This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 14 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Daginn
Er í vandræðum með læsingu á LC80. Báðar læsingar stóðu á sér þegar ég keypti bílinn fyrir 2-3 árum. Lét hreinsa mótorana og liðka allt upp. Það gekk þokkalega með afturlæsinguna en ekki að framan. Keypti því annan mótor að framan og nú fúnkerar sú læsing fínt. Mér var ráðlagt að setja þetta á og af stöku sinnum til að halda því liðugu.Það hef ég gert reglulega en afturlæsingin er oftast svolítið lengi að grípa. Nú áðan gerði ég „liðkunaræfingar“ og nú vill afturlæsingin ekki fara af aftur. Er búinn að keyra í 8, rugga bílnum fram og til baka, setja í og úr drifi…
Eigið þið nokkur trix þarna úti?
You must be logged in to reply to this topic.