This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafliði Jónsson 18 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Daginn
Ég er nú frekar mikill nýgræðingur í öllum bílamálum enda var ég að kaupa mér fyrsta bílinn minn, ég er 19 ára.
Bíllinn sem varð fyrir valinu er Landcruiser 60 82 módelið. Hins vegar finnst mér hann frekar afl lítill, farandi upp Ártúnsbrekkuna á kannski 60-70 km/klst, svo að ég var að pæla í að bæta það eitthvað.Bíllinn er ekki með turbo né intercooler og því datt mér fyrst í hug að bæta það. Væri ekki ráð að redda sér einhversstaðar flækjum, túrbínu og kannski intercooler úr öðrum gömlum Krúser og skella í gripinn? Vitanlega þarf að breyta olíuverkinu eitthvað út af aukna loftinu sem á að streyma í gegnum vélina.
Það væri vel þegið ef fróðir menn gætu sagt álit sitt eða sett inn gullkorn sem þeir hafa lært í gegnum tíðina.
You must be logged in to reply to this topic.