FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

LC 60 breytingar

by Óskar Hauksson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC 60 breytingar

This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hafliði Jónsson Hafliði Jónsson 19 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.04.2006 at 00:10 #197841
    Profile photo of Óskar Hauksson
    Óskar Hauksson
    Member

    Daginn
    Ég er nú frekar mikill nýgræðingur í öllum bílamálum enda var ég að kaupa mér fyrsta bílinn minn, ég er 19 ára.
    Bíllinn sem varð fyrir valinu er Landcruiser 60 82 módelið. Hins vegar finnst mér hann frekar afl lítill, farandi upp Ártúnsbrekkuna á kannski 60-70 km/klst, svo að ég var að pæla í að bæta það eitthvað.

    Bíllinn er ekki með turbo né intercooler og því datt mér fyrst í hug að bæta það. Væri ekki ráð að redda sér einhversstaðar flækjum, túrbínu og kannski intercooler úr öðrum gömlum Krúser og skella í gripinn? Vitanlega þarf að breyta olíuverkinu eitthvað út af aukna loftinu sem á að streyma í gegnum vélina.

    Það væri vel þegið ef fróðir menn gætu sagt álit sitt eða sett inn gullkorn sem þeir hafa lært í gegnum tíðina.

    Mynd af gripnum (og mér :)

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 21 through 24 (of 24 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 26.04.2006 at 18:01 #550740
    Profile photo of Guðmundur Magni Helgason
    Guðmundur Magni Helgason
    Participant
    • Umræður: 82
    • Svör: 767

    Þú segir að hann sé skráður 140hp, það er minn líka en hann er orignal turbo hjá mér? er hann örugglega ekki með turbo hjá þér?
    Held það sé rangt að turbolaus cruiser fari kambana á 90 þar sem ég fer þá á 90km með turbo og int.





    26.04.2006 at 18:33 #550742
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Veit að það er vinsælt að færa hásinguna á hilux 15-17 cm en veit ekki hvernig það kemur út á þessum. Mín var færð 30 cm og ég er ennþá að reyna að ná utan um það hvað er gjörólíkt að sitja í honum. Á fjöðrunum blikkaði fyrir framan mann, sitt á hvað, himinn og jörð, en nú horfir maður bara beint áfram og dundar sér við að fægja postulínsvasa á þvottabrettum… eða svona næstum því…
    .
    Og þegar þú ert á jeppa leggurðu bara þar sem þú vilt, og dundar þér við það á kvöldin að týna yaris og þessháttar úr munstrinu… eða tekur upp að leita að stórum stæðum og labbar restina. Það eru fáir jeppamenn það heilsutæpir að þeir ráði ekki við það.
    .
    140 hp? Minn er 1987 módelið, 4,0 með túrbínu (sem blæs reyndar ekki nema einhverjum 5 pundum held ég) og hann er skráður rétt rúm 100 hö. Hvað veldur því hversu mikið ber á milli?
    .
    Kambarnir… tja… ef hann er tómur (nema auðvitað með mig innanborðs) á hann nú alvega að hafa þetta á 70-80… ég veit reyndar ekkert hvaða hlutföll eru í honum en þau mega ekki mikið hærri fyrir minn smekk.
    .
    EE.





    26.04.2006 at 22:34 #550744
    Profile photo of Jens Matthiasson
    Jens Matthiasson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 22

    Ég færði hásinguna á mínum um 40 cm og er mjög sáttur við þá breytingu.Algengasta færsla sem ég veit um er 30cm





    26.04.2006 at 23:00 #550746
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 410

    Ég tek undir það sem flestir hér segja að þú ættir að byrja á að huga að gormum að aftan.

    Það var bílinn minn sem bjornod linkaði á í þriðja pósti hér að ofan, sá sami og var á uppboðinu hjá TM um daginn.

    Þarna notaði ég gorma, gormasæti og samsláttarpúða úr 80 cruiser með koni dempurum. Járnaefnið fékk ég tilsniðið hjá Árna Páli. Hásingin fór aftur um 33 cm.
    Þetta gjörbreytti bílnum til hins betra, drifgetan jókst til muna en beygjuradíusinn minnkaði. Ég var næstum lentur inni í garði en ekki í innkeyrslunni þar sem ég bjó þegar ég kom á bílnum í fyrsta skipti heim eftir breytingarnar en það vandist fljótt.

    Ég gæti vel trúað að eitthvað af þessu fjöðrunardóti væri til sölu hjá þeim sem keypti bílinn af TM, sá kannski gefur sig fram hér ef svo er.

    Og til hamingju með gripinn… vel valið 😉





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 21 through 24 (of 24 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.