FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

LC80 öryggi spryngur

by Sigurður Freyr Árnason

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC80 öryggi spryngur

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurður Freyr Árnason Sigurður Freyr Árnason 16 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.01.2009 at 19:22 #203597
    Profile photo of Sigurður Freyr Árnason
    Sigurður Freyr Árnason
    Member

    Sælir strákar,
    ég er með 1991 árgerð af LC 80
    og fór með bílinn nýlega til Toyota til þess að skipta um perur í mælaborðinu.
    núna spryngur öryggið alltaf.. fyrir mælaborðið..
    og ég hef prófað að setja næstu stærð af öryggi fyrir ofan en það spryngur jafnhratt.

    mér er tjáð að um útleiðslu sé að ræða… hafa menn áður lent í þessu? hvert er best að snúa sér í þessu.

    kveðja

    Siggi

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 19.01.2009 at 19:26 #638492
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    sumir myndu bara segja að þú ættir að tala við Toyota …..





    19.01.2009 at 19:30 #638494
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég mæli með að henda bílnum í hausinn á Toyota. Ef þetta er vandamál sem kom til eftir þetta.
    .
    Ef þú nennir að rífa í sundur mælaborðið (sem ég býst ekki við ef þú hefur farið með bílinn til Toyota í peruskipti) þá getur þú byrjað á því, það er líklegast klemmdur vír eða einhvert perustæðið ekki alveg rétt í sæti sínu.
    Amk hlítur þetta að liggja eitthvað útí og eina leiðin til að finna bilunina er að byrja að tæta.
    .
    Ef þú hinsvegar vilt ekki gera þetta sjálfur né fara uppí toyota, þá getur þú alltaf farið til einhvers af rafeindaverkstæðum borgarinnar, Múlaradió, Nesradió, Radióraf, veit ekki hvort RSH/N1 séu enn að baglast í þessu.
    Einhverjir þessa aðila hljóta að geta græjað þetta fyrir þig.
    Svo er smá smuga að þú getir neytt mig til að líta á þetta hjá þér.
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    19.01.2009 at 22:32 #638496
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 194

    Það hefur ekki verið bætt neinu við rafkerfið eða breytt eftir eða um leið og bíllinn var í peruskiptum hjá Toyota? Getur verið að það hafi verið settar rangar perur í mælaborðið t.d 12v í stað 24 eða öfugt ( er ekki 24v kerfi í þessum bíl?)? Voðalega algengt að ef menn bæta einhverju við rafkerfi í bílum að þeir ohmmæla jörð á vírum sem þeir nota fyrir jörð en í raun eru þeir að mæla í gegnum stöðuljósa eða mælaborðsperu til jarðar, þannig að vírinn sem menn héldu að væri jörð er í raun plús inn á þessi ljós og þar með er allt komið í klessu sérstaklega ef loftnet er tengt við búnaðinn sem er verið að tengja (talstöð, útvarp, gps með loftneti sem festist í boddí) því þar með er plúsinn(ljósaplúsinn sem menn héldu að væri jörð) kominn í jörð í gegnum loftnetið. Hins vegar ef ekkert hefur verið átt við rafkerfið á eftir Toyota og þetta byrjaði fljótlega eftir að þeir voru að vinna í bílnum þá hefur trúlega klemmst vír hjá þeim.
    Kv, Óli H





    19.01.2009 at 23:58 #638498
    Profile photo of Sigurbjartur Ingvar Helgason
    Sigurbjartur Ingvar Helgason
    Member
    • Umræður: 2
    • Svör: 48

    Sæll,

    Það er eitt sem þú mátt [u:1ffelw7l][b:1ffelw7l]aldrei[/b:1ffelw7l][/u:1ffelw7l] gera og það er að setja stærra öryggi. Öryggið er af þeirri stærð sem þarf til að verja raflögnina sem það er á. Það getur orðið dýrt spaug ef þú þarft að skipta um hluta lúms eða öryggjabox vegna of mikils álags.

    Það ætti að segja sig sjálft að öryggin springa ekki því þau séu skyndilega of lítil heldur vegna vandamáls í raflögninni og með því að setja stærra öryggi er ráðist að einkennum vandans en ekki vandann sjálfan.

    Springur öryggi samstundis og bíllinn er settur í gang eða þegar mælaborðsljós eru kveikt? Eitthvað seinna?

    Kveðja,
    Sigurbjartur





    20.01.2009 at 11:04 #638500
    Profile photo of Sigurður Freyr Árnason
    Sigurður Freyr Árnason
    Member
    • Umræður: 16
    • Svör: 84

    sæll
    það spryngur eitthvað eftir að ég hef ekið að stað… ekki um leið…
    Þetta er mjög undarlegt… var að hugsa þetta alveg frá grunni af þvíað þetta gerðist í fyrra… nota bílinn allt of lítið..
    ég lét þá skipta um þetta öryggi .. þar sem það sprakk á leiðinni til þeirra.. hafði þá aldrei komið fyrir… svo settu þeir nýjar perur og rukkuðu mig í rasgat. Svo hefur þetta öryggi sprungið eftir það…
    ég ætla að láta þá fá bílinn og kíkja´a þetta…
    enda gengur ekki upp að eiga bíl merktan Toyota með þetta í ólagi





    24.01.2009 at 14:24 #638502
    Profile photo of Sigurbjartur Ingvar Helgason
    Sigurbjartur Ingvar Helgason
    Member
    • Umræður: 2
    • Svör: 48

    Sæll,

    Eins of einhver benti á er hugsanlegt að um útleiðslu sé að ræða en einnig er hugsanlegt að þeir hafi sett of aflfrekar perur í mælaborðið. Hjálpar nokkuð að skrúfa niður í birtunni í mælaborðinu?

    Kveðja,
    Sigurbjartur





    24.01.2009 at 22:31 #638504
    Profile photo of Þorvaldur Sveinsson
    Þorvaldur Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 29

    Ég mundi fara að ath parkljósin því að ljósin í mælaborði eru tengd inn á park öðruhvoru h eða v megin. Senni lega vír í tengil er mjög algengt að séu nuddaðir í sundur. Var nokkuð verið að sétja útvarp í bílin því að í tenglinum þar er park stírisstraumur sem þefur jörð þegar slökt er á ljósunum.





    24.01.2009 at 22:31 #638506
    Profile photo of Þorvaldur Sveinsson
    Þorvaldur Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 29

    Ég mundi fara að ath parkljósin því að ljósin í mælaborði eru tengd inn á park öðruhvoru h eða v megin. Senni lega vír í tengil er mjög algengt að séu nuddaðir í sundur. Var nokkuð verið að sétja útvarp í bílin því að í tenglinum þar er park stírisstraumur sem þefur jörð þegar slökt er á ljósunum.





    24.01.2009 at 22:36 #638508
    Profile photo of Þorvaldur Sveinsson
    Þorvaldur Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 29

    Ég mundi fara að ath parkjlósin því að mælaljós eru tengd ínná park ljós h eða v megin sennilega tengil á dráttakrók (nuddaður í sundur)





    05.02.2009 at 20:58 #638510
    Profile photo of Sigurður Freyr Árnason
    Sigurður Freyr Árnason
    Member
    • Umræður: 16
    • Svör: 84

    ég hringdi í Radióraf og þeir sögðu að þetta væri líklegast kerru tengið…
    þeir opnuðu það fyrir mig og sáu að tveir vírar voru mjög þétt saman..samt ekkert nudd… þeir löguðu það og eins og er hefur öryggið ekki sprungið…
    þannig þetta er hið besta mál.





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.