Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC60 PATROL EÐA EITHVAÐ ANNAÐ??
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
06.11.2007 at 19:58 #201118
Eg er að leita mér að 44″ bíl fyrir ca miljón.
Hvernig bíl mæla menn með á þessu verði -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.11.2007 at 22:05 #602310
60 cruiser. Ef þú finnur einhvern…
06.11.2007 at 23:37 #602312LC er betri en patrol
HFH er betra en 100m gengið!Svona er lífið, nú er tækifærið til að vera í hópi þeirra bestu að einhverju leyti!
Ástarkveðjur!
P.s þá er ég því miður búinn að selja minn
07.11.2007 at 02:49 #602314kemur örugglega 44" undir hann
07.11.2007 at 21:42 #602316Ég sé að það mæla allir hér með 60cruser en hver eru rökin fyrir því? frekar en patrol, hilux eða bara eithvað annað á þessu verði.
ps, sæll Villi er það ekki rétt munað hjá mér að þú hafir verið í endalausu basli með þinn cruser
07.11.2007 at 22:08 #602318Óþarfi að æsa sig yfir þessu.
Ok, kostir gallar sem ég veit eða hef heyrt af LC60, LC80 og svo Patrol.
LC60 gallar: Hef þess heyrt getið að öxlarnir í hásingum séu ekkert of sterkir.
Eru svolítið afturþungir en það er bara að færa afturhásinguna aftur úr öllu valdi býst ég við.
Kostir: Kosta yfirleitt ekki svo mikið, en nokkuð erfitt að ná í gott eintak af þessum bílum.
Sterk drif í hásingum.LC80.
Gallar: Framdrifin eiga það til að smyrjast í sundur sé tekið á þeim, sérstaklega í bakki. (eru 8" reverse ef ég man rétt, sama og er í LC70)
Erfitt að fá góð eintök sem kosta ekki annan handlegginn og gott betur en það.
Kostir: Mér hefur sýnst þeir vera nokkuð rúmgóðir og þægilegir að innan. Ágætis aðgengi um þá.
Vél sem rótvinnur en ég þekki vélahliðarnar á þessum bílum ekki nóg til að geta verið marktækur á það. Mæli með að fletta í gegnum spjallið og leita að einhverju um þá.Patrol nýrra boddí m. 2,8.
Gallar: Leguvandamál að framan á 44".
Svolítið óþægilegt aðgengi um þá en þó nokkuð rúmgóðir. Finnst óþægilega þröngt um mann þegar maður er við stýrið.
2,8l er glataður mótor sem hreyfist varla úr stað á 44" (ég á eftir að verða krossfestur fyrir að segja þetta…)
Eru nokkuð þekktir fyrir heddvandamál en mig grunar að það sé meira eða minna útaf of miklum hita á afgasi, annars þekki ég það ekki nóg.Kostir: Nokkuð rúmgóðir (þrátt fyrir bílstjórasætið).
Sterk drif og flest allt í bílnum nokkuð sterkbyggt að sjá.
Mér hefur alltaf þótt ágætt að ferðast í þessum bílum og hefði ekkert á móti að eiga patrol (reyndar eldra boddíið) á 44" með mótor oní húddinu. (4l vélin er víst tuddaöflug, en fæst því miður ekki orginal hér á landi nema í einhverjum sem hefur verið skipt um held ég eða örfá eintök).Svo eru fleirir bílar sem eru til 44" breyttir. LC70, Defender, Econoline, F-250+ og Dodge Ram 2500+, 4Runner (ég er á einum svoleiðis, þarf reyndar að skipta út framstellinu til að höndla 44" eða alvarlegar breytingar), Ford Aerostar, Chevrolet Aeris (eð’hvað það nú heitir, svipað og Aerostar).
Það eru endalausir möguleikar í stöðunni.Vona að mér takist með þessum pistli að hrista aðeins uppí umræðunni, og athugið að allt í pistlinum er byggt á persónulegri reynslu, og getur vel verið að ýmislegt mætti orða eða segja á annan máta.
kkv, Úlfr
08.11.2007 at 20:32 #602320eitt sem ég vil nefna er að ég átti svona lc 60 á 44 dekkjum og þessi 12H vél (orginal turbo) er alveg snilld að því leyti að hún er gífurlega sparneitin og frekar gangörugg og sterk.
Drifgetan var líka fín, var búin að færa afturhásinguna 37 cm og setja gorma allan hringin.Seinna skipti ég svo í LC80 til að fá meiri svona alhliðabíl og aðeins nýtískulegri en drifgetan er ekki meiri og eyðslan er meiri á 80 bílnum.
Þegar millibilsástandi á milli þessara bíla var þá langaði mig aðeins í patrol (boddyið sem kom 98) en sá fram á að til að ég yrði sáttur þyrfti ég að skipta út vélini og fara þá helst í lc vél með sjálfskiptingu og þá er þetta orðið svo mikið mix að ég nennti ekki að standa í því. Auk þess er hjólalegusystemið liðónýtt að framan eins og fram hefur komið (16mm á milli lega í patrol á móti 46mm í cruiser)
Samt sem áður er það svo sorglegt að framdrifið er frekar lélegt í 80 bílnum þó svo að ég sé með fyrsta drifið mitt brotið núna á 287000 km. held að sjálfskiptingin sé að hlífa því töluvert því hún gefur ekki högg. Samt eru svo öxulliðirnir mun sterkari en í 60 cruiser, það er ekki öll vitleysan eins.
08.11.2007 at 21:04 #602322varðandi öxla vandamálið sem hrjáir helst 60 krúsann þegar menn fara í stóru blöðrurnar þá er lítið mál að redda því.
.
http://www.toyotasuperaxles.com/
.
hér er hægt að fá öxla sem eiga að þola sama
snúningsvægi og 35 rillu dana 60.
.
http://www.toyotasuperaxles.com/graph.html
08.11.2007 at 21:12 #602324Sælir, ég get ekki setið á mér. Hvaða endemis bull er þetta með legur í Patrol, ég hef átt nokkra Patta og síðast 2001 á 44" Ég var ekki að upplifa þetta leguvandamál og ók honum þó um 50þús km. Skipti einu sinni um legur, það eru miklu stærri legur í Patrol heldur en í Toy dótinu auk þess sem bilið á milli þeirra er meira en 16mm. Ég veit ekki hvað það er en klárlega meira en 16mm.
Ég er sammála því að Pattinn er kraftminni en Toyotan en Patrol er miklu sterkari bíll í alla staði. Af hverju í veröldinni eru Toy menn að setja Patrol hásingar að framan hjá sér?
Vil benda á að framhjólalegur í Toy passa í þurrkumótorinn á Partol!!!Kveðja:
Erlingur Harðar
Sem lætur Toy dótið fara í taugina á sér!
08.11.2007 at 21:48 #602326ekki ertu að reikna með að þeir sem hafa vit á þessu (ólíkt þér) fari virkilega að svara svona bulli. Það er aðeins eitt og þá meina ég EITT (1) sem er sterkara eða betra í patta fram yfir Lc80 og það er miðjan sjálf í framhásingu, að öðru leiti er toy hásingin mun sterkari sem og allt annað í toy. Vill að menn geri sér grein fyrir því að það er mun ódýrara að skipta út miðjunni á lc80 (sem er ónít) og setja Dana 60 heldur en að þurfa að standa í eilífum vélarupptektum OG skiptingar upptektum og sumir oftar en einusinni á sínum 50þ km (Erlingur) þannig að ég skil alveg þetta endalausa væl og skæl í þér (erlingur) svosem. Hættu nú þessu helv….væli og reindu að drul….til að fá þér jeppa svo þú komist nú með á fjöll í vetur, mun betur geimdur þar en heima vælandi yfir ágæti Toyota jeppana.
08.11.2007 at 22:01 #602328loksins eitthvað af viti Patrol er ekker nema stór hraðahindrun á fjöllum
08.11.2007 at 22:04 #602330Ég á einn LC60 fyrir þig er á góðum 44"og 18" breiðum felgum. Loftpúðum allan hringinn ofl. ofl.
08.11.2007 at 22:11 #602332Es.
Djov….lét ég hann heira það.
08.11.2007 at 22:19 #602334Er það rétt að Toyotur bili allra bíla mest á fjöllum?
Kveðja:
Erlingur Harðar
08.11.2007 at 22:21 #602336nei 😛
08.11.2007 at 22:25 #602338Nei, ekki einu sinni miðað við höfðatölu 😉
En þetta er nú svolítið svona eins og hvað er líkt með fíl og.
08.11.2007 at 22:45 #602340Benni hefur nú aldeilis góða reynslu af því að láta bjarga sér á fjöllum, með ónýta hjólalegu í Togíogíta. Það skiptir ekki máli hvað þessar druslur heita, þetta þarf allt sitt viðhald. Þar sem þetta er orðið þráðarán, og pissukeppni, væri kanski rétt að snúa sér aftur að efni spyrjanda. Ég myndi kaupa þann bíl sem mér líst best á, og er í boði fyrir eina millu, sama hvað gerð hann.
Góðar stundir.
ps: svo má ekki gleyma því, að Patrol ber höfuð og herðar yfir þessa skítahauga sem er verið að reyna að bera saman við hann
08.11.2007 at 22:51 #602342Það eina sem skilur á milli LC80 og 3.0 Patrol sem skiptir einhverju máli er vélin en hún er mun skemmtilegri í Toy og framdrif en það er betra í Datsun. Það hallar reyndar verulega á Toy þegar menn fara að skoða verðin.
En maðurinn spurði um bíla í kringum milljónina og svarið við þeirri spurningu er bara að reyna að finna eitthvað gott eintak af öðrum hvorum og þú verður sáttur. Gamli Patrol þjáist af kraftleysi þó 2.8 vélin í gamla bílnum sé nú ekki eins slæm og Toy menn vilja vera láta. Myndi persónulega frekar fara í Patrolinn en það er nú bara út af því að ég er Patrol maður að upplagi. Það er einn galli við 60 bílinn en það er að hann er asskoti ryðgjarn og svo eru þeir náttúrulega frá 9 áratugnum en ef þú fílar það þá skelltu þér bara í að leita….
kv
Agnar
08.11.2007 at 23:17 #60234460 cruiser: Er með kraftmikla og skemmilega vél sem endist og eyðir litlu á 44" með 4:88 hlutföll. Drifbúnaður er gríðarlega sterkur fyrir utan ytri öxla að framan( en það er hægt að fá sterkari öxla frá usa). ég átti cruser á 44 lengi og braut aldrei ytri öxlana(bara spurning um að vera ekki mikið að beygja með hann læstann að framan).
Þeir eru orginal á fjöðrum sem er ókostur en flestir breyttir cruiserar eru komnir á gorma og búið að færa afturhásingu. Einnig eru þeir flestir með orginal læsingum að framan og aftan.
Patrol 90-96 2.8l: kraftlaus vél (miðað við cruiserinn) þarf að fylgjast með heddi og pakningunni. Einnig er hitavandamál að hrjá þá en 3 laga vatnskassi á að koma í veg fyrir það. Aftasti stimpillinn fær minnstu kælinguna ef þeir hitna mikið og getur brætt úr sér( persónuleg reynsla ássamt heddi).
Drifbúnaðurinn er 100% ekkert vesen þar, gríðarlega gott að keyra þessa bíla á malbiki, þægilegur ferðabíll.
Hann er á gormum orginal sem er kostur og ekki þarf að færa hásingu, því þyngdardreifing er góð í þeim. Bara með læsingu að aftan orginal, sumir með loftlæsingu að framan.
Ég hef átt þessa báða bíla en pattinn var á 38. ég mundi hiklaust velja cruiser ef ég ætti að velja um þessa tvo. Miklu skemmtilegri bíll ef þú ert að leyta að 44 bíl.
08.11.2007 at 23:34 #602346þetta hita vandamál kannast ekki við það!!!
krafturinn láttu túrbínuna blása 14 pund fáðu þér svo boost og afgasmælir og hiclone þá ertu í góðum málum skemmtilegur bíll á fjöllum framhjólalegur fylgjast með þeim eins og öðrukv Heiðar U-119
08.11.2007 at 23:51 #602348Já ég er aldrei þessu vant sammála hlyn, þetta er að breytast í einhvern meting, ég var bara að reyna að vera málefnalegur en það er satt, allt þarf sitt viðhald. Samt er það staðreynd með það að það er frekar stutt á milli legana, ég er búin að vinna á verkstæði við viðhald á jeppum í 9 ár og mældi þetta bara vísindalega síðasta vetur en reyndar var það í 96 patrol.
Því miður fyrir okkur þá er ekki búið að finna upp fullkomið tæki og það kostar of mikið að sameina þetta allt sjálfur….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.