This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðjón S. Guðjónsson 14 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagar, nú reynir á ykkur sem gætu sagt mér hvað er að. Ég er með LC Hj61 árg 88, mikill víbringur þegar hann er settur í framdrifið og þá sérstaklega í átaki (inngjöf), búinn að skipta um alla hjöruliðskrossa í báðum sköftum (aftur/fram) það eru nýjar legur og pakkdósir í öllum nöfum. Ég er alltaf með hann í lokum þegar hann er ekki í framdrifi, búinn að herða upp á jóka bæði fram og aftur hásingu og í millikassa fram og aftur, virðist vera í lagi með legur.
Veit ekki hvað ég get talið meira upp hér, ef einhver sérfróður maður þarna úti gæti vitað hvað þetta er væri það vel þegið að fá hugmyndir.
Er búin að ná einni fjallaferð á bílnum í vetur og sú fyrsta á bílnum og þá kom þessi víbringur, nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér í allan vetur, langar á fjöll.
You must be logged in to reply to this topic.