Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Lc 80 gormar
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gunnarsson 20 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.03.2005 at 00:52 #195758
Sælir spekingar.
Ég hef heyrt að mismunandi árgerðir af 80 krúsernum hafi komið með mismunandi löngum gormum.
Veit einhver hér hvernig ég kemst yfir upplýsingar yfir það hversu langir gormar eru í boði í þessa bíla?
Ég er aðallega að velta fyrir mér afturgormum.
Ég er með gorma undan 80 bíl (veit ekki hvaða árgerð)undir bílnum mínum og mér finnast þeir of langir.
Er að velta fyrir mér hvort að ég geti reynt að finna gorma undan annari árgerð til að lækka minn bíl.Mínir gormar standa ca. 31 cm á hæð undir bílnum.
Ég mældi undir öðrum 60 krúser á 80 krúser gormum, í honum eru gormarnir bara 27 cm. Það er hæð sem að ég vildi gjarna ná.kv, Haffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.03.2005 at 11:33 #519940
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eiga gormarnir hjá þér ekki bara eftir að dala eins og hjá frænda.Minn stendu í sama
27.03.2005 at 11:35 #519942Nei, varla.
Ég setti notaða gorma undir.
27.03.2005 at 12:02 #519944Nei nei Haffi minn, þú ert eitthvað að misskilja þetta. Það er betra að vera með lengri gorma því að lengd gormsinns er það sem fyrst og fremst ræður því hversu mikkla orku hann getur gleypt. Lengri gormur = meiri slaglengd = betri fjöðrun.
Ef þér finnst hann vera of svagur og villt þess vegna styttri gorma, prófaðu þá frekar að setja í hann ballance stöng, það stífar hann aðeins af.
Freyr
27.03.2005 at 12:08 #519946Hann er alls ekki svagur. Mér finnst hann bara of hár. Þessvegna vil ég fá aðeins lægri gorma, 3 til 4 cm væru fínir.
27.03.2005 at 12:48 #519948Án þess að ég sjái það alveg nógu vel, væri ekki hægt að færa gormaskálina aðeins ofar í grindinni?
Og svo er það annað, hvernig er hann við hleðslu? Ef þú notar styttri gorma þá situr hann næstum því á samsláttarpúðunum svo að sennilega situr hann alveg á þeim þega hann er fullhlaðinn í ferð.
Annars er þetta bara mín skoðun, ef þú villt lækka hann þá er það bara hið besta mál og ekki hlusta á bullið í mér. Ég hlakka bara til að sjá bílinn hjá þér og til hamingju með að vera laus við flatjárnin.
Freyr
27.03.2005 at 17:54 #519950Freyr, þú ert held ég að misskilja, slaglengd fjörðunar segir ekki endilega til um hversu góð hún er. heldur er það stífni gorma (N/m) en hún þarf að vera rétt miðað við þyngd bílsins, staðsetningu hásingar og fleira.
slaglengdin segir bara hversu mikið bíllinn getur teygt sig, en hann þarf ekkert endilega að vera vera með góða fjörðun þó hann geti staðið í öll hjól með eitt hjól ofan á olíutunnu…við gætum farið út í að ræða eigintíðni fjörðunar en hún er m.a. notuð til að fynna rétta gorma á dakar bíla, en ég held að við skulum ekkert vera að flækja þetta um of

en sprettur? viltu alveg endilega cruiser 80 gorma? afhverju ekki bara að fynna rétta lengd og stífni og fynna svo út hvaðan það er hægt að fá þá? þetta er allt saman til

kv
Baldur
27.03.2005 at 19:06 #519952Það er nú samt þannig að stærsti þátturinn í jöfnunni sem notuð er til að reykna út orkugpeypni gorma er lengd gormsinns (að því er mig minnir). En auðvitað er margt fleira sem spilar inn í, t.d. afstaða og lengd á stífum og demparar.
En ef þú lumar á fróðleik um gorma væri gaman ef þú nenntir að skrifa eitthvað hér, alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.
Freyr
28.03.2005 at 00:12 #519954Ég setti slatta af drasli í skottið í dag og keyrði svo inn í Þórsmörk og eitthvað um suðurlandið.
Ég held bara að hann sé assgoti góður eins og hann er.. þetta er bara rugl að ég vilji styttri gorma eftir allt.
Ég ætla að láta reyna á þetta svona fyrst um sinn allavegna.
28.03.2005 at 15:54 #519956Sko kallinn, nú líst mér á þig.
Freyr
28.03.2005 at 21:11 #519958Jæja Freyr
Ertu ekki bara sammála um að hann þurfi ekkert að lækka ef að þú skoðar þessa mynd? http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 6&offset=0
Þarna vantar í hann tjaldið, bjórinn, grillið og gaskútinn, sólstólana og borðið, vindsængina og fullt af þungu dóti sem að nauðsynlegt er að hafa með.
Hann hlýtur að lækka aðeins við það og verða enn flottari 😉
Kv. Haffi
28.03.2005 at 21:31 #519960Mér finnst hann mjög fínn svona, bara helv… góður. Svo þegar hann er fullhlaðinn þá verður hann því sem næst alveg láréttur.
Þá er bara eitt eftir sem þú þarft að gera, auglýsa hann til sölu á sanngjörnu verði svo ég geti keypt hann af þér;-)
Freyr (hlakka ennþá til að sjá hann)
28.03.2005 at 22:25 #519962Þú ert svona sniðugur………
28.03.2005 at 22:40 #519964Já finnst þér ekki, það finnst mér a.m.k. Ég væri alveg til í slétt skipti.
Freyr
29.03.2005 at 16:28 #519966Orkugleypni (eða kannski frekar rýmd) gorms, er heildið af kraftferlinum eftir færsluás.
Dæmi:Gert er ráð fyrir línulegum gormi, samsláttarpúða og dempara sleppt.
Á gormi sitja 500 kg * 9,81 = 4905 N
Fullt samslag er 10 cm ( 0,1 m) meira "saman"
Til að mynda fullt samslag þarf 2000 kg = 19.620 NÞá er orkugleypnin við þetta samslag eftirfarandi:
4905 N*0,1m + ((19620 N-4905 N)*0,1 M)/2 = 1226,25 J
Ég held að þetta sé rétt reiknað hjá mér…..
kv.
Grímur
30.03.2005 at 09:45 #519968
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
nei nei nei nei nei það er villa í útreikningunum þínum
þú tekur hlutafleiðuna af hallatölu kúpta fallsins í þriðja veldi. Þá færðu út summu dempunarstuðulsins sem er undirdempaður í þessu tilviki. Síðan tekurðu fyrsta sveifluhátt gormsins með stífnistuðlinum og þá færðu eigintíðnina. Þetta er nátturlega þriggja frelsisgráða kerfi, með dempun og því fara reikningarnir út í complex tölur sem gerir dæmið aðeins erfiðara en samt bara grunnskóladæmi.
Það er leiðinlegra að setja þetta upp á jöfnuformi þar sem við erum ekki með gríska stafrófið hér, en það er hægt ef menn vilja.
Kv.
Tukti
Véla og iðnaðarverkfræðingur.
30.03.2005 at 12:02 #519970Ég sem hélt að ég gæti bara fengið mér gorma undir cruserinn sem fjöðruðu bara upp og niður. Ég held að ég leggi þetta á hilluna…:-)
30.03.2005 at 12:29 #519972
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hmmmm, þetta virðist vera alveg ný kenning.
Moggi, ertu til í að kynna þetta nánar á málstofu eðlisfræðiskorar í Háskóla Íslands á mánudaginn?
Sérstaklega kannski þetta með ljóshraðann?
kv.
Tukti
Prófessor í eðlisfræði
30.03.2005 at 13:58 #519974Þar sem þú ert prófessor,
þá ertu nörd og því
horfir þú á Star trek, og því
hlítur þú vita það manna best að ljóshraðinn er ekki fasti.kv
Rúnar.
30.03.2005 at 17:13 #519976Þetta er fyrir ofan minn skilning,talið þið ekki Íslensku lengur.
31.03.2005 at 12:37 #519978Heiheihei Tukti….ég var ekki að reyna að leiða út almenna jöfnu fyrir kerfi með dempun og alles (fyrir eigintíðnireikninga þarf líka massann), heldur sýna fram á að það er hægt með tiltölulega einföldum hætti að bera saman áhrif mismunandi uppstillinga á samslagi, t.d. mis stífra eða langra gorma eða staðsetningu samsláttarpúða.
Þokkaleg vísbending um þessi áhrif er útreikningur á stöðuorku sem binst í gorminum við tiltekna færslu.Hins vegar:
Til að fá nákvæma mynd af svona kerfi þarf slatta af forsendum, s.s. dempunarstuðli í dempara og dekkjum, fjaðurstuðli í gormi og dekkjum, massa hjólabúnaðar+hásingar/klafabúnaðar og massa þess enda bílsins sem skoðaður er í hverju tilfelli.
Til að klára verkið er hægt að stilla upp yfirfærslufalli fyrir kerfið og prófa í hermunarforriti og setja inn mismunandi tíðnir/útslag og þrepföll fyrir neðan dekk og skoða hröðunarferla fyrir efsta hluta kerfisins(grind/yfirbyggingu).
Til að fullkomna verkið þyrfti svo að setja inn ítrunarferli sem gerir bestun á breytanlegum þáttum kerfisins svo að velja megi hentugustu íhluti og uppstillingar miðað við gefnar forsendur.Ég hef nú samt ekki haft nennu til að gera þetta fyrir minn bíl heldur frekar gert svona "trial-and-error" æfingar.

Bestu kveðjur
Grímur Jónsson
Iðnaðartæknifræðingur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
