 at 13:34 #673360Ég er með tvær skiptingar, TH700R4 með lockup og TH400 án lockups. Var með TH350 án lockups. Með góðum kæli og mæli þá hafa þær ekki verið að hitna.
Það er eflaust mismunandi eftir skiptingum hvernig þær beita lockupi, veit að sumar læsa í hverjum gír en flestar nota ekki lockupið nema á þjóðvegahraða. Ég hef engar áhyggjur af hita við þær aðstæður.
Þegar maður er að hjakka í þungu færi þá eru meiri líkur á að skiptingin hitni. Sama hvort þú ert með lockup eða ekki þá eru harla litlar líkur á að lockupið komi inn fyrir stall speed og þegar þú hjakkar áfram undir stall speed þá snuðar túrbinan alltaf eitthvað=hiti.
Með því að hafa mæli þá veit maður þó hvað er að gerast og getur stoppað og sett í park (alls ekki drepa á) þangað til að réttum hita er náð.
30.12.2009 at 16:00 #673362Ég hef heyrt frásagnir af slysi þar sem olíukælirör í vatnskassa tærðist eða brotnaði þannig að vatn og frostlögur komust inn í sjálfskiptingu og káluðu henni. Minnir að það hafi verið Grand Cherokee.
Sjálfur hef ég átt 3 sjálfskipta bíla með svona kælingu og enginn þeirra fengið fengið svona lekanda – ennþá. 7-9-13. Þetta eru Subaru Legacy, Galloper og Pajero dísel 2,5l.
Setti viðbótarkælingu á Subaruinn og þá varð hann mjög ófús til að setja lock-upið á. Hugsanlega þarf olíuhitinn að vera kominn upp í e-ð lágmark (t.d. 80 gráður ?) áður en hann leyfir lock-up.Sem sagt þá veit ég að þetta getur farið að leka og valdið stórtjóni en erfitt að meta líkurnar á að það gerist. Hugsanlega fer það eftir bílmerkjum eða gerðum. Veit einhver meira um málið ?
Ágúst
30.12.2009 at 16:06 #673364Hef heyrt svoleiðis sögu áður en ég þekki engan sem hefur lent í því, eflaust getur þetta gerst en ég efast um að það sé algengt.
30.12.2009 at 16:23 #673366BTW, tölur á súluriti yfir meðalhita á sjálfskiptivökva eru í fahrenheit.
30.12.2009 at 16:23 #673368Þakka fyrir ábendingarnar. Jú það er þekkt vandamál í LC90 að orginal kælingin fari, það er búið að skipta um þetta hjá mér, reyndar fyrir nokkru síðan, þannig að það hljómar nú nokkuð vel að slúffa þessari kælingu ef hin er nægjanleg. Bendi þeim á sem að eru með þetta orginal ennþá að ráðast í að skipta um þetta – enda væntanlega þá orðinn það gamall bíll að réttlætanlegt sé að skipta um vatnskassann eins og hann leggur sig. But anyway ég er búinn að kaupa aukakælir, fékk hann hjá H. Jónssyni á rúmlega 11 þús. – eins stór kælir og ég treysti mér til að koma fyrir – hann er c.a. 27×42 cm.
En varðandi það að sleppa orginal kælinum þá held ég að hitinn á sjálfskiptingunni sé alltaf hærri en vélarhitinn þannig að í flestum tilfellum ætti að nást einhver kæling þar, amk. sýnist mér að hitamælirinn á skiptingunni sé að dingla í kringum 100 gr Celsíus og fer upp í rúmlega 120 gráður þegar "verst" lætur, enda kviknar þá hitaljósið fyrir skiptinguna. Það er gagnlegt að hafa þennan hitamæli – hægt að slá af og dóla aðeins ef hitinn verður þetta mikill.
Þannig að nú er bara eftir að ákveða hvaða leið skuli farin við að setja þetta í, hallast helst að því að nota orginal kælinn líka, það er jú mælt með því af flestum framleiðendum eins og komið hefur fram hér.
En bestu kveðjur og þakkir fyrir ábendingarnar, þetta finnst mér frábær vettvangur til að sækja sér fróðleik og vitneskju til manna sem hafa svipuð áhugamál og þekkingu af eigin raun.
Áramótakveðjur
bhauks
30.12.2009 at 23:01 #673370Kælivökvakæld skifting er ábyggilega það besta sem völ á því framleiðendur vörubila og þungavinnutækja, sem ég veit um, eru eingöngu með slíka kælingu og þá sverar lagnir og stóra vatnskæla í réttu hlutfalli við það mikla álag sem stór fulllestuð tæki þurfa að þola. Vörubílar eru ekki með loftkælda sjálfskiftikæla enda óþarfi þegar vatnskassann er hvort sem er til staðar og hannaður fyrir dekka kælingu á vél og skiftingu við mikið álag. Annað mál er að setja síðan auka loftkælingu eftir á þegar t.d. jeppi er notaður við meira álag en hann er hannaður fyrir t.d. í snjóakstri á stórum dekkjum. Þá er einfaldara að setja loftelement en að stækka vatnskassa vélar – vatnskælielementið og lagnir að því og svo framvegis.
Annars vill ég meina að það sé takmarkað hvað hægt sé að auka kæligetu með aukakælum án þess að breyta neinu öðru en bara stærri kælir. Lögnin að kælum stækkar ekki við það og heldur ekki heldur það magn vökva sem skiftingin dælir frá sér að kælir. Það er að segja að flæðimagn að kælum verður að samsvara kæligetu kælana. Þegar ég setti þriðja kælinn og þann stærsta á skiftinguna hjá mér gat ég ekki séð að hann breytti neinu með hitann. Fyrir var í bílnum vökvakælir í vatnskassa og orginal loftkælir. Olíuflæðið að kælum var líklega ekki nóg eftir þriðja kælinn. Sumir setja þá stærri pönnur undir skiftingarnar sem taka meira olíumagn, og þá helst úr áli og með kæliraufum. Breytir ekki öllu samt en skiftingin er aðeins seinna að hitna að minnsta kosti.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.