Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC 80 4.2 í patrol
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Þór Þorkelsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.04.2007 at 17:26 #200207
sælir félagar
mig langaði að heyra frá mönnum sem hafa verið að setja 4.2 landcruiser mótor ofaní Patrol.
er þetta mikið mál ??
hver er þyngdarmunur á vélum ??
og svo kannski hvað þarf að smíða og breyta ??
er betra að nota kassana af LC líka ??ATH ég er að selja svona vél og þetta eru spurningar sem dynja á mér frá mönnum sem eru að hugsa um þetta..
Kristján 8485619
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.04.2007 at 18:44 #589514
Ég var að spá þessu og það sem mér datt í hug var að nota ægisgir milli patrolmillikassans og toyota girkassans. Hefur ægisgír ekki annars verið settur í LC80? Allavega hefur hann verið settur i patrol. En það kostar náttlega…
-haffi
27.04.2007 at 19:55 #589516sælir .
‘Eg veit ekki hvað þið kallið mikið eða lítið mál . ‘Eg hef metið þetta útfrá vini mínum sem er í þessum gjörningi og þetta er heljarinnar mál .
Einfaldast er að nota allt kramið úr Toyota .
Það er fljótlegt að setja vélina á sinn stað , en svo hefst frágangsvinnan sem er að tengja og fixa allt draslið saman sem er gríðarleg vinna .
Þarna er fátt sem passar , það þarf að smíða flest saman . Rafkerfið ,hitunarkerfið , allar lagnir ,loftsíu intercooler .
Það þarf að vera með góða kunnáttu og aðstöðu í þetta .
27.04.2007 at 21:30 #589518já ég tel það best að nota sem mest af Toyota dótinu !!! enda fylgir að ég held allt það helsta með hjá mér…. kassar,lofthreinsari og bæði drifsköft !!!! og svo er spurning hvað er vesen með rafmagn ??? ekki mikið flókið rafmagn inná 91 vélina !!! en skilst að 24V vélin sé orðin tölvustýrð og það sé meira mál !!! en endilega öll komment eru vel þegin
Stjáni
27.04.2007 at 21:32 #589520er ekki Patrol með framkúluna hægra meginn einsog Cruiser ??
27.04.2007 at 23:46 #589522Pattinn er jú með drifkúluna hægra meigin .
Þyngdarmunurinn er talsverður . Hef heyrt allt að 100 kíló ! hvað Toyotan er þyngri .
Millikassarnir eru líklega með sama hlutfall , eða 2:02
Mig minnir að Toyotan sé með 24 volta start , annars 12 volt .
Pústið er hægra meigin í Toyota , V.M í Pattanum .
Vatnskassinn er öfugur , allavega ofan .
Það þarf helst að boddýhækka um 50 mm
‘Eg held að þetta verði að teljast all veruleg aðgerð .
28.04.2007 at 17:07 #589524Hvernig væri að fá sér bara 80 Cruiser…
hehe
28.04.2007 at 20:43 #589526Hvernig væri bara að vera á almennilegum bíl (Patrol) og vera ekkert að flækja þetta Togogýta drasli í Patrolinn. Pattin kemst þetta allt saman… óbrotinn.
Kveðja:
Erlingur harðar
28.04.2007 at 21:09 #589528Þetta er alltaf spurning hvort menn eigi að fá sér Cruiser og setja framdrif úr Patrol í hann eða fá sér Patrol og setja vél og kassa úr Cruiser í hann. Cruiser er með 2.48:1 í lága drifinu en Patrol 2,02:1. Cruiser er mun dýrari bíll en spurning hvað það kostar að kaupa Patrol og versla að auki Cruiser mótor í hann. Patrol er líka með hásinguna á réttum stað að aftan en það verður bara að viðurkennast, þú líka Erlingur, að hjartað vantar í Patrol. Hásing í Cruiser er með drifkúluna að aftan til hliðar en Patrol er með kúluna í miðjunni. En það ætti ekki að vera neitt vandamál meðan flangs á millikassa hallar eins og flangs á hásingu. En þetta er hellings vinna að koma þessu saman og þarf þekkingu og metnað til.
En ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi samsuða þ.e.a.s. Patrol með Cruiser mótor þræl virkar bara eins og Cruiser með Patrol framdrifi.kv,
HG
29.04.2007 at 02:43 #589530í 98 patrolnum sem var sett cruiser vél ofaní í Aðaldalnum var patrol millikassin notaður, til daæmis afþví að handbremsan var aftaná honum. Það er aftur á móti pínu heillandi að nota cruiser kassan til að fá sídrifið. Svo í þeim bíl þurfti að hækka hlutföllun aftur því hann var svo lágíraður að það var ekki hægt að keyra hann á minni dekkjum en 44 tommu, en það er bara spurning m a heyra í hallgrími óla formanni húsavíkurdeildar, hann hefur gengið í gegnum þetta allt þessum bíl
29.04.2007 at 11:58 #589532en er ekki bara best að setja 4,2 pattavél oní,
spir sá sem ekki veit.
Hilsen
Kalli sem er á patta með 2,8
29.04.2007 at 13:44 #589534
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er að sjálfsögðu ekkert eitt svar við hvaða vél á að nota, þetta er matsatriði hverju sinni.
Ég hef velt þessu aðeins fyrir mér og að mínu mati er minna mál að setja 4,2 Nissan ofaní Patrol heldur en 4,2 Toyota úr LC 80, einfaldlega vegna þess að Patrolinn er framleiddur með þessum vélum og hlutir passa betur saman, þannig að niðursetningarkostnaður verður minni. Gott turbo kit kostar reyndar sitt á 4,2 Patrol vél. Allavega mundi ég frekar nota 4,2 Patrol vél en 12 ventla 4,2 úr LC 80.
Hinsvegar er nýleg 24 ventla 4,2 Toyota úr LC líklega skemmtilegasta diesel vélin í þessa stærð af jeppa, en verðið og flækjustigið við niðursetningu er líklega töluvert meira. Á móti þessari vél væri hægt að stilla vél og krami úr t.d. 2002 Patrol sem er með 4,2 turbo intercooler original, en ennþá 12 ventla.
Og ef maður má halda áfram að þá tel ég mikið nær að setja góða EFI V8 bensín vél í Patrol (eða LC) heldur en 6,2L eða 6,5L V8 GM diesel. Þetta var kannski glóra meðan þungaskatturinn var greiddur eftir dagatali eða eknum kílómeter, en ekki eftir að þetta breyttist í að vera greitt eftir notuðum lítir. Reyndar held ég að ef menn eru komnir með mikið breytta bíla og eru í leit að afli og togi ættu að spá líka í V8 bensín. Þær fást yfirleitt mun ódýrari og eru að eyða lítið meira en uppskrúfuð (eða kubbuð) diesel vél.
Eftir miklar vélar pælingar endaði á helv… skemmtilegri 5.0 lítra SEFI V8 bensín rellu. Ég fékk hana fyrir svipaðan pening og varahlutirnir fyrir upptekt á 2,8L TD hefðu kostað. Jeppinn eyðir líklega 2 – 3 lítrum meira að jafnaði í vetrarferð heldur en sambærilegur 44" diesel jeppi. Það þýðir að í 500 km helgarferð, er munurinn 1.000 – 1.500 krónur í eldsneytiskaupum. Skemmtunin sem maður fær fyrir þessar umfram krónur er mjög ódýru verði keypt.
ÓE
30.04.2007 at 22:13 #589536ég sé að margir hafa pælt í þessu en ég er ekki að fá nein hrein svör !!!! er virkilega enginn hér inni sem hefur gert þetta og getur sagt eitthvað sem er rétt
Stjáni
30.04.2007 at 23:28 #589538Að þetta sé ekkert mál? Þetta er ekkert mál bara smá vinna ég skoðaði þetta á sínum tíma og mældi 2,8 vélina og 4,2 toy vélina og vorun þær jafn langar ég myndi nota patta millikassa og helst milligír úr patta millikassa til að tengja á milli ég er viss um að það reynist ljónsstaðabræðrum létt verk að föndra það til að passa saman svo sá ég fyrir mér að nota bara toy vatnskassann og eins mikið af org fylgihlutum úr vélarúmi leikfangabílsins (lesist toycar)og mögulegt er þá ætti þetta að ganga vel hvort það virki vel er svo annað hann Hallgrímur Óli sagði mér eitt sinn að kraftmesti jeppi sem hann hafði setið í væri Patti með 6.5 turbo dísil (fyrrverandi jeppi Arnar) en á sama tíma átti hann einmitt svona patta með toy vél og held reyndar að hann eigi enn en þetta veit ég að sjálfsögðu hafandi átt og breytt eins og tvemur stykkjum.
Aðalmálið er bara að fara á stað og láta ekki vitleysingja eins og mig og fl letja sig í að prufa það sem ÞIG langar að gera BARASTA breyta breytinganna vegna
kv Gisli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.