FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

LC61 víbringur í 4×4, vantar hjálp!

by Guðjón S. Guðjónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC61 víbringur í 4×4, vantar hjálp!

This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðjón S. Guðjónsson Guðjón S. Guðjónsson 14 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.11.2010 at 10:03 #216141
    Profile photo of Guðjón S. Guðjónsson
    Guðjón S. Guðjónsson
    Participant

    Sælir félagar, nú reynir á ykkur sem gætu sagt mér hvað er að. Ég er með LC Hj61 árg 88, mikill víbringur þegar hann er settur í framdrifið og þá sérstaklega í átaki (inngjöf), búinn að skipta um alla hjöruliðskrossa í báðum sköftum (aftur/fram) það eru nýjar legur og pakkdósir í öllum nöfum. Ég er alltaf með hann í lokum þegar hann er ekki í framdrifi, búinn að herða upp á jóka bæði fram og aftur hásingu og í millikassa fram og aftur, virðist vera í lagi með legur.

    Veit ekki hvað ég get talið meira upp hér, ef einhver sérfróður maður þarna úti gæti vitað hvað þetta er væri það vel þegið að fá hugmyndir.

    Er búin að ná einni fjallaferð á bílnum í vetur og sú fyrsta á bílnum og þá kom þessi víbringur, nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér í allan vetur, langar á fjöll.

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 30.11.2010 at 11:49 #712156
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Sæll Guðjón
    Getur verið að gráðuhallinn á drifskaftinu sé svona vitlaus?. Átti einu sinni bíl með svo vitlausri gráðu á framskafti að það myndaði svona óhljóð og víbring. Ég myndi byrja að athuga þetta
    Kv Bjarki





    30.11.2010 at 11:53 #712158
    Profile photo of Guðbjartur Magnússon
    Guðbjartur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 368

    Ertu búinn að prófa að taka lokurnar af og reyna að útiloka einhverja hluta.
    Voru sköftin sett rétt á eftir hjöruliðsskiptin? hugsanlega þarf að jafnvægisstilla sköftin,





    30.11.2010 at 12:51 #712160
    Profile photo of Guðjón S. Guðjónsson
    Guðjón S. Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 238

    [quote="cruser":38bk7ob6]Sæll Guðjón
    Getur verið að gráðuhallinn á drifskaftinu sé svona vitlaus?. Átti einu sinni bíl með svo vitlausri gráðu á framskafti að það myndaði svona óhljóð og víbring. Ég myndi byrja að athuga þetta
    Kv Bjarki[/quote:38bk7ob6]

    Sælir, ég held að hann sé í lagi hallinn á framskaftinu. Fór þessa einu ferð mína í vetur, lenti reyndar í því alveg óvart að keyra of hratt í brekku, sá ekki vegna myrkurs að þarna var smá stökk, þeir sem voru fyrir aftan mig héldu að bíllinn myndi fara á hliðina (hægri hlið), ég er skynsamur og geri lítið í því að skemma dýrt dót með því að vera með fíflaskap en þarna varð mér á í messunni. Það er orginal hlutföll í kögglum, búið að lækka láadrifið um 17%.

    Engin þvingun, búinn að láta bílinn á lyftu og snúa öllum hjólum frístandandi, bæði með skapti upp við milli kassa og tók það af við millikassa, engin þvingun. Sama dekkjastærð og hlutföll þau sömu. Eins og ég tók fram hér áðan þá kom þetta eftir mína fyrstu fjallaferð á bílnum, áður var þetta ekki í honum. Veit samt ekki hvort það skipti einhverju máli en ég er ný búinn að breyta honum á gorma að framan og var allt eðlilegt eftir það.

    Hvernig er hægt að ath hvort hallinn sé ekki réttur.





    30.11.2010 at 12:53 #712162
    Profile photo of Guðjón S. Guðjónsson
    Guðjón S. Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 238

    [quote="Baddim":2971wjxv]Ertu búinn að prófa að taka lokurnar af og reyna að útiloka einhverja hluta.
    Voru sköftin sett rétt á eftir hjöruliðsskiptin? hugsanlega þarf að jafnvægisstilla sköftin,[/quote:2971wjxv]

    Já búinn að taka hann úr lokunum, þessi víbringur kom áður en ég lét skipta um krossana, hélt að þetta kæmi út af því að krossarnir væru ónýtir sem þeir voru, en ekki virtist það duga.





    30.11.2010 at 17:04 #712164
    Profile photo of Guðmundur Magni Helgason
    Guðmundur Magni Helgason
    Participant
    • Umræður: 82
    • Svör: 767

    Ég átti einu sinni svona bíl og það var svona víbringur að framan. Og það var útaf vitlausum halla á framhásingunni. Ef þú ert með tvöfaldann lið að ofan þá á skaftið að koma beint ofaní hásinguna, sem sagt ekkert brot.
    Getur verið að hásingin hafi bognað við stökkið? Ef hann lenti á hægra framhjólinu..





    30.11.2010 at 18:09 #712166
    Profile photo of Guðjón S. Guðjónsson
    Guðjón S. Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 238

    Var að taka framskaftið undan áðan, fór með það á verkstæði og við sáum þá í tvöfalda liðnum að hann er að merjast á snertiflötunum þar. Við skoðuðum líka hvort skaftið væri skakkt en svo virtist ekki vera. Held að næsta verk sé að ath afstöðuna á milli jóka (hallann).





    06.12.2010 at 23:12 #712168
    Profile photo of Guðjón S. Guðjónsson
    Guðjón S. Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 238

    Jæja ekki var það skaftið, fór með það í balanceseringu og var bætt einhverju blíi á það. Var að vona að það væri orsökin, en vitir menn, allt víbrar enn. Svo það næsta í stöðunni er að fara að rífa. Er jafnvel komin á þá niðurstöðu að skipta um gírkassa með millikassa, ekkert rafmagns system eða loftmembra þegar maður setur í 4×4. Svo þarf að taka allt úr hásingunni aftur.

    Óska eftir öllum þeim andlega stuðningi þessa dagana.

    Kv. Guðjón S





    08.12.2010 at 00:23 #712170
    Profile photo of Unnþór Helgi Helgason
    Unnþór Helgi Helgason
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 98

    Gírkassapúði?





    08.12.2010 at 10:49 #712172
    Profile photo of Guðjón S. Guðjónsson
    Guðjón S. Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 238

    Ekki vitlaus spurning, ég kanna það við tækifæri.





    08.12.2010 at 13:10 #712174
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    [quote="Guðjón S":1roqtrag]Jæja ekki var það skaftið, fór með það í balanceseringu og var bætt einhverju blíi á það. Var að vona að það væri orsökin, en vitir menn, allt víbrar enn. Svo það næsta í stöðunni er að fara að rífa. Er jafnvel komin á þá niðurstöðu að skipta um gírkassa með millikassa, ekkert rafmagns system eða loftmembra þegar maður setur í 4×4. Svo þarf að taka allt úr hásingunni aftur.

    Óska eftir öllum þeim andlega stuðningi þessa dagana.

    Kv. Guðjón S[/quote:1roqtrag]

    Getur líka verið bússningin þar sem úttakið úr millikassanum er. Ég hef skipt henni út að framan og aftan hjá mér. Þegar ég skipti að framan hætti titringur sem átti við að etja.





    08.12.2010 at 16:19 #712176
    Profile photo of Guðjón S. Guðjónsson
    Guðjón S. Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 238

    [quote="fastur":1mgiprin][quote="Guðjón S":1mgiprin]Jæja ekki var það skaftið, fór með það í balanceseringu og var bætt einhverju blíi á það. Var að vona að það væri orsökin, en vitir menn, allt víbrar enn. Svo það næsta í stöðunni er að fara að rífa. Er jafnvel komin á þá niðurstöðu að skipta um gírkassa með millikassa, ekkert rafmagns system eða loftmembra þegar maður setur í 4×4. Svo þarf að taka allt úr hásingunni aftur.

    Óska eftir öllum þeim andlega stuðningi þessa dagana.

    Kv. Guðjón S[/quote:1mgiprin]

    Getur líka verið bússningin þar sem úttakið úr millikassanum er. Ég hef skipt henni út að framan og aftan hjá mér. Þegar ég skipti að framan hætti titringur sem átti við að etja.[/quote:1mgiprin]

    Ertu að meina jókan? eða hvað ertu að meina með bússningin?





    13.12.2010 at 14:19 #712178
    Profile photo of Guðjón S. Guðjónsson
    Guðjón S. Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 238

    Ekki var það gírkassapúðinn. Nú er annar millikassi og gírkassi kominn í, það var einfaldara að setja settið saman í. EN…… ekki varð nein breyting á. Fór með skaftið fyrir nokkru í Stál og Stansa og þeir útskrifuðu það í lagi.

    Er kominn á það að fá lánað annað skaft til að útiloka hvort um er að ræða skaftið eða eitthvað annað.

    Einhverjar fleiri hugmyndir?





    13.12.2010 at 20:51 #712180
    Profile photo of Eysteinn Pálmason
    Eysteinn Pálmason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 109

    Hásing bogin og ónýtar legur í drifinu?





    13.12.2010 at 21:12 #712182
    Profile photo of Ástmar Sigurjónsson
    Ástmar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 226

    Er einhver séns að hásingin hafi beygt fjaðrirnar í stökkinu, þannig að hásingin hafi snúist?,

    Það kom fyrir hjá mér að aftan á hilux og ég áttaði mig ekki á þessu þegar ég setti bílinn á púða að aftan og sýp seyðið af því núna, það er alltof mikil vinna að snúa drifinu til baka svo ég prófaði að setja tvöfaldan lið kassamegin að aftan, bíllinn er reyndar númerslaus núna þar sem ég er á sjó í allann vetur svo ég get ekki prófað hvort þetta virkaði.

    Rétt að taka fram að titringurinn hættir hjá mér þegar ég keyri í lausamöl, þá hefur misjafni hraðinn á jókunum ekki áhrif, það er allavega mín kenning





    14.12.2010 at 15:17 #712184
    Profile photo of Guðjón S. Guðjónsson
    Guðjón S. Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 238

    Hásing ekki bogin að sjá, ný máluð, engar krumpur að sjá í málningu.

    [quote="Addi_Sig":3jpqtlf5]Er einhver séns að hásingin hafi beygt fjaðrirnar í stökkinu, þannig að hásingin hafi snúist?,

    Það kom fyrir hjá mér að aftan á hilux og ég áttaði mig ekki á þessu þegar ég setti bílinn á púða að aftan og sýp seyðið af því núna, það er alltof mikil vinna að snúa drifinu til baka svo ég prófaði að setja tvöfaldan lið kassamegin að aftan, bíllinn er reyndar númerslaus núna þar sem ég er á sjó í allann vetur svo ég get ekki prófað hvort þetta virkaði.

    Rétt að taka fram að titringurinn hættir hjá mér þegar ég keyri í lausamöl, þá hefur misjafni hraðinn á jókunum ekki áhrif, það er allavega mín kenning[/quote:3jpqtlf5]

    Engar fjaðrir lengur undir bílnum, tók þær undan fyrir nokkru síðan. Hef reyndar ekki prufað að keyra hann í lausamöl eftir að þetta byrjaði hjá mér.





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.