This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Magnússon 15 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Daginn.
Við LC 80 eigendur eigum margir við sameiginlegt vandamál að stríða, þ.e. ryðið undir afturrúðunni og í botninum á efri afturhleranum.
Staðan hjá mér er sú að hlerinn minn er svo gott sem ónýtur af ryði. Ég er búinn að auglýsa eftir hlera í nokkrar vikur á nokkrum smáauglýsingavefum án árangurs. Þeir hlerar sem ég hef heyrt af eru ekki mikið skárri en minn enda allir komnir til ára sinna.
Nýr hleri í umboðinu kostar á þriðja hundrað þúsund, setið er um notaða hlera í Bandaríkjunum. Ég hef ekki lagt mig eftir því að leita í evrópu því ég er hvorki góður í þýsku né frönsku.Ég fann á netinu hlera úr trefjaplasti. Þeir kosta 510 evrur sem samkv. genginu í dag er um 92 þúsund. Væntanlega myndi það verð tvöfaldast með sendingarkostnaði, tollum og gjöldum hingað kominn.
Ég prófaði hringja í íslenskan trefjaplastsmið (trefjaplast.is) í dag. Hann er til í að smíða svona hlera, stofnkostnaður er að sjálfsögðu einhver við þetta en við létum okkur detta í hug að hægt væri að smala saman eins og 3-4 mönnum sem hafa áhuga á þessu og þá myndi hann gera okkur góðan díl í smíðina. Í framhaldi af því gæti hann svo smíðað hlera eftir pöntunum.
Ef þú hefur áhuga á plast hlera á mjög góðu verði þá máttu endilega hafa samband við mig með pósti í haffijons@gmail.com
Í lokin fylgir linkur á franska hlerann ef einhver hefur áhuga á að skoða. http://www.roycreations.com/pages/catalogue-toy/catalogue-toy-8.html
You must be logged in to reply to this topic.