Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC 90 á 35″
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Pálmi Benediktsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.04.2007 at 14:12 #200125
AnonymousHvaða sögur bera menn af þessum jeppa almennt…en þó langar mig mest að heyra hvaða reynslu menn (eða konur) hafa af þeim með 35″ breytinguna? Hvernig eru akstureiginleikar á malbikinu og utan þess, og hvernig virkar hann í snjó??? Kostir og gallar… látið allt flakka.
Kveðja,
Einn sem er að spá og spekulera.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.04.2007 at 14:56 #588334
ég hef nú takmarkaða reynslu en hef keyrt þá eitthvað en hef ferðast þónokkuð með svona bílum á jahh óbreytt uppí 38" og ég tek nú bara fyrir það sem ég veit með 35" bílinn en þetta er auðvitað allt persónu bundið svo því fleyri sem svara því betra en já mér fannst svona bíll örlítið hastur að aftan en hann er þó á gormafjöðrun að aftan eins og þú væntanlega veist og ef þessi bíll er keyrður rétt og réttur loftþrýstingur í skónum þá fara þeir lygilega mikið að mér finnst og hef ég t,d séð 35" 90 bíl húrra frammúr hilux tdi 38" upp snjóbrekku og skildi hann eftir og eftir mínum upplýsingum og vitundum og heimildum þá hafa menn verið ótrúlega ánægðir með þessa bíla en þetta er það sem ég get sagt um þennan bíl en svo eru kannski aðrir með aðrar skoðanir svo því fleyri sem svara því betur ertu upplýstur því ég er auðvitað bara dropi í hafið.
en gangi þér vel í veiðinni:D
Toyotakveðja Davíð Karl
14.04.2007 at 23:02 #588336Ég er búinn að vera á svona bíl í vetur (tveimur reyndar) á 38" og er mjög ánægður með hann. Ég held að maður fái ekkert mikið betri alhliða bíl, hentar vel í vetrarferðir og er góður á malbiki. Sérlega þægilegur ferðabíll.
Hef séð svona bíl ansi seigan á 35tommunni í snjó, en honum eru auðvitað takmörk sett eins og öðrum 2t bílum á 35"
15.04.2007 at 10:54 #588338sælir
Ég hef átt svona bíl á 38" , ferðast talsvert með svona bílum og þekkt marga sem hafa átt svona bíla, bæði breytta sem óbreytta. Hérna er það sem ég veit:
– Frábær díselvél, enn betri með common rail og enn betri með intercooler (common rail kemur með cooler orginal)
– var ánægður með sjsk, hef ekki ekið beinsk
– vélarnar í ´97 bílnum voru eitthvað gallaðar og heddin eyðilögðust óvenju snemma eða í kringum 6 ár eða 100-150 þús km. Virðist hafa verið lagað í árgerðunum þar á eftir enda vélin ekki alveg sú sama. Gera má ráð fyrir heddskiptum í kringum 200 þús km svona almennt.
– kram að framan er veikt, stýrisendar, stýrismaskína, framdrif og öxlar. Þetta getur allt farið í átökum og jafnvel í litlum átökum. Sumir hafa þjösnast á þessum bílum á 38" án þess að nokkuð hafi komið fyrir svo árum skiptir en aðrir eru alltaf að brjóta eitthvað ! Svo verður þetta dót slitið þegar akstur nálgast 200 þús gæti þá þurft að skipta um t.d. sexkúluliði, fóðringar o.s.frv.
– Org rafmagnslæsingar eru drasl og þurfa þær mikið viðhald og eftirlit.
– Mér fannst alltaf leiðinlegt að halda þessu plastdóti eins og stuðurum og svuntum í horfinu, þetta var alltaf að losna og aldrei til friðs. Kannski bara bundið við minn bíl.
.
Gott að sitja í þeim og ég hef ekki átt skemmtilegri bíl til að aka um á malarvegum á sumrin, feykinóg afl og klafafjöðrunin að framan mjög skemmtileg. Ef þú ætlar í 35" bíl á annað borð þá mæli ég með þeim en auðvitað ertu ekki að fara í neinar heavy fjallaferðir á honum þannig, gæti hentað í styttri dagstúra með meira breyttari bílum og kannski upp á Langjökul ef færið er gott.
kv
Agnar
15.04.2007 at 13:56 #588340
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
gæti maður þá átt von á því ef maður væri með bíl ekinn 150þús með nýtt hedd í 100þús að þurfa standa í heddskiptum aftur í kringum 200þús km akstur…eða hvað??? það þætti mér helv… dapurt!!!
Kveðja
Alli
15.04.2007 at 22:40 #588342sælir
veit ekki hvað olli þessum ónýtu heddum þannig að ég veit ekki hvort það gæti gerst. Best að ræða við þá hjá Toyota um það. Annars eru nú til mun verri bilanir en heddskipti að mínu mati í díselvél
kv
Agnar
16.04.2007 at 08:59 #588344Það er heddið sjálft sem var gallað orginal í ’97 árg. þegar það er búið að skipta um það ætti það ekki að vera vandamál.
Varðandi rafmagnslæsingar… þetta er gamla þjóðsagan um að þær séu drasl. Þetta var (er) þannig í eldri árgerðum af t.d. Hilux að rafmagnslæsingin að aftan festist ef hún er ekki notuð reglulega, þá þarf taka hana og smyrja. Þetta er búið að laga þegar 90 krúserinn kemur, en þjóðsagan lifir enn. Ég held að þessar læsingar bili ekkert meira en loftið, en ég er nú enginn sérfræðingur samt…
16.04.2007 at 11:24 #588346Gleymdi að nefna að það þarf að passa að öndunin úr læsingapungnum sem fjöðrin er í sé í lagi, annars fer allt til fjandans með ryð og þh.
16.04.2007 at 14:07 #588348Við erum með rafmagnslæsingar í 38" LC90 bílnum okkar að framan og að aftan. Þetta er 1997 árgerð og hafa þessar læsingar ekkert bilað þótt þær hafa verið bara verið notaðar í tvem túrum með næstum árs millibili. Er þessi hedds galli borgaður af Toyota eða hvað?
Kv.Gunnar
16.04.2007 at 15:43 #588350sælir
viðmiðunin sem Toy gaf á sínum tíma var 6 ár (ábyrgð rann út 2003) en ég veit um tilfelli þar sem þeir tóku á sig vinnuliðinn þrátt fyrir að sá tími væri liðinn (2004) þar sem bíllinn var lítið ekinn. Þetta er náttúrulega bara oft spurning um hversu mikið menn nenna að atast í þessum málum.
Góð driflæsing er í mínum huga læsing sem virkar þegar á þarf að halda og þarfnast lítils viðhalds eða eftirlits. Þetta er ekki reynsla þeirra sem ég þekki sem hafa átt svona bíla í einhvern tíma og skiptir þá engu hvort læsingin var mikið notuð eða ekki. Það má vel vera að aðrir hafi aðra sögu að segja.
kveðja
Agnar
16.04.2007 at 23:34 #588352
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
………..
17.04.2007 at 23:08 #588354
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þá er maður bara búinn að festa kaup á einum 35" lc90 árg.97 ekinn 150þús…einn eigandi og 100% þjónustubók og viðhald hjá umboði……
Þakka ykkur fyrir infóið drengir.
Kv.
Alli
18.04.2007 at 13:12 #588356Til hamingju með kaggann! Er búið að skipta um hedd í honum? Mætti maður forvitnast um kaupverð? (palmiben hjá simnet.is)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.