This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Örn Ingi Magnússon 13 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Einu sinni var stefna að fá skuttogara í hvert krummaskuð og voru þeir þegar mest var um 150 togarar við landið. Núna eru þeir flestir horfnir í brotajárn. Síðan áttu allir að vera með fiskeldi í hverjum vogi og firði. Eða þegar allir áttu að fara í minka eða refarækt. Þeir fóru nánast allir á hausinn eða skelltu búunum í lás rétt fyrir gjaldþrot. Núna er komið nýtt trend. Þjóðgarður eða friðland í hverju krummaskuði. En fyrir vestan eru bundnar miklar vonir við friðland eða jafnvel þjóðgarð við Látrabjarg. Þessu þarf Svandís Svavarsdóttir endilega að redda í snarhasti. Þó má gera ráð fyrir samkeppni við Friðlandið í Vatnsfirði. Og væntanlegum þjóðgarðinn í austur Barðastrandarsýslu og friðlandinu á Hornströndum, sem menn vilja reyndar stækka og innlima í það Drangajökul með algjöru akstursbanni. En hver skildi vera einn af drifkröftunum í því að fá friðland eða þjóðgarð við Látrabjarg. Gæti það verið herra X, sem er meintur formaður ráðgjafanefndar um friðlandið í Þjórsárverum. Það skildi þó aldrei vera að svo sé. Það skildi þó ekki vera svo, að þar sé hann að hugsa um einkahagsmuni og krónur og aura í eigin buddu. En að sjálfsögu verður einkavinur herra X, hún Svandís Svavars við þessari bón. Hægt væri að copy-paste reglugerð um Snæfellsnesþjóðgarð og skella inn í Wordskjalið „Látrabjargsþjóðgarður“ þar sem hentar og koma svo með einhverjar viðbætur. Síðan er bara að lofa Patreksfirðingum því, að leigja skrifstofu á Patró og setja þar niður nokkra, í ört vaxandi hóp landvarða, á staðinn. Krummaskuðin gleypa við því um leið, enda ný atvinnutækifæri, sem eru ekki í boði á hverjum degi fyrir vestan. Það má þó ekki gleymast í hita leiksins að setja inn einhver boð og bönn í reglugerðina eða lögin um svæðið. Annað væri algjört stílbrot.
You must be logged in to reply to this topic.