Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LC 100 – stærri blöðrur?
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Eggertsson 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
06.12.2009 at 12:51 #208927
Hvaða stærð mæliði með undir 100 bílinn til að hann sé brúklegur án þess að hann glati aksturseiginleikunum?
Er með 38″ breyttan bíl á 36″ og er ekki alveg nógu sáttur við drifgetuna. (á klöfum)
Er 39.5 – 41 eða bara 44 eina vitið?
Hvað þarf að gera til að koma svona undir og hver er boðinn og búinn að gera það á sem hagstæðastan hátt?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.12.2009 at 12:57 #670352
Þessir frábæru bílar eru það þungir, að ef þú ætlar að fljóta ofan á einhverjum snjó án þess að vera í stöðugu basli (og mögulegum skemmdum á bílnum), þá þarftu áreiðanlega að vera á 44" – En þú ert öfundsverður af því að eiga svona bíl, líklega hefur verkfræðingum í bílaiðnaði ekki oft tekist jafn vel upp við hönnun eins og þegar LC 100 varð til.
06.12.2009 at 14:05 #670354Þú þart að setja dana 50 framdrifskogul og síðan held ég að 10cm bodíhækkun dugi bísna lágt. veit ekki hvaða hlutföll eru í boði.
Kveðja Magnús.
06.12.2009 at 20:26 #670356[img:35gmipck]http://www.4x4offroads.com/image-files/journey-to-the-center-of-iceland-809.jpg[/img:35gmipck]
Þyrftir að taka þennan til fyrirmyndar, skera klafana undan og 46"
Persónulega myndi ég bara hafa þennan bíl hjá þér á 38" enda æðislegur ferðabíll sem slíkur, og fá mér bara létt leiktæki
06.12.2009 at 20:28 #670358sæll
ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að ferðast doldið með svona 100 bíl á 38" og ég verð að segja að þessi bíll hann bara hættir ekki að koma manni á óvart, alveg ótrúlegt hvað þetta drífur miðað við þyngd, en nota bene þessi bíll er með öllum pakkanum. Dana 50 að framan er skilyrði en það mikilvægasta er að vera með rétt dekk undir honum. MT Baja Claw hafa verið að svínvirka undir honum en þar á undan var hann á MT MTZ, drifgetan jókst til muna eftir að hann skipti yfir í MT. Mótorinn og sjsk er frábær og skila oft þar sem upp á vantar í floti.
Gallarnir eru að rafmagnsdótið hefur aðeins verið að stríða okkur í ferðunum, sjálfvirka loftpúðafjöðrunin flippaði eins sinni einni ferðinni en ég held að eigandi hafi verið búinn að komast í veg fyrir þetta í dag. Hann er svo ánægður að hann keypti sér nýjan svona bíl og lét breyta fyrir 38 fyrir 2 árum síðan. Í skörum er hann náttúrulega ekki sá öflugasti enda um dýran lúxusbíl að ræða.
En fyrir svona all-around lúxus/vetrarferða jeppa þá er þetta flottur pakki. Þessi bíll hefur verið að gera svona svipað og gamli Patrol (89-97) í drifgetu og oft jarðað hann með vélaraflinu og sjskiptingunni. Ef vilt mjög öflugan ferðabíl þá myndi ég frekar bara kaupa mér eitthvað annað því að það þarf sveitta breytingu á honum til að þetta verði almennilegt á miklu stærri dekkjum en 38 (sbr bílinn hans Magga á myndinni hér að ofan).
kveðja
Agnar
07.12.2009 at 10:14 #670360Sleppa boddy hækkun og klippa meira. Þessit bílar er mjög góðir, hennta kannski ekki jafn vel til breytinga og gamli góði LC80 en það má gera þá mjög öfluga. Sjálfur er ég með minn 46" LC80 (1998) til sölu (eða held það?) og var hugmyndin sú að uppfæra í svona bíl á 46" en þá þarf að skipta um báðar hásingar og ganga út í bullið algerlega…
07.12.2009 at 10:50 #670362Er það útaf hlutfallamálum sem þarf að skipta út afturhásingunni??? Og setja þá Patról hásingar fr/aft eða?
Það er náttla einn ca. 2000 árg 100cruiser 44" breyttur, með klafana. Veit ekki hvernig hann hefur komið út, var held ég ekki í boði nema 4:56/4:88 í dana 50 framdrifið. Veit ekki hvort að það hafi eitthvað skánað úrvalið í það síðan þá.
07.12.2009 at 12:49 #670364Þetta er eingöngu hugsað sem all-around lúxus/vetrarferða jeppi, ekkert verið að pæla í jöklaferðum eða slíku, en hann þarf samt að komast áfram í snjó.
Haldiði að það sé nóg að klára bara 38" breytinguna, þ.e. setja hásingu að framan og lyfta honum aðeins meira þar… og setja almennilega lása í drifin?
07.12.2009 at 14:35 #670366Fremsti partur grindarinnar er öðruvísi á klafabílum, er ekkert gert ráð fyrir fjöðrunarsvið framhásingar. Þyrfti því að breyta henni eða fara í þeim mun meiri hækkun t.d. 44"+ . Annars yrði hann asnalega hár á 38".
Myndi bara hafa samband við http://www.arctictrucks.com eða Breytir. Ættu að geta gert þér tilboð í þetta, þá sérðu hverskonar pakki þetta er.
07.12.2009 at 22:18 #670368Sæll
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að ferðast í svona bíl í flestum eða öllum færum.Sem og að aka honum töluvert.(þetta er bíll þolinmæðinar) þíðir ekkert að standann og spóla.
Eins og Agnar kemur inná, hættir hann ekki að koma á óvart og hefur hann t.a.m. oft verið að virka mun betur en mun léttari bílar á 38" (td 90 cr) þessi bíll er 2560kg í breytingaskoðun hefur verið 2850 – 3000 kg í ferðum með ÖLLU.
Þegar það er talað um Dana 50 þá er það drif úr amerískum klafabíl sem er rennt til í drifköggulinn á toy. drifinu.
MT biaclaw er að gefa þessum bíl ca. 20% aukna dryfgetu á við GH og eru að svínvirka undir honum.Mitt mat er að bíllinn sé bestur með þessu settupi þe 5-8cm boddy hækkun, dana 50 köggull (sem er dýrasti hlutinn) og svo 38 bia og læsingar.
Bíllinn myndi vel þola að fara á 44DC á klöfonum því þeir eru mjög sterkir og dana 50 ætti ekki að klikka.
mín skoðun er að hann mundi ekki drífa betur á þeim því hanns helsti kostur er hvað mótorinn togar á lágum snúning og hvað sjálfskiftingin er að ná að vinna (svipað og lolo) þá vel ég frekar minna flot en meyra grip.Varðandi fjöðrunina þá er hún ein sú besta í bransanu í þessum bíl og algjört skemmdarverk að eiga við hana.
Það sem hinsvegar hefur verið að gerast er að hleðslujöfnunin hefur ruglast í miklu frosti og halla, þannig að lausnin við því er að setja rofa á búnaðinn og hreinlega slökkva á honum þegar færið fer að þyngjast.Vona að þetta gefi þér eitthavað til að hugsa um.
Kv: Kristmann Hjálmarsson
10.12.2009 at 16:22 #670370Sælir
Ég er með eina spurningu um felgur undir svona bíl. Vegna gatadeilingar liggja breikkaðar felgur ekki á lausu. Er nefnilega með álfelgur og vantar að vita hvort menn hafi látið breikka þær? En ef einhver á breikkaðar felgur til sölu væri það enn betra;)
Kveðja Hjalli
10.12.2009 at 21:19 #670372Sæll Hjalli, þú getur prófað að tala við þá í Áliðjunni í Kópavogi, þeir breikkuðu fyrir mig Alcoa felgur. Þetta kostar pening.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=125566
kv gundur
10.12.2009 at 21:45 #670374Sæll og takk fyrir
Er hræddur um þetta álfelgustand muni kosta of mikið. En vitið þið ekkert um breikkaðar felgur…stál kanski frekar?
Kveðja Hjalli
10.12.2009 at 21:55 #670376
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég heyrði einhvern tímann af smiðju sem var búin að koma sér upp stans til að gera miðjur í felgur, bara "preform" til að bora svo út og renna til eftir þörfum. Kannski er þetta ennþá til einhversstaðar, og þá hægt að smíða miðjur í hvaða (stál)felgur sem er innan venjulegra marka hvað stærð hjólnafs varðar….endilega póstið hérna inná ef þið kannist við það sem ég er að reyna að lýsa
kkv
Grímur
10.12.2009 at 22:12 #670378
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vélsmiðja eða renniverkstæði Kristjáns í Borgarnesi smíðaði nýjar miðjur í felgur og boraði fyrir mig í den.
kveðja Helgi
10.12.2009 at 23:02 #670380Veit einhver hvað munar á LC 4,7 bensín vs 4,2 dísel í þyngd??
Kv Kristján
10.12.2009 at 23:41 #670382 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.