Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC 90 44″
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Arnarsson 22 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.06.2002 at 11:35 #191572
AnonymousBlessaðir
Hvernig er það? Langar engum að breyta LC 90 fyrir 44″. Það væri gaman að vita skoðanir og einhverjar hugmyndir um það, langar svolítið að prófa það. Kæmi örugglega vel út, léttur bíll og alltaf hægt að bæta smá afli við. Þar að segja ef það er hægt að breyta honum fyrir 44″.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.06.2002 at 03:13 #462012
Sæll Hábeinn.
Ég get sagt þér það að ég er búinn að vera með þetta í maganum í talsverðan tíma og verð það áfram áfram og örugglega endar þetta með alvarlegu magasári. Það er sagt að þessi bíll þufi ekki "44 "38 sé nóg og jú það er rétt þeir sem til þekkja vita að þessar elskur eru hugsanlega jafn bestu bílarnir í snjónum. Aðrir segja þetta er allt of léttur bíll fyrir "44 má vera að það sé rétt? Minn bíll vegur fullbúinn í ferð með einum farþega ca 2450kg. Varðandi aflið þá er LC dollan með nýju vélinni mjög sprækur og ég er alveg klár á því að hún snýr þessum tuðrum. Það sem stoppar mig er kjarkleysi, mjög einfalt. Í mínu tilfelli væri það mjög dýrt spaug ef þetta klikkaði þ.e. ef dollan yrði nú hundleiðinleg. Hvað ætli þurfi að gera til að þetta gangi? Hvað með framdrif? Þurfum við ekki að gera einhverjar stórkostlegar breytingar þar og þó var ekki einhver að segja það um daginn að sama dótið væri undir 70, 80 og 90 Landcruiser-onum að mestu leyti? En eins og þú segir, er hægt að breyta honum?
Kveðja
Benedikt
01.07.2002 at 10:02 #462014Sælir drengir.
Hvurslags úrtölukjaftæði er þetta. Þessir bílar eru fyrir löngu búnir að sýna það og sanna að þeir eru að svínvirka, þrátt fyrir að margir spekúlantar hafi spáð því í upphafi að ekki væri hægt að komast suður í Hafnarfjörð á þessu "ónýta framdrifi". Reynslan hefur hins vegar orðið sú að þessi ágætu drif eru bara að endast og endast ef menn bara eru meðvitaðir um uppbyggingu þeirra (þetta eru rewerse drif og því mjög veik afturábak).
Ég veit um einn bíl sem er fullúrklipptur fyrir "44 hjól, en ekki hafa enn verið hannaðir á hann kantar. Þetta yrði alger bomba!
Ferðakveðja,
BÞV
02.07.2002 at 12:48 #462016
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Hvernig dettur ykkur í hug að vera að hugsa um þetta. Þetta er svona jafn glórulaust eins og að setja Subaru á 35". Liðhúsin þola þetta aldrei hvað þá drifið, öxlarnir, hjöruliðirnir, já og stýrisendarnir. það er kannski nóg power, en allt annað í bílnum er bara sýnishorn!!!!!!Kveðja
Steini
02.07.2002 at 18:19 #462018
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Ja..ef einhver er að hugsa um að gera þetta í alvöru þá væri sá hinn sami heimskur ef hann myndi ekki setja hásingu undir bílinn að framan.
Annað er algjörlega glórulaust.
Það er búið að reyna þetta við aðra klafabíla og alltaf hefur það endað með að það hefur verið sett hásing undir þá.
Enn ég er sammála Steina um það að ef einhver myndi setja 44" dekk undir Barbí Krúser þá væri hann heimskur ef hann myndi ekki henda klafadótinu undan.
Kv
Snake
02.07.2002 at 19:51 #462020Sælir.
Það vantar ekki fullyrðingagleði ykkar snillinga. Enn og aftur eru menn sem þekkja ekki þennan fína framhjólabúnað á LC 90 með upphrópanir og fullyrðingar. Ég vil mynna á allan þann fjölda þessara bíla sem eru á "38 hjólum, margir mikið notaðir og hafa reynst bara ljómandi vel. Auðvitað geta þessir bílar bilað eins og aðrir, en staðreyndin er sú að þeir gera það í minna mæli en margar aðrar tegundir og framhjóla- og framdrifsbúnaðurinn er alls ekki eins lélegur og úrtölumenn hafa haldið fram.
Vissulega eru menn með sterkari búnað með heilli hásingu, en þá fórna menn líka nokkru af aðalsmerki þessara bíla, þ.e. frábærri fjöðrun og aksturseiginleikum. Ég vil mynna ykkur úrtölumenn á að það eru til "44 breyttir 4runner bílar með original framhólabúnaði og hafa bara gert sig mjög vel.
Ég skil vel að Patrol og Musso menn reyni að tala Barbí eigendur ofan af því að skella sér á "44, því þar með yrði getuleysi þeirra fyrrnefndu endanlega opinberað !!!
Ferðakveðja,
BÞV
02.07.2002 at 21:24 #462022
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
E einhver af ykkur búinn að keyra barbí með hásingu þannig að þið getið haft viðmiðun.Er ekki málið að prufa bíl hásingu.Ef þessir bílar eru settir á 44" ætla menn þá að nota 4,88 eða er hægt að fá 5,29 í barbí. Er ekki málið að prófa þetta og setja bara hásingu ef dótið virkar ekki.
02.07.2002 at 22:19 #462024Verið ekki að huxa um svona asnalegan hluti eins og að setja 44" undir eitthvað annað en alvöru jeppa sem þola það.(Datsun) Ef menn eru á Togaíogíta og vilja ferðast á fjöllum verða þeir bara að sætta sig við að keyra í förum eftir alvöru bíla,(Datsun) það er að segja ef þeir eru svo lukkulegir að hafa svoleiðis ferðafélaga…
Datsun kveðja R2208
02.07.2002 at 22:49 #462026Þurfa menn ekki þolinmæðispillur ef þeir aka um á Patrol á 44" dekkjum??
03.07.2002 at 11:11 #462028Teddi þú átt góðan skammt af þeim, er það ekki?
Er það ekki ástæðan fyrir öllum breytingunum?
Emil
03.07.2002 at 16:10 #462030Emil, ég held að þú hafir dottið ofan í pott af róandi mjéði þegar þú varst lítill (eins og Ástríkur). Að aka um 2,4 diesel er afrek útaf fyrir sig. Ég er stoltur af mönnum eins og þér, verst að við erum ekki allir svona rólegir.
Kveðja frá Toyota Tedda.Ath: Allar athugasemdir um brekkuna forðum á Langjökli, óæskilegar. Er enn að reyna að ná tökum á andlegu hliðinni.
03.07.2002 at 17:45 #462032
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Smá ábending
Reynir í Fjallasport setti hásingu framan á Trooperin sinn svo Stína gæti keyrt eðlilega.
Tóti mussó setti líka hásingu framan á Mussó til að geta notað bílinn á 44" hjólum.
Þessir bílar þykja hafa betri klafabúnað en barbý.
Jafnvel þótt okkar ástsæli fyrrverandi formaður (með engilfögru morgunröddina) sé ánægður með sinn barbý þá er þetta bara nokkuð sem þarf að gera !!!!
kveðja hinn strumpurinn
03.07.2002 at 17:49 #462034
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Björn.
Þessi reverse drif og allt þetta um drif afturábak og áfram.
Það eru að ég held flestir jeppar framleiddir með rewerse drifi.
Þetta er allavega í þessum frægu Nissan bílum. Ég er alveg gáttaður á að af það brotnar eða skemmist eitthvað í einhverjum bílum, þá eru þeir dæmdir ónýtir. En þegar menn eru að segja að sé hægt að keyra pattan 500.000km og samt búið að skipta um vél í 60 – 100.000km þá eru þetta aðal dollurnar. Ég er alveg sannfærður um að LC90 44" væri algjör bomba. Það er búið að sýna sig að Troperinn sem þeir eiga í Fjallasport er að gera það gott, og jafnvel betur. En eitt er víst að LC90 bíllinn myndi líklega missa alla ferðafélaga, þar sem við hinir nennum ekki að horfa á eftir ykkur.
Just Do It Gretar
03.07.2002 at 19:37 #462036Nei nei við sem ökum umm á 44" Datsun þurfum ekki neinar þolimæðispillur eða neitt svoleiðis. Það er hinsvegar ágætt að hafa með sér ferðagrill og slá upp veislu meðan maður er að bíða eftir ferðafélögunum sem eru ekki á Datsun, en ekki nein þörf á því að fá sér neinar pillur þótt maður sé endalaust að bíða eftir einhverjum sem ferðast á tækjum sem eru með dagatal í staðinn fyrir hraðamæli…
Grillkveður R2208
03.07.2002 at 21:53 #462038Fyrst þetta er svona lítið mál og bíllinn þolir þetta svona vel afhverju er þá enginn búinn að þessu ??? er ástæðan ekki einfaldlega sú að það trúir enginn sem á svona bíl að þessi búnaður þoli 44" dekk 😉
Mér fannst það alveg kæfa þessa umræðu þegar hún kom upp um daginn þegar einhver stakk upp á því að menn skrúfuðu 38 tommuna undan að framan, settust á dekkið með bjór og horfðu á drifbúnaðinn og segðu upphátt við sjálfa sig þangað til þeir tryðu því "jú jú þetta þolir alveg 44 tommu dekk"Bjarni G.
04.07.2002 at 08:40 #462040Sælir félagar.
Ég held að það sem svæfði umræðuna um daginn var pistill minn um staðreyndir sem fæstir þora að viðurkenna og alls ekki breytinga fyrirtækin.
Ég er hálf hissa á þér Björn Þorri sem ert búinn að ferðast mikið á þessum fína bíl og örugglega talsvert með 44" bílum að þú skulir vilja sjá Barbie á 44"(eða ertu kanski bara ekki á mudder).
Gerði copy og paste á pistilinn og vonast eftir meiri umræðu um þetta heldur en um daginn,ég var nú hálf skúffaður á að fá engin viðbrögð(eða hafði ég kanski að kristna 44" mennina).
Hér kemur pistillinn sem allt svæfði.
Ég hef alltaf jafn gaman af þessari 44" umræðu þar sem menn eru að öfundast útí þessi 15% tilvika sem 44" bílarnir komast eitthvað.(Ég vil nú meina að það séu ekki nema 10%).
Mín reynsla er nefnilega sú að í 70% er 38" mikið duglegri og 20% hafa 44"bílarnir við 38" bílunum,en svo koma þessi 10% sem 44" virkar.
Þess ber að geta að þegar ég tala um 38" er ég að tala um RADIAL og er ég sannfærður um að ef það kæmu 44" radial dekk þá hefðu þau algjöra yfirburði,en það er víst ekkert væntalegt því miður.
Vegna samanburðar á 4Runner og Landcruiser 90 er rétt að geta þess að þó báðir séu með sjálfstæða fjöðrun er búnaðurinn gjörólíkur.
04.07.2002 at 09:30 #462042
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Þorri!!
Ekki ertu að reyna að segja mér það að við patrol og Mússó eigendur séum hræddir við að einhver setji 44" undir Barbí krúserinn??….
Ég meina það segir sig sjálft að ef að búnaðurinn væri svona sterkur að framan í Barbí þá væri einhver búinn að koma honum á 44" ekki satt?
Það er þó búið að breyta Mússóinum á 44" dekk. En það reyndist ekki vera nógu gott að vera með klafana að framan þá. Enda voru settar hásingar undir þessa bíla. Og eins og einn sagði hér á spjallinu þá ER sterkari klafabúnaður á Mússóinum heldur enn á Barbí krúser. Og það er staðreynd.
Kv
Siggi
04.07.2002 at 09:41 #462044Hæ Teddi.
Ég átti stóran skammt af þessum góðu pillum, en hann er að verða búinn. Áttu eitthvað eftir af þínum?
En ég er með turbo í dag, og það munar öllu.
En með 44" umræðuna.
Ég trúi því ekki að nokkur maður meini það í alvöru að það sé praktískt að setja 44" undir LC 90. Ekki einu sinni Björn Þorri. Ég hef stundum rætt þetta við félaga minn sem er með þannig vagn á 38". Honum þykir vænt um bílinn sinn, og fer því varlega með hann. Samt hafa brotnað 2 framdrif hjá honum.Og svo er það spurningin um tilgang. Þetta eru fyrirtaks bílar sem hafa góða vinnslu, drifgetu og aksturseiginleika. Til hvers að skemma það allt?
Mér verður stundum hugsað til mynda sem maður hefur séð af Hiluxum á 44". Ef eitt hjólið hefur farið 10cm. néðar en hin hefur alltaf verið sóttur spotti. Það er sýnilegt að það er ekki þorandi að taka á þeim. Hvað er þá gaman við að eiga stóran jeppa á stórum hjólum, ef það má ekki taka á?
Ég bara spyr.Þolinmæðiskveðjur,
Emil.
06.07.2002 at 11:01 #462046Svona til að gefa mitt álit á þessu klafadótsumræðu þá er best að benda ykkur á http://kasmir.hugi.is/boi/
þar kemur væntanlega vel fram að í mínum huga er klafadót ekki fyrir jeppa, en þið sem viljið vera á klöfum og eigið 4runner þá er örugglega gott fyrir ykkur a ðeiga fullt af varahlutum í þá , þ.e.a.s. ef þið notið þá sem jeppa
06.07.2002 at 17:54 #462048Enn og aftur skora ég á barbí eigendur að skrúfa framhjól undan "dúkkunni" og stara á hjólabúnaðinn. Gott er að hafa bjór við höndina og fyrir viðkvæma mæli ég tvímælalaust með sjóveikitöflum og uppsölupoka. Ekki spillir að hafa myndir af fjölskyldunni við höndina og skoða þær öðru hvoru þegar menn áætla styrkinn í klafadraslinu. Endurtakið svo í sífellu þar til þið trúið því…"Við komumst örugglega heil heim". Gefið sérstaklega gaum að neðri spindilkúlunni og átakinu á hana. Einnig ber að skoða vandlega fiskbeinið sem tengir liðhúsið að ofanverðu.
Brotið framdrif og þessháttar er eitthvað sem skiptir litlu máli, þá fá þeir sem starfa við viðhald og breytingar bara meira að gera og hagvöxtur í þjóðfélaginu vex að sama skapi. Gott mál það. Suma hluti er bara erfitt að bæta.
Hvað snertir þessa breytingu að öðru leyti þá er hún hið besta mál. Þessir bílar yrðu vafalaust "öflugri" við 44" dekk og betri til ferðalaga þegar aðstæður eru hvað verstar. Ekkert mælir gegn því að breyta þeim fyrir þessa dekkjastærð, og vandalaust fyrir kunnáttumenn að halda aksturseiginleikum og öryggi ef nóg er að gert. Takið eftir lykilorðinu hér….breyta!
Kv bensíndraugurinn
07.07.2002 at 11:36 #462050Það er alltaf jafn gaman þegar er verið að ræða um dísel bíla og þá þolinmæði sem þarf til að aka þeim. Ég átti eini sinni Hilux ( sem ég kallaði NO lux ) sem útbúinn með 2,4 disel. Ég gafst upp á honum eftir 1 vetur, átti ekki þolinmæðis pillurnar margumtöluðu. Svo með þetta 44" breitingar tal, afhverju í ósköpunum fáiði ekki bara bíla sem er gerlegt að breita almennilega ??? Ég efast ekki um að LC 90 og Musso og þetta allt saman séu góðir bílar, en trúir því nokkur í alvörunni að þessir klafa bílar þoli 44" dek ?? Nei ég bara spyr ?? Og þolir restin af drifbúnaðinum svona belgi ?? Ég veit það eitt að hásingarnar undir bílnum mínum þola ekki þetta stór dekk miðað við óbreittann farþega fjölda og eru þó bara sæmilegar og HEILAR hásingar undir honum. Nei ég seigi bara svona
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.