FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

LC 90 Hjólalega

by Sveinn Birgisson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC 90 Hjólalega

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sveinn Birgisson Sveinn Birgisson 16 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.08.2008 at 21:52 #202820
    Profile photo of Sveinn Birgisson
    Sveinn Birgisson
    Participant

    Kvöldið.
    Spurningarnar er tvær.
    1. Hversu mikið vandamál er að skipta um hjólalegu að aftan og eru einhver spes verkfæri notuð?
    2. Hvar er hagstæðasta verðið og bestu gæðin?

    Kveðja.
    Sveinn

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 23.08.2008 at 21:57 #627960
    Profile photo of Friðrik Hreinsson
    Friðrik Hreinsson
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 858

    poulsen selur hjólalegur á mjög sanngjörnu verði
    vorum næst lægstir í verði yfir fullt af varahlutum í verðkönnun frettablaðsins.
    F.H





    23.08.2008 at 23:17 #627962
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Ef.. þetta er sama framkvæmd og á Hilux og LC 60 þá..

    Úr með öxulinn, af með pressuhringinn sem heldur legunni (ef menn hafa styrka hönd er gott að særa hann með rokk þar til hann brestur án þess að klóra í öxulinn), og þá er komið að því að komast í vökvapressu. Nú eða skila draslinu af sér á verkstæði. Hringurinn pressast uppá eftir legunni og heldur henni á sínum stað. EKKI reyna að berja hann uppá.

    Ef þetta er allt önnur framkvæmd en á gömlum Lux, þá býð ég bara góða nótt.

    Hjölli.





    23.08.2008 at 23:51 #627964
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    þetta er sama aðgerð og á öðrum toyotum með semi-floating að aftan (lux, lc70, og lc60 semi ofl.)

    engin spes verkfæri þarf í þetta.

    ef þú rífur öxulinn úr og átt pakkdósir og legu þá er séns á að hleypa þér í legupressu hjá mér eftir 17 á morgun til að græja þetta. símann ættirðu að finna í prófílnum mínum.

    lalli





    24.08.2008 at 04:13 #627966
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Bremsubúnað af, olíu af drifi, losa 4 rær sem halda öxlinum í hásingunni, draga öxulinn úr. Ef þú hefur ekki aðgang að pressu notarðu slípirokk eða borvél til að taka spennuna úr hringnum og legunni þar til þú getur slegið draslið burt með meilti. Svo kælirðu öxulinn eins og þú getur (ískalt vatn, frystir, kolsýruslökkvitæki……) en hitar leguna og hringinn. Hitunin verður að vera jöfn (Leggja á eldavélarhellu, stálplötu hitaða með gastækjum, sjóðandi vatn…….. alls ekki beina gasloga beint á leguna og hringinn og ekki rauðhita). Setur svo plötuna og pakkdósina upp á öxulinn og lætur leguna og hringinn detta niður öxulinn. Áður en þú setur leguna og hringinn á öxulinn hefurðu til rör sem rétt svo kemst upp á öxulinn, notar það til að reka á eftir ef þörf er á. Raðar svo dótinu í hásinguna, setur á hana olíu og brosir hringinn yfir því að hafa gert þetta sjálfur.
    .
    Freyr





    24.08.2008 at 07:27 #627968
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    þetta er sennilega það gáfulegasta sem þú hefur látið útúr þér freyr.





    24.08.2008 at 15:20 #627970
    Profile photo of Sveinn Birgisson
    Sveinn Birgisson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 191

    Sælir.
    Þakka góð svör.
    Það er greinilega óvíst að óvanur maður nái að klára sig á þessu án utanað komandi aðstoðar. Þá er næsta spurning, hver er lipur í svona viðgerðum?

    Kv.
    Sveinn





    24.08.2008 at 22:01 #627972
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Ef þú ert með aðgang að einhverri aðstöðu gæti ég kannski tekið þetta að mér, sláðu á þráðinn er þú hefur áhuga.

    Freyr S: 661-2153





    31.08.2008 at 12:01 #627974
    Profile photo of Pétur Viðar Elínarson
    Pétur Viðar Elínarson
    Member
    • Umræður: 83
    • Svör: 275

    Sælir.

    Hver eru einkenni lélegrar hjólalegu? Er hægt að finna þetta eins og í legu að framan? Hjá mér berast undarleg hljóð úr afturhjóli, svona eins og gúmmihljóð sem nuddast saman, og ég finn fyrir örlitlu slagi í búnanðnum en geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort þetta sé bara bremsudiskurinn að ganga til eða allt draslið.

    Eins er ég að spá hvort að það sé mikið ves að ná öxlinum úr eftir að allt hefur verið losað, hvort það þurfi "púllara" eða hvort hann renni úr?

    Takk að sinni

    Pétur





    31.08.2008 at 14:04 #627976
    Profile photo of Sveinn Birgisson
    Sveinn Birgisson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 191

    Sæll.

    Hjá mér kom hljóðið alltaf á sama stað í hringnum. Hljóði sjálft get ég ekki líst nákvæmlega (hljómar samt ekki ósvipað og gúmínudd) en það sem mér datt í hug, þegar ég var búinn að útiloka allt "nudd" (á hjólinu), að sprunga væri komin í felguna. Reif undan og ekkert athugavert, þá kom í ljós eftir að hjólið var komið undir og álkarlinn notaður til að finna slag að legan var að gefa sig.





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.