Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC 80
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
31.10.2006 at 13:00 #198857
Mig vantar upplýsingar um breytingar á Landcruiser 80.
Hvað þarf mikið að hækka þá fyrir „44, þarf að hækka á boddýi eða er nóg að leggja undir gorma og síkka stífufestingar? Borgar sig að lækka drif? eða fá aukamillikassa?
Erfitt að gera upp við sig hvort að það borgi sig að kaupa óbreyttann bíl og breyta honum, það eru svo stórir verðmiðar á þessum bílum!
Ef einhver á svona til sölu má alveg hafa samband
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.10.2006 at 13:22 #566024
Ég hef oft litið til þessara bíla og langað í gott eintak en mín niðurstaða hefur alltaf verið sú að þrátt fyrir að þetta sé líkleg einn af bestu 4×4 bílum sem komið hafa fram þá séu þeir samt ekki eins góðir og verðmiðarnir sem eru festir á þá segja. Þeir eru líka farnir að eldast töluvert og erfitt að fá bíla sem ekki er búið að aka langleiðina til Tunglsins og jafnvel lengra. Það er sama hve góðir bílarnir eru, mikið eknir bílar kalla á viðhald. Ég held að það sé til fullt af öðrum góðum bílum sem séu miklu betri kaup. En sumir eru væntanlega á annari skoðun og ekkert nema gott um það að segja.
31.10.2006 at 13:26 #566026Hafa áður komið við sögu á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/7519:3rjrq12g]vefnum[/url:3rjrq12g].
Ég er með minn hækkaðan um 3" á 38" og það er svona 1-2cm of lítið að framan (lengri gormar eingöngu). Flestir 44" bílarnir eru hækkaðir meira, 6" eða meira. Af því sem ég hef séð eru til bílar sem eru hækkaðir bara á body, bara á fjöðrun og svo flestir að gera bæði.
Allir 44" bílar sem eitthvað vit er í eru með færða afturhásingu, það er mesta möstið og það kostar líka ágæta peninga, 15-30cm.Þannig að verðmiðinn er hár hvort sem maður kaupir tilbúið eða gerir þetta sjálfur, Benni (AK) er nýlega búinn að kaupa óbreyttan og fara [i:3rjrq12g]alla[/i:3rjrq12g] leið og hann getur sagt þér helling um þann feril. Ég ákvað að kaupa frekar hálfkláraðan bíl og klára. Þetta fer líka eftir hvort maður vill eyða öllum peningunum strax eða gera þetta í skrefum. Fyrir mig var það óhagstæðara að kaupa óbreyttan og fara alla leið en það er auðvitað mjög misjafnt hvaða aðstöðu/kunnáttu/o.s.frv. menn hafa.
Ég er samt alveg sammála síðasta ræðumanni… þessir verðmiðar sem maður er að sjá eru í hærra lagi en verð á frjálsum markaði ráðast af framboði og eftirspurn. Held að það séu engin ríkisafskipti í gangi á LC80-kaupum og sölum þó það sé skemmtileg samsæriskenning.
31.10.2006 at 13:50 #566028eru að selja gamla crúser eða er hann endanlega dáinn?
ég sá einn 80 crúser ´93 auglýstan á innan við miljón fyrir ekki svo löngu. hann var óbreyttur eða lítið breyttur.
skrottar þú ekki bara gamla crúser og notar allt í nýrri bíl, þarft að kaupa brettakanta og svo auðvitað böns af vinnu.
ertu hættur að smíða brýr með húnvetningum?
kveðja siggi frændi
31.10.2006 at 15:51 #566030Já verðið er svakalegt, en sumir segja að maður fái það sem maður borgar fyrir.
Er með 60 cruiser sem er breyttur á "44, á loftpúðum og með færða afturhásingu, 27cm, það er svosem mjög skemmtilegur bíll en er kominn til ára sinna og búinn að þurfa þónokkuð viðhald, þannig að smá viðhald er eitthvað sem maður er vanur, mótor, bognar hásingarog svona smáatriði!
Er einnig að hugsa þetta út frá því að geta átt skemmtilegri keyrslubíl.Önkúll Siggi, Þessi bíll deyr aldrei, bara skiptipælingar. Er staddur í Hrútafirði núna, einmitt að smíða brú með Húnvetningum!
31.10.2006 at 16:38 #566032ég get fært þér þær sorgar fréttir að crúser 80 á "44 dekkjum er ekki betri keyrslubíll en crúserinn þinn. nákvæmlega sama kram bara annað útlit. hinnsvegar eru þetta skrukkukerrur á "38 dekkjum ef þeir eru lengdir aðeins.
bið að heilsa halla haffapabba og eina hárinu á hausnum á honum og jóni kr ofurbílstjóra. er haffi að vinna með þér líka? bið að heilsa honum líka ef er. bið líka að heilsa bubba byggir og tromlu
siggi frændi.
31.10.2006 at 17:05 #566034ég á 60 cruiser og hef keyrt mikið 44" 80 bíl sem tengdapabbi á og það er himin og haf á milli þessara bíla, 80 bíllinn er einfaldlega miklu betri keyrslubíll, allur massívari og betri og kraftmeyri þó hann sé á orginal hlutf.
Það er rétt að þeir eru dýrir en mér finnst eins og jeppakalla sem eiga þessa bíla breytta séu farnir að sjá aðeins að sér og eru sumir þeir komnir á skikkanleg verð, en það er ekki hægt að segja það sama um óbreyttu bílana, þeir eru lítið inní þessum umræðum um verð og sést það á verðlagningunni á þeim, þeir eru jafn dýrir og margir breyttir bílar
En bíllinn hjá gamla er hækkaður um 4" boddyi til að hafa þyngdarpunktinn sem lægstann, hann er ekkert hækkaðu meyr. En sumir hækka þá líka á gormum þ.e. samanlagt um 6". Þeir eru sumir bara hækkaðir á grind en ég veit ekkert hvernig það er að koma út.
31.10.2006 at 19:20 #566036sama kram í 80 krúsa og 60 það er akkúrat ekki neitt það sama -vél -kasar-hásingar
þannig að það er talsverður munur á þessum bílum
kv Tryggvi
31.10.2006 at 19:34 #566038Tryggvi, getur ekki verið að við höfum sést á Hveravöllum snemma morguns 30 des síðastliðinn? Ég var á brúnum 60 krúser?
Það er mjög mikið að veltast í mér kostir og gallar við þessa tvo bíla, 80 mikið fínni og skemmtilegri í akstri og umgengni, mun nýstárlegri að innan, flokkast sem seinnitíma Landcruiser, á meðan að að 60 bíllinn er allur mikið einfaldari og sterkari.
Ef þið farið inná myndaalbúmið hjá honum Sigga frænda mínum hérna þá eru þar myndir frá Drangajökli, þar lenti ég í flugslysi og verð að segja að ég hefði ekki viljað vera á hvaða bíl sem er, framhásingin bognaði, bretti og kantur skemmdust þó nokkuð, en allt innviði hásingarinnar slapp heilt, átti von á að öxlarnir myndu ekki þola þetta því þeir myndu þvingast svo mikið en þeir þoldu þetta en samt var ekkert auðvelt að ná lengri öxlinum út. Eins og sést á myndunum var ég ekki á góðum dekkjum þarna, kannski sem betur fer, hefði örugglega dugað til að koma honum á hliðina.
Kramið í þeim er ekki það sama eftir því sem ég best veit, þó að þeir séu með jafn/svipaðstórann mótor er það ekki sama dótið, 80cruisers vélin er meira nýmóðins vél, gerð til að höndla snúning yfir 2200rpm í lengri tíma, hinsvegar held ég að lágsnúnningstogið sé meira í eldri vélunum.
Ætti svona bíll á 39.5 ekki að vera að gera góða hluti? Er með minn á svoleiðis núna, Irok og líkar vel, gott að keyra á þeim og standa vel á "14 felgum.
31.10.2006 at 19:54 #566040það er talsverður munur báðir eru þessir bílar ágætir .en eins og þú segir er 80 krús talsvert meira nýmóðins (þó gamall sé)en 60 bíllin er með sterkari framhásingu þó menn hafa verið að brjóta nafstútana sem eru veikari en á 80 bílnum skítið !!!
‘I bilnum mínum 96 árgerð er 24 ventla vélin sem er talsvert öðruvísi en 4.0 vélin í 60 krúsa
PS jú jú ég var á Hveravöllum þá
kv Tryggvi
31.10.2006 at 21:58 #566042já það er svo sorglegt með það að framhásingin í 80 cruiser er að öllu leiti sterkari en í 60 bílnum NEMA drifið sem er hálfgert frat.
Var með talsvert mikið breyttan 60 cruiser áður og það var fínn bíll en er komin á 80 cruiser núna sem er miklu skemtilegri bíll að mörgu leiti en drifgetan er svosem ekkert meiri.
Hækkaði minn 80 bíl bara á undirvagni fyrir 44", ekkert á boddyi, það kostaði það að ég þurfti að síkka stýfufestingaranar fyrir afturhásinguna líka og klippaúr gólfinu til að koma fyrir milligírnum.
01.11.2006 at 08:27 #566044þú ert að spurja um drifgetu 80 bíls á 39,5,ég er með svoleiðis sumardekk og er ánægður með aksturseiginleikana en hef aldrei notað í snjó nota bara 44"en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þaug muni virkaágætlega að minnsta ekki ver en 38"þessir bílar eru samt en betri á 44 enda umtalsvert meira flot það segir sig sjálft-en það kemur bara síðar hjá þér, eftir efni.
kv tt
01.11.2006 at 09:31 #566046Jú jú vissulega er flotið ólíkt meira á "44, var með bílinn á "44 í fyrravetur, verst hvað það er leiðinlegt að keyra á þessu, en ég setti 39.5 dekkin á "14 breiðar felgur um helgina, negldi og skar, og prófaði svo að keyra norður Tröllatunguheiði og Þorskafjarðarheiði til baka, það var reyndar vel frosið uppi og margir búnir að ryðjast yfir, greinilega misvelbúnir, en þar sem ég prófaði að fara útá snjó virtust þau virka vel, standa svipað og "38GH á breiddina á svona felgu.
Hafa menn ekki verið að setja framdrif úr 60 bílnum undir 80 bílinn?
01.11.2006 at 09:50 #566048Jú það hefur verið gert, t.d. úr 87-89 árgerðunum (jafnvel eldra?). Halli hjá [url=http://www.kliptrom.is/:2li77yeo]KT[/url:2li77yeo] í minni margrómuðu heimasveit þekkir þetta ágætlega. Hann þekkir líka að setja Patrol-framdrif sem gæti líka komið vel út.
01.11.2006 at 11:29 #566050"44 í fyrravetur, verst hvað það er leiðinlegt að keyra á þessu" Sko ef þú ert með jeppa sem er vel breytt og allt er í lagi þá er ekkert verra að keyra á 44" frekar en 38" fyrir utan að vissulega getur verið og er venjulega smá hopp í þessum 44" dekkjum. Tryggvi R nú ert þú ný búinn að keyra bæði 38" LC80 og 44" LC 80 fannst þér muna eitthvað svakalega á aksturseiginleikum, rási etc ?
01.11.2006 at 12:22 #566052Reyndar gæti haft einhver áhrif að dekkin voru frekar léleg, og eins var ekki mikill spindilhalli á hásingunni sem var undir bílnum, minnir að hann hafi ekki verið nema ca 2°, ég jók hallann í 5° og finnst hann reyndar betri á 39.5 á eftir, hef ekkert keyrt á "44 síðan, en bíllinn var svo sem ekkert hoppandi, það þurfti bara að einbeita sér virkilega mikið að því að stýra, átti það til að vilja fylgja öllum höllum sem fundust á veginum hverju sinni.
01.11.2006 at 12:28 #566054Aha! ég vissi að það væri eitthvað en jú ég keyri 38" LC80 dagsdaglega en keyrði svo í síðustu viku 44" LC80 reyndar bara á malbiki en…
Mér fannst 44" bíllinn ekkert verri á neinn hátt. Hann rásaði jafnmikið eða minna í hjólförum og var alveg hægt að beygja á honum. Hvorugur er náttúrulega smábíll eða miklir akstursbílar og maður tekur ekki feil á þeim og fólksbíl en ef ég væri að leita mér að fólksbíl þá væri ég sennilega ekki á svona bíl, þá ætti ég ennþá fólksbílinn minn 😉
01.11.2006 at 12:57 #566056Bíll sem er svipaður á vegi á þessu tvennu er mikið bilaður.Það er hreinlega ekki hægt að bera saman radial og diagonal sem keyrsludekk.
Villi minn ekki láta þessa gauka fífla þig.
Kveðja jeepcj7
01.11.2006 at 13:59 #566058Ég bara spyr? Ég hef nákvæmlega engra hagsmuna að gæta hr. Jeep og skil ekki hvaða meiningar þetta eru. Ef ég ætlaði að plata einhvern myndi ég gera það almennilega og segja: [i:3nyd5rv5]"44-bíllinn var MIKLU BETRI og ekki spurning um að ALLIR ættu að setja bílana sína umsvifalaust og án umhugsunar á 44-dekk og hananú" [/i:3nyd5rv5] (þarna sérðu.. nú var ég að plata 😉
Það er talsverður annar "munur" á þessum tveimur bílum annar en dekkjastærð og held ég að það skýri að hluta til hve jafn-slæmir þeir eru (hvorugur telst í mínum bókum akstursbíll!). T.d. er 44" bíllinn með lengra á milli hjóla, með stóran stýristjakk og með öflugan stýrisdempara (enginn tjakkur í hinum, original hjólhaf og original stýrisdempari).
Ég er viss um að ef 38" bíllinn minn væri tekinn og ekkert gert nema skrúfuð á hann 44" dekk yrði hann algerlega óökuhæfur. Það eru ýmsar aðrar breytur þarna í gangi sem vega upp á móti.
01.11.2006 at 16:26 #566060Ég hef keyrt á 38"MT og 44DC á sama 80 bílnum og það munar engu á aksturseiginleikum! það er jafngott að keyra á þess báðu!.
01.11.2006 at 18:14 #566062það er ekki hægt að bera saman 44 og 39,5 sem
keyrsludekk sérstaklega vegna skorna malbiksvega
þar leitar 44 í og úr vegna aukinar sporvíddar ef maður er td,á breiðum felgum eins og ég ofl,18"
eða meira-annars er bara gott að keyra á 44 sé maður heppin með gang.
kv tt
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.