FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Laugafell

by Arnór Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Laugafell

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Arnór Magnússon Arnór Magnússon 20 years, 12 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.05.2004 at 19:59 #194368
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant

    Sæl öllsömul

    Veit nokkuð einhver hér hvort hægt sé að komast upp í laugafell á þessum árstíma frá Akureyri?
    Mig langar virkilega að fara þangað núna uppúr miðjum júní, en ég veit það að leiðin upp eyjafjörðin verður aldrei fær fyrr en að nálgast ágúst í fyrsta lagi…

    Ég er á 35″ cherokee með flestu nauðsynlegu þannig að snjór ætti ekki að vera neitt vesen ef ekki er um mikinn hliðarhalla að ræða.

    Er bárðardalsleiðin hugsanlega fær núna fljótlega?
    Bleyta verður væntanlega ekki svo mikil eftir mánuð, eða hvað?

    Kveðja
    Izeman

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 17.05.2004 at 21:29 #502513
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Izeman
    Eins og sést á [url=http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Astandfjallvega/$file/halendi.jpg:1h18mve0]korti Vegagerðarinnar[/url:1h18mve0] er þetta svæði ennþá lokað, en það getur margt verið búið að breytast þegar komið er fram í júní. Leiðin úr Bárðardal opnar oft eitthvað fyrr en hinar en þó að jafnaði ekki fyrr en í lok júní. Það gæti þó alveg hugsast að þetta verði allt fyrr á ferðinni í ár, smá sárabót fyrir snjóleysið í vetur.

    Mjög gott að geyma þennan link hér að ofan hjá sér og fylgjast með hvernig skyggða svæðið víkur og leiðir opnast.

    Kv – Skúli H.





    17.05.2004 at 23:11 #502517
    Profile photo of Jón Bergmann Jónsson
    Jón Bergmann Jónsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 137

    sælir félagar

    á vegagedin.is er áætlun sem heitir Opnun fjallvega,sem hægt er að fylgast með

    kveðja Jón Bergmann





    17.05.2004 at 23:31 #502521
    Profile photo of Gísli Gíslason
    Gísli Gíslason
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 244

    Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar um "Opnun fjallvega" er áætlaður opnunardagsetning fyrir Bárðardalur-Nýidalur 15. júní og fyrir Eyjafjarðarleið 23. júní.
    Kv. Gísli





    18.05.2004 at 00:54 #502524
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sælir

    Takk fyrir svörin.

    Ég veit af lokunum á vegunum.
    Hitt er svo annað mál að drulla er síður en svo alltaf ástæðan fyrir lokunum hjá vegagerðini.
    Ég hef nokkrum sinnum keyrt inn Eyjafjörðin og upp á Sprengisand þegar vegurinn var lokaður (myndi aldrei keyra neinn veg ef það fer illa með hann…) eina hindrunin var mjög stór steinn á miðjum veginum (sem ég komst auðveldlega framhjá án þess að skemma neinn gróður eða veg) og snjóskafl alveg efst í brekkunni upp á Sprengisand.

    Þess vegna er ég nú að forvitnast hérna hjá mönnum sem keyra ekki endilega um á jepplingum eða þaðan af minna :) Vegur er lokaður hjá vegagerðinni þangað til hann er fær óbreyttum jeppum (sýnist mér).

    Það er sennilega best að orða þetta öðruvísi:
    Er líklegt að það sé fært upp í Laugafell, helst einhverja stutta leið frá Ak, eftir u.þ.b mánuð? Án þess að skemma veg eða gróður, er vel reiðubúin að standa í hellings brasi að komast framhjá öðrum hindrunum m.a velta steinum, hleypa úr og moka 😉

    Kveðja
    Izeman

    Ps. annars hljóma opnunartímarnir á þessu svæði mjög vel fyrir mig, en samt ekkert til að treysta á… má helst ekki klikka.





    21.05.2004 at 20:56 #502526
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sæl aftur

    Afsakið hvað ég er pirrandi að vekja þennan þráð upp að nýju, eftir svo stuttan tíma. Mig langar bara endilega að fá fleiri álit á þessu, því ég þarf að skipuleggja þetta með góðum fyrirvara. :)
    Er að fá pabba minn í heimsókn frá Svíþjóð helgina eftir 17 júní og mig langar virkilega að bjóða honum í smá jeppaferð.
    Er kanski einhver annar skemmtilegur staður sem menn mæla með á þessum árstíma? Ég þyrfti helst að hafa nokkra staði inni í myndinni þannig að þetta klikki ekki…

    Kveðja
    Izeman





    21.05.2004 at 21:07 #502530
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Heill og sæll Izeman!
    Þótt búið sé að opna úr Bárðardal upp á Sand, þýðir það ekki að það sé hægt að fara í Laugafell aðra hvora leiðina þangað af Sprengisandsvegi. Þá meina ég eins og þú einmitt getur um, að fara án þess að valda spjöllum. Hinsvegar er oft hægt á góðum jeppa að fara hér upp úr Skagafirði, en það þýðir að vísu að fara þarf yfir Strangalæk, Hnjúkskvísl og Laugafellskvísl, en alla jafna á það ekki að vefjast fyrir mönnum á þokkalegum jeppa, þótt hann sé t.d. bara á 33" að maður tali nú ekki um 35" dekkjum. Hinsvegar er málið nú í vor, að því miður eru líkur á að tíðarfarið valdi því, að hálendisleiðir hérna að norðan, aðrar en Kjalvegur, opnist eitthvað seinna en venjulega vegna þess að það hefur snjóað talsvert hérna megin núna í maí. Bara núna síðustu nótt snjóaði ofan fyrir miðjar hlíðar hér um miðjuna á Norðurlandi. Orðlengi þetta ekki meira hér, an þú getur hvort heldur þú vilt hringt í mig í síma 8935421 eða enn betra sent mér mail í thorkellg@hotmail.com ef þú vilt spjalla eitthvað um þetta.
    kveðjur, Þorkell G.





    21.05.2004 at 23:42 #502534
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sæll Þorkell

    Þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar með Skagafjörðin. Vissi ekki af þeirri leið.
    Ég kem til með að hafa samband við þig fljótlega þegar ég hef skoðað þetta aðeins betur.

    Kveðja
    Izeman





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.