FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

LC 80 ryð í efri afturhlera.

by Hafliði Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC 80 ryð í efri afturhlera.

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurður Magnússon Sigurður Magnússon 15 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.01.2010 at 18:00 #210002
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant

    Daginn.

    Við LC 80 eigendur eigum margir við sameiginlegt vandamál að stríða, þ.e. ryðið undir afturrúðunni og í botninum á efri afturhleranum.

    Staðan hjá mér er sú að hlerinn minn er svo gott sem ónýtur af ryði. Ég er búinn að auglýsa eftir hlera í nokkrar vikur á nokkrum smáauglýsingavefum án árangurs. Þeir hlerar sem ég hef heyrt af eru ekki mikið skárri en minn enda allir komnir til ára sinna.
    Nýr hleri í umboðinu kostar á þriðja hundrað þúsund, setið er um notaða hlera í Bandaríkjunum. Ég hef ekki lagt mig eftir því að leita í evrópu því ég er hvorki góður í þýsku né frönsku.

    Ég fann á netinu hlera úr trefjaplasti. Þeir kosta 510 evrur sem samkv. genginu í dag er um 92 þúsund. Væntanlega myndi það verð tvöfaldast með sendingarkostnaði, tollum og gjöldum hingað kominn.

    Ég prófaði hringja í íslenskan trefjaplastsmið (trefjaplast.is) í dag. Hann er til í að smíða svona hlera, stofnkostnaður er að sjálfsögðu einhver við þetta en við létum okkur detta í hug að hægt væri að smala saman eins og 3-4 mönnum sem hafa áhuga á þessu og þá myndi hann gera okkur góðan díl í smíðina. Í framhaldi af því gæti hann svo smíðað hlera eftir pöntunum.

    Ef þú hefur áhuga á plast hlera á mjög góðu verði þá máttu endilega hafa samband við mig með pósti í haffijons@gmail.com

    Í lokin fylgir linkur á franska hlerann ef einhver hefur áhuga á að skoða. http://www.roycreations.com/pages/catalogue-toy/catalogue-toy-8.html

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 18.01.2010 at 18:11 #677598
    Profile photo of Sævar Már Gunnarsson
    Sævar Már Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 32

    Ég var í sama vandamáli og ég lagði bara í það að ryðbæta hlerann hjá mér og tókst það bara prýðilega,

    [img:kccqke84]http://photos-c.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs247.snc1/9418_175450934392_732384392_2562590_7989807_n.jpg[/img:kccqke84]

    [img:kccqke84]http://photos-a.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs247.snc1/9418_175450959392_732384392_2562593_3224568_n.jpg[/img:kccqke84]

    [img:kccqke84]http://photos-d.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs267.snc1/9418_175450969392_732384392_2562594_7534457_n.jpg[/img:kccqke84]

    [img:kccqke84]http://photos-f.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs267.snc1/9418_175450979392_732384392_2562595_2674206_n.jpg[/img:kccqke84]

    eftir boddyvinnu er enginn sem hefur tekið eftir neinu, og þetta var alveg innan peninga og tímamarka.





    18.01.2010 at 18:19 #677600
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 410

    Þetta gerði ég líka fyrir 3 árum, og nú er ég kominn aftur á byrjunarreitinn. Plasthlerinn kemur seint til með að ryðga. Ég veit um einn sem lét laga fyrir sig afturhlera á verkstæði um daginn. Verðið á plasthleranum stefnir í að vera svipað og sú viðgerð kostaði.





    18.01.2010 at 18:38 #677602
    Profile photo of Sævar Már Gunnarsson
    Sævar Már Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 32

    Ef að gengið er almennilega frá hlutunum eftir ryðbætingu á ekki að vera komið ryð eftir 3 ár
    En svona plast hlerar væru sniðugir.





    18.01.2010 at 23:57 #677604
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 410

    Jæja, nú þegar eru komnir nokkrir áhugasamir, þannig að það fer að verða grundvöllur til að ræða þetta af fullri alvöru við smiðinn.

    Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga.





    20.01.2010 at 12:22 #677606
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 410

    Ætla að hitta smiðinn seinnipartinn á morgun og ræða þetta enn betur við hann. Kem svo með uppdeit.





    20.01.2010 at 17:39 #677608
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 236

    Smá innlegg

    Það gleymist kannski að það getur verið kostur við ryð á ákveðnu svæði en vegna oxunar málma þá minnkar ryð á öðrum stöðum ef einn staður byrjar að ryðga. (það má heldur ekki setja stál við ál en þá fer stálið að tærast mjög hratt við álið).

    Þetta er líka þekkt að settir eru zink kubbar á skipskrokka (soðnir á – til að minnka tæringu á skrokk) og ég held jafnvel að þeir sem eiga fornbíla noti þessa aðferð og setji svona kubba á grindina.

    Svo að kannski er bara gott að hafa einn stað sem ryðgar og er þá bara þeim stað haldið við (eða skipt út). Svo er líka að vona að kenningin standist.

    Finnst líka hafa heyrt um þetta í Hi-lux og þá voru einhverjir að tala um rafbúnað sem eyddi rafsveiflum (t.d. útleiðslu) sem forðaði ryðmyndum í hlerunum. Kæmi kannski líka til greina.

    Svo er ég viss um að heilmargir í félaginu vita heilmikið um þetta.

    Mitt innlegg.

    Kv. SHM





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.