This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni B Einarsson 18 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Mig langaði að kanna hvort þið sem allt vitið getið hjálpað mér –
Er með LC 90 árg 99 sem tók upp á því í dag að neita að fara í gang. Hann startar eðlilega en tekur ekki við sér (fær greinilega ekki olíu).
Mér datt í hug að það væri eitthvað dót tengt ádreparanum sem væri í klikki.
Eftir að hafa startað honum nokkuð í dag ákvað ég að gefa honum hvíld og prufaði aftur eftir ca 3 tíma og þá datt hann í gang eins og ekkert hafi í skorist og gekk eðlilega en í lok dags neitaði hann aftur og hefur ekki gefið sig eftir það þrátt fyrir svipaða hvíld og áður.
Kannast einhver við þetta vandamál?Umboðið getur vafalaust frætt mig um þetta í fyrramálið en mig langað bara kanna hvort að fræðingarnir hér inni gætu hjálpað mér.
You must be logged in to reply to this topic.